Saturday, December 29, 2007

gleðileg jól!

Erum eins og flestir vita í Reykjavík, í góðu yfirlæti og allir mjög ánægðir með vel heppnað hátíðahaldið.
Vildi bara láta vita af okkur. Komum heim 1. eða 2. jan. fer eftir veðri.

Þakka innilega þeim sem sendu okkur jólakort, þau bíða eftir mér heima, ég fór svo snemma í bæinn að ég náði ekki að taka þau með mér.

Fór að hitta gigtarpyntingarmanninn í mjóddinni, hann sprautaði í fingur og tær og ég íhugaði alvarlega að sparka í hann á meðan. En ég er góð kona og geri ekki svoleiðis vitleysu :D he he.
Sagði honum að sprauta bara eins og hann vildi því ég ætlaði að taka upp píanónámið aftur.

jæja, ég skrifa meira á næsta ári.

Hafið það öll gott um áramótin, og kærar þakkir fyrir öll skemmtilegu commentin á árinu.

Friday, December 14, 2007

comment

Alltaf les ég öðru hvoru á öllum þessum bloggum hvað fólki leiðist það að fá ekki nógu mikið af "commentum" (... ég get svo svarið það að ég man bara ekki íslenska orðið yfir "comment")

Allavega, þá hef ég ekki kippt mér svo upp við þetta, fór í upphafi að blogga eftir að ég flutti hingað, og svona að mestu leyti fyrir pabba krakkana og ömmu þeirra og afa. Þar sem við vorum allt í einu svona langt í burtu, þá fannst mér það góð hugmynd að halda einsskonar dagbók, auðvitað líka fyrir alla hina fyrir sunnan sem sjá okkur sjaldan.

Ég nenni sjálf ekki alltaf að skilja eftir kvittun á öllum síðum sem ég les, þó ég lesi þær daglega, og eins og ég, þá veit fólk nokkurnvegin hverjir lesa síðuna og gera sér grein fyrir því að þetta er á netinu fyrir allra augum.

Hef þó tekið eftir því að ég á hérna það sem ég myndi kalla góða bloggvini, sem reglulega "commenta" á það sem ég skrifa, og ég verð að segja að það er alltaf alveg svakalega skemmtileg tilfinning og mér þykir mjög vænt um það að fólk taki sér tíma í að setja inn eina litla setningu, þó ekki nema sé lítil kveðja :)

Ég geri mér líka fulla grein fyrir því þar sem ég bý í litlum bæ, að auðvitað les stór hópur af fólkinu hérna það sem ég skrifa, það er mjög auðvelt að fara þennann svokallaða "bloggrúnt" og enda á hinum og þessum bloggsíðum.

Það sem ég er að meina með þessari þvælu er að það er ótrúlega hvetjandi þegar fólk setur inn hjá mér eitthvað lítið, rétt til að segja hæ, eða taka undir það sem ég skrifa.


Endilega þið sem lesið og kvittið aldrei, setjið endilega inn litla jólakveðju til dæmis :D
Þetta angrar mig alls ekki, bara meira af forvitni hugsa ég.

jæja, þetta var svona bara lítið innskot, smá pæling. Ég tek mig á líka og fer að verða duglegri að láta vita af mér á ykkar síðum.

Wednesday, December 12, 2007

Það er af sem áður var

Það hefur ýmislegt breyst síðan ég var lítil stelpa :)

Þegar síminn hringdi heima hjá okkur í gamla daga varð allt vitlaust, allir vildu verða fyrstir að tækinu til að svara.
Ef síminn hringir hér á þessu heimili hreyfir sig enginn nema ég. Jói situr fyrir framan tölvuna og síminn hringir beint fyrir framan hann, en hann hreyfir sig ekki. Ég kalla á hann að síminn sé að hringja, en í stað þess að svara kemur hann hlaupandi með símann til mín sem auðvitað er þá hættur að hringja! Mitt vandamál er að finna símann, ég get aldrei munað hvar ég legg hann frá mér.... og auðvitað er hann hættur að hringja þegar ég loksins finn hann!!

Þegar ég spurði eftir vinum mínum þegar ég var lítil, þurfti ég að sjálfsögðu að labba á staðinn og banka upp á. Svo spurði maður " viltu vera memm"!!
Börnin mín taka bara ekki í mál að fara að þvælast 200metra bara til einskis ef vinkonan/vinurinn skyldi svo ekki vera heima. Og í dag er spurt " geturu leikt"

Tuesday, December 04, 2007

Barneignarfrí !!


Já, má eiginlega kalla þetta barneignarfrí :) nema það að ég er í fríi FRÁ börnunum mínum!
Ægilega einmanalegt þegar maður kann ekki að vera án þeirra. Á að vera inni á baðherbergi að þrífa ryk og olíugrunna allt saman, en einhvernveginn bara labba alltaf framhjá herberginu þegar ég ætla mér að byrja á þessu. Og jólaseríurnar... skil ekki af hverju þær hoppa ekki sjálfar upp í glugga... það er ekki eins og þær hafi ekki farið þangað áður!!

Keyrðum á móti pabbanum upp á heiði, og svona í gamni bað ég hann að stilla kílómetramælinn hjá sér á núllið, langaði að sjá hvort við værum ca. að mætast á miðri leið. Og alveg ótrúlegt, mig minnir að það hafi verið um 2km frá því að vera sama talan hjá okkur :)

Þannig að nákvæmlega upp á miðri holtavörðuheiði (þar sem sæluhúsið var) er maður hálfnaður til Reykjavíkur :)

Ég á alltaf mjög erfitt með mig þegar ég læt þau frá mér, sérstaklega þegar þau fara í flug, mér liði örugglega betur ef ég fengi að fljúga vélinni sjálf... ég sko geri allt betur en allir aðrir :D.
en þau elska að fara til pabba, afa og ömmu, svo það er ekki það að ég hafi áhyggjur af þeim.

Við ætlum svo að vera öll saman hjá afa og ömmu á jólunum, það verður æðislegt, ég get ekki beðið eftir jólaísnum mínum, eiginlega eini ísinn sem mér finnst góður, og auðvitað þarf að gera aukaskammt þegar ég kem :) það er sko heimalagað "a la Auður" og svo fæ ég fullan pott af hvítu sósunni með hangikjetinu. Það sko datt af mér andlitið þegar við Sigurpáll eyddum fyrstu jólunum saman hjá honum. ENGIN SÓSA MEÐ HANGIKJÖTINU!! Ég hélt þau væru að grínast í mér, ha ha ha :D Ég borða nebbla smá hangikjöt MEÐ sósunni! Neibb, það var alls ekkert grín, hangikjöt, kartöflumús og grænar baunir, og laufabrauð líka. En þetta er nú kannski ekkert svo voðalegt fyrr en maður smakkar jólaréttina í Norge. Þar fékk ég súrkál eða eitthvað svoleiðis með einhverjum kjötbollum... ahh man þetta ekki alveg, mjög svo frábrugðið, en alls ekki vont, bara öðruvísi. Hvað ætli þeir borði í Kína á jólunum??

Annars er ég bara ágæt þessa dagana, er að spá í að ramma inn launaseðilinn minn fyrir desembermánuð, sprakk úr hlátri þegar ég fór inná heimabankann. Hvað myndi ég nú gera ef ég reykti?? kostar það ekki 15 þúsund á mánuði? Eða ef ég vogaði mér nú á ball... eða jólahlaðborð??? Hvað gerði ég ef ég ætti ekki góða að? Og þessi mjög svo spaugilega upphæð er MEÐ barnabótum OG desemberuppbót! Þetta eru sko alveg örugglega með réttu nefndar AUMINGJABÆTUR!! Hananú, ég er nú ekki vön að tjá mig mikið um þetta, hef hingað til átt erfitt með að segja orðið "öryrki" upphátt. Þetta er eitthvað svo neikvætt og ömurlegt orð.
Ég fyrirgef þeim samt ogguponsupínu þegar ég sæki sprauturnar mínar nokkrum sinnum á ári, þær kosta vel yfir millu á ári, en ég borga auðvitað ekkert.

Læt fylgja mynd af pæjunni minni með hina pæjuna hana Lóu á hausnum, mjög skemmtileg mynd sem Valdi náði að smella af þeim. Lóa var ekki alveg sátt við hárgreiðsluna á Sibbunni minni og reyndi að kroppa hárið úr spönginni og laga það aðeins til :)


Set svo mynd af baðherberginu þegar ég er búin með það. Áætluð verklok 2012.....

Monday, November 12, 2007

Langt síðan ég bloggaði!! Voðalega er allir þolinmóðir hérna. Eða er kannski enginn hérna lengur?
Fór suður um daginn, "kuffti" mér píanó, og þar hef ég bara verið síðan :D ...með mígreni... puttarnir á fleygiferð náttúrulega, og gigtin mín beint upp í haus! En ég er að vona að það séu bara svona byrjunar örðuleikar, sem frekar geri mér gott þegar á heildina er litið, að fingraleikfimin losi um eitthvað af stirðleika. En ég hefði kannski átt að hugsa áður en ég gerði baðherbergið fokhelt hjá mér : /
Það var nebbla þannig að ég keypti lampa til að setja á vegginn yfir rúminu mínu, sem varð til þess að ég þurfti að taka niður spegilinn sem var þar, sem varð til þess að ég sannfærðist um það að hann kæmi mjög vel út inni á baðherbergi, sem varð svo til þess að ég reif allt niður af þeim veggjum og hóf að pússa niður allar flísaplöturnar þar inni með tilheyrandi látum og rykskýjum!!!! Þá dugar auðvitað ekki að skilja eftir gluggana ómálaða og loftið auðvitað líka!!! En ég sit þessa dagana bara við píanóið, alsæl, með húsið í rúst útaf einum lampa :) Það er ekkert skrýtið að maður sé "single" ég er snarklikk á köflum!!!

Annars allt í gúddí :D





Friday, October 26, 2007

Facebook fan

Ég hef bara engan tima í að blogga þessa dagana, því ég er límd við eitthvað sem heitir "facebook" og þar er manni sko haldið við efnið :) Þetta er einhver vinasíða sýnist mér, og ýmislegt skemmtilegt hægt að gera, ég er að fá send blóm og drykki og tek þátt í allsskyns prófum og eignast nýja vini! who needs a real life when you have a computer???

Erum loksins að ná loka mynd á heimilið í bili, herbergið hennar Sibbulibbu er orðið svakalega fínt, ég er bara eitthvað að vesenast með lamirnar á skápnum hennar, eitthvað af því var brotið, svo ég þurfti að kaupa nýjar, en þá eru þær ekki eins. Svo það þarf að grípa eitthvað af verkfærum og klúðra þessu almennilega :) Ég gat náttla ekki látið duga að rústa hennar herbergi, heldur réðist á þvottahúsið líka, tók hurðir af innréttingunni, pússaði, grunnaði og lakkaði hvítar. Spreyjaði svo ofnamálningu á ofninn í leiðinni..... og ef ég hætti ekki að mála allann við hvítan, kemur kellan í Lækjarsmára alveg snar og tekur af mér málningadótið og kærir mig til "Viðar-vinafélagsins"

Það er áætluð ferð í borgina 2. nóvember, Jói á afmæli á sunnudeginum og ég vildi leyfa honum að eiga afmælisdaginn hjá pabba og fá kannski pínu veislu líka. Við endum svo ferðina á tannlæknastofunni á mánudaginn áður en við komum aftur heim, það er víst komin tími á að kíkja á þau mál hjá krökkunum. NEI, ÉG FER EKKKKKKI!!! það þarf að draga mig á hárinu til tannlæknis, því miður. En þau þurfa ekkert að vita af því, ég hef blekkt þau alveg frá byrjun með því að tannlæknar eru æði!!! Límmiðaparadís og önnur glæsiverðlaun í hverri ferð!

Jæja, farin á facebook, Bjarney var að bíta mig áðan, hún skal sko þá bara fá í hausinn þessa plöntu sem hún sendi mér :D sendi henni svo bara einn bjór við hausverknum og allt verður í lagi!!

Thursday, October 18, 2007

Kæra dagbók

Ég er svoooooo þreytt. Var að klára herbergið hennar Sigurbjargar, sem var skærbleikt, en er nú í fallegum mildum grænum lit. Búin að bora upp nokkrar hillur og setja upp fyrir hana snyrtiaðstöðu með gylltum prinsessu spegli sem Auður amma hennar átti, og ljósaseríu í kringum spegilinn. Get ekki annað en dáðst að eigin verki :) þetta er mjög flott og dóttir mín alveg í skýjunum yfir þessu öllu. Lakkaði líka gluggann hvítan og fataskápinn í leiðinni.

Annars er heilsan bara nokkuð góð, ég held áfram á þessum sprautum. Þetta var þannig fyrst að ég þurfti að blanda lyfinu sjálf saman við eitthverja saltlausn held ég, en síðan var því breytt og sprautan kom bara tilbúin, og ekkert mál. En svo fékk ég nýja sendingu í vikunni og þá er þetta aftur komið í fyrra form og ég auðvitað búin að gleyma öllu ferlinu. Það reddaðist á endanum þegar fattarinn fór í gang.

Ég og Linda systir ákváðum að skella okkur í kór og fórum á þriðjudagskvöldið á fyrstu æfingu vetrarins hjá samkórnum Björk, sem ég held alveg örugglega að sé blandað af fólki úr sveitunum hér í kring, Blönduósi, Skagaströnd og ef ekki Sauðárkróki líka. Þetta var alveg rosalega gaman og yndislegt fólk sem bauð okkur velkomnar :) Mér persónulega líkaði strax vel við að það er greinilega vel farið í lögin, fínpússað og gagnrýnt uppbyggilega í stað þess að rúlla úr einu í annað. Okkur var svo boðið í heimahús á eftir þar sem við fengum að heyra upptökur af lögum sem verið er að safna á geisladisk. Vel heppnað kvöld og ætlum sko hiklaust að halda áfram að mæta! Það er svo allt önnur saga hvernig börnin mín tóku í það að mamman ætlaði bara að rjúka út úr húsi þegar komið er kvöld!!! Hávær mótmæli, og ekki að ræða að fá einhverja barnapíu til að passa!! Ég hef nefnilega nánast aldrei farið frá þeim á kvöldin og þau örsjaldan verið í pössun hjá nokkrum nema ömmu og afa. Það kom þó annað hljóð í skrokkinn þegar ég sagði þeim að barnapían kæmist ekki og Andrea frænka (dóttir Lindu systur) ætlaði að sitja hjá þeim í staðin. Þeim finnst hún æðisleg, svo þau voru öruggari einhvernveginn, en ekkert voða góð að fara að sofa frétti ég :/

Ég talaði aðeins við skólastýruna okkar hérna og bauð mig fram í sjálfboðavinnu svona öðru hvoru svo langt sem heilsan nær. Ég get litið eftir krökkunum í gæslunni eftir skóla ef þarf og svona eitthvað sem til fellur nokkra klukkutíma í mánuði kannski. Stundum er ég bara mjög hress í nokkurn tíma, en daglega vinnu get ég bara ekki stundað, það tekur mig alveg 3 klukkutíma að komast í gang á morgnana.

Það er mikill spenningur hérna hjá okkur núna, hún Lóa páfagaukurinn okkar er að verpa eggjum og það eru komin tvö egg eins og er, en ég er að lesa mér til og má víst búast við 3-4 eggjum og allt upp í 6-7 jafnvel. Það líða ca. tveir dagar á milli þess sem eggin koma, svo ég fylgist vel með. Kallinn hennar, hann Spói sinnir svo kellunni sinni á meðan hún situr á eggjunum og færir henni mat þegar líða tekur að útungun. En hún gargar stundum á hann alveg brjáluð ef hann stingur hausnum inn í varpkassann þegar illa liggur á henni :D Bara alveg eins og hjá okkur mannfólkinu, hahaha :D Hann læðist í kringum hana og passar að vera ekki fyrir!

well well, farin í ullarsokkana góðu og upp í rúm með saumadótið.

gúd næt

Tuesday, October 09, 2007

Fyrsti snjórinn!







Krakkarnir voru hjá pabba sínum um helgina og urðu heldur betur hissa þegar þau komu heim í veturinn. Það var nú ekki mikið eftir af fyrsta snjónum, en Sigurbjörg lét það nú ekki stoppa sig í hnoða í tvo vini :D Annar þeirra meira að segja á hjólabretti, en við köllum það snjóbretti í smá tíma.


Alltaf svo gott að fá þau heim aftur. Lífið kemst aftur í réttar skorður og ég get aftur farið að tuða og nöldra yfir ónauðsynlegum hlutum. Hí hí :) Eins mikið og við þráum að fá hvíld frá þeim öðru hvoru, að þá getum við bara ekki án þeirra verið heldur.






Thursday, October 04, 2007

Ein í viðbót! Þetta er svo gaman :)

I'm a singular troop in the toy war machine,
a miniscule fighter with skin molded green!!

Koma svo, dusta af enskunni, þessi er létt!

Wednesday, October 03, 2007

Gáta :)

Upon a branch I'm perched by claw, with feathers red and squawking maw

Thursday, September 27, 2007

Krílin mín

Átti stutt samtal við Jóa í bílnum í gær, datt í hug að spyrja hvað hann langaði að fá í afmælisgjöf.

Ég: -Jói minn, nú átt þú bráðum afmæli :) hvað langar þig að fá í afmælisgjöf?

Jói: -hmmm..... get ég fengið kveikjara?

Ég: - KVEIKJARA?? Ertu snar? auðvitað máttu ekki fá kveikjara, það gæti orðið bara mjög hættulegt.

Jói: - Get ég þá fengið handsprengju?

Ég: -WHAT?? HVAÐ Í...??? Jói minn, ég er að tala um eitthvað dót, föt, bækur og svoleiðis!!

Jói: - já, ók þá, ég skal hugsa málið.

Hitt krílið mitt er greinilega á viðkvæmum aldri núna, og með einhverjar hugmyndir um það að hún eigi að líta út eins og Britney Spears... þið vitið... "pretty girl britney".
Það hefur gengið á ýmsu í þeim málum, kvartað yfir að vera ekki svona og svona, og að vera ekki eins og hinar stelpurnar með hitt og þetta. Ég styð hana alltaf í svona málum upp að vissu marki auðvitað. En þetta var farið að ganga, fannst mér of langt í vissu málefni (fer ekkert í smáatriðin hérna)

Svo að ég ákvað að setjast niður með dóttur minni fyrir framan tölvuna í gærkvöldi eftir að Jói fór að sofa. Nýtti mér tæknina, og "googlaði" myndir af börnum um allan heim, sem ekki eru jafn lánsöm og hún sjálf. Það má kannski deila um þessa leið mína til að opna augu hennar fyrir þjáningum annarra, en ég vonaðist til að hennar vandamál ( vildi þó alls ekki gera lítið úr því að við höfum áhyggjur af svona hlutum sem börn) yrði kannski ekki eins stórt eftir þessa kennslustund :)
Það hafði tilætluð áhrif, og endaði samtalið á þeim hugleiðingum hvað við gætum gert til að hjálpa greyið börnunum sem eru svona lasin og þeim sem eiga hvergi heima og eiga enga mömmu og pabba. Hún fór að sofa nokkuð sátt held ég, allavega þakklát fyrir að eiga foreldra öruggt skjól og rúm til að sofa í!! Greinilega djúpt hugsi stelpugreyið þegar hún tölti inn í rúm. Sjáum hvað kemur úr þessu.

Annars er lítið að gerast hérna, er að fara út í skóla á eftir að skoða sýningu á því sem þau hafa verið að gera í hannyrðum, smíðum, heimilisfræði og myndmennt svona í fyrstu lotu. Breytt fyrirkomulag frá því í fyrra, þar sem þá var aðeins ein sýning að vori. En ætla fyrst að sitja einn píanótíma hjá henni og sjá hvernig gengur.

Friday, September 21, 2007

Innipúkar í dag

Það er frí í skólanum í dag og svona ekta inniveður (rok og rigning).
Sonur minn segist ákveðin í að "snerta" ekki rokið í allann dag!! Við finnum okkur eitthvað að dunda við... td. heimanámið :D haha, ekkert voðalega fyndin uppástunga fannst þeim. Annars voru svona rokdagar bara spennandi í gamla daga. Þá klæddi maður sig bara í svartan ruslapoka og hljóp út... og náði að stoppa á næsta grindverki !

Sigurbjörg kom með fyrstu verkefnablöðin heim úr píanónáminu í gær, og henni þykir þetta mjög spennandi :) vonum að það haldist þannig. Ég er allavega það spennt að ég dreymi píanó nokkrum sinnum í viku. En ég ætla að kíkja eftir tónfræðiverkefnum á netinu fyrir hana, það hlýtur að vera eitthvað þarna sem ég get hjálpað henni með.

Ég sit föst á kvöldin í leik sem heitir "cradle of rome" er að klára hann í 5. skiptið.... spurning um að finna sér nýjan leik.... eða eitthvað annað uppbyggilegra að gera? Ég gæti sest niður og klárað að prjóna þessa blessuðu peysu sem ég er búin að rekja upp þrisvar!!

Fórum í afmælisveislu til Arons frænda í gær. Um hálffjögur hringdi ég í þau til að spyrja hvenær við áttum að koma, hafði eitthvað skolast til mætingin. Bjössi svarar og spyr: -Inga, við erum hér... hvar ert þú?? Ég missti mig úr hlátri og hló alla leiðina.

Jói er komin hérna til að tilkynna mér að ég sé alveg örugglega búin með tölvutímann minn í dag! Hann fær nefnilega bara klukkutíma á dag, svo það er vel fylgst með okkur hinum líka.

Góða helgi

Tuesday, September 11, 2007

Enn ein Reykjavíkurferðin

Ákvað að skella mér suður með börnin yfir helgina, fórum á föstudag eftir skóla og tókum okkur bara góðan tíma í ferðina, hlustuðum á músík og upplestur úr bókum á leiðinni. Sigurbjörg er orðin svo dugleg að lesa, svo við fengum að heyra allt um Einar Áskel á leiðinni :D
Um kvöldið settumst við svo öll niður og horfðum á upptökur af krökkunum frá fæðingu og upp úr. Þvílíku krúttin, og rosalega var gaman að spjalla og rifja upp minningarnar. Á laugardeginum hitti ég svo Bjarney í mýflugumynd eiginlega, en náðum að rúlla í gegnum garðheima og kíkja á kaffihús í hádeginu. Mjög næs. Kellingin í afgreiðslunni spurði okkur hvar við ætluðum að sitja, og ég svaraði strax : einhversstaðar á reyklausu svæði !!! :) algjör sveitalúði, auðvitað er allt orðið reyklaust í dag, dööö!!!

Síðan fórum við Sigurpáll með krakkana í bíltúr til keflavíkur á nýja bílnum hans. Krakkarnir sátu afturí með sitthvort heyrnatólið og horfðu á dvd mynd á sitthvorum skjánum beint fyrir framan sig! Það sem pabbinn dekrar ekki við krílin sín :D
Kíktum á Helgu og Stulla í smástund og fórum svo í leiðinni til baka aðeins í Grindavík þar sem Stulli var að keppa í einhverri sterkra-manna-keppni.

Ég fékk svo auðvitað að sofa út á sunnudeginum ;) það er að sjálfsögðu dekrað við mig líka! Alltaf líður manni eins og..... hvað segir maður... "blómi í eggi" ..."unga í hreiðri" ..."barni í bleyju".... æ þið vitið... mig langar allavega aldrei að fara :)
Hún Helga gerði sér svo lítið fyrir og brunaði í bæinn til að strolla aðeins í kringluna með mér. En eftir smátíma var ég farin að haltra ískyggilega mikið og orðin eins og illa prentaður bæklingur, svo ég varð eiginlega að stytta þá ferð aðeins, fór og lagði mig í tvo tíma og treysti mér ekki til að keyra heim þann daginn, svo við gistum auka nótt, sem var auðvitað bara frábært, horfðum bara á fleiri video upptökur af gríslingunum og höfðum það gott.
Fórum svo heim á mánudeginum, pabbinn hitti okkur á kaffihúsi og bauð okkur í hádegismat, skaust úr vinnunni til að geta kvatt börnin. Við keyrðum svo heim í grenjandi rigningu.

Ég náði loksins á gigtarlækni í dag, er aðeins búin að rembast við það í tvær vikur eða svo. Er byrjuð aftur á sprautunum og sé fram á bjartari daga. Þetta var ekki orðið sniðugt lengur, ég get orðið ekki hreyft á mér höfuðið á nóttunni og vakna við hverja hreyfingu. Og að komast framúr á morgnana er bara ekki möguleiki nema að taka nokkrar verkjatöflur tveim tímum áður. En Sigurbjörg mín er svo dugleg að hún getur orðið hjálpað til við morgunmatinn og svona smáhluti sem mig munar svo um þegar dagarnir eru svona.
Jæja, Linda systir hringdi í mig rétt áðan og gjörsamlega geispaði mig í kaf, ég held í tölti bara í bólið, þetta er þvílíkt smitandi, ég var svo innilega farin að geispa í kór með henni, ha ha ha :D

bleble

Tuesday, August 28, 2007

Skrýtið

Það er einhver að hrjóta hérna í húsinu!! Búin að tékka á börnunum, og ekki er það ég!!! (prufa samt að klípa mig aðeins) ..neibb, ég get ekki fundið út hvaðan þetta kemur. En hvað sem það er, þá líður því allavega mjög vel hérna :/ ...næs.... held ég kveiki á sjónvarpinu aðeins áður en ég fer að sofa...

Saturday, August 25, 2007

sumar í rénum


eða segir maður það ekki annars? Hljómar svo viskumannalega :)


Get ekki annað en bloggað aðeins, virðist sem sumir séu að koma reglulega og tékka á nýjum færslum hérna :D hahaha, fór að skellihlæja yfir síðasta kommentinu, þar sem mér er tjáð númer hvað viðkomandi hafi verið :D Verð bara að segja að þetta ýtir nú aðeins við manni, svínvirkar alveg.


Skólinn er byrjaður og þessi yndislega rútína komin á aftur, úff þetta er alveg dásamlegt þó ekki nema sé til hádegis! En þau virðast einhvernvegin sjálf verða rólegri og sáttari við að hafa fastari reglur þessi börn. Hef svo aðeins verið að spá í tónlistarnámi fyrir þau. Mín skoðun er sú að það eigi að vera skyldunám á einhverju stigi að þau velji sér hljóðfæri til að kynnast og læra á. Þau eru nú í 2. og 3. bekk. En á sama tíma er ég líka að spá í hvernig það hefði virkað á mig þegar ég var krakki. Ég fékk þetta tækifæri til að læra á hljóðfæri ekki fyrr en ég var orðin 12 ára og þá var ég mjög tilbúin til að læra og fannst þetta mjög spennandi. Ekki viss hvort það virkar eins vel að ýta þeim útí svona. En er það ekki hluti af því að vera foreldri? þrýsta á þau og hvetja þau áfram? Ég veit það fyrir víst að börnin mín hafa tónlistina í sér, hvenær sem það svosem kemur fram og hvort sem þau svo nýti sér það seinna meir að einhverju leyti. Kannski er ég bara miklu spenntari yfir þessu en þau :D


En í mínu tilfelli var þetta svo spennandi líka af því að ég fékk að fara í tónlistarskólann um leið og besta vinkona mín, mamma hennar og pabbi sáu tónlistaráhugann í mér og buðu mér að fara líka. Enda vorum við Bjarney orðnar eins og systur :) alltaf saman, og mér leið alltaf svo vel heima hjá þeim. Jafnvel þó hún ætti ÞRJÁ bræður!!! Aumingja þeir, að þurfa að hlusta á tvo nýgræðinga glamra tónstiga og annað skemmtilegt á píanóið hálfan daginn!!


Jæja kannski nóg komið af upprifjunum í þetta skiptið, ég gæti samt alveg skrifað bók um allt sem gerst hefur í mínu lífi. En það sem stendur upp úr að mínu leyti til er allt þetta góða fólk sem verður á vegi manns og kemur til hjálpar þegar mest þarf á að halda. Vona svo innilega að ég fái tækifæri til að vera einhverjum einhverntíma þessi góða manneskja :)


Eru ekki allir farnir að væla?? Ætli ég þyrfti nokkuð rithöfund fyrir þessa bók... ég gæti skrifað allt vælið bara alveg sjálf .


Krakkarnir voru að ryðjast inn úr dyrunum rétt í þessu, með fullan poka af nammi og heimta að horfa á "spy kids" með öllu gúmmilaðinu, ég verð víst að standa mig í stykkinu og skella myndinni í tækið.
myndin að ofan er að sjálfsögðu af okkur Bjarney á þessum tíma sem ég skrifa hér um. Algjörar samlokur :D

Thursday, August 16, 2007

Bæjarferð

Er að henda í tösku og svo rokin í bæinn. Ætla að koma heim á sunnudag aftur með krakkana, sem eru hjá pabba sínum núna. En heilsa fyrst upp á nokkra lækna og fara svo á djammið bara :D

Skólinn hérna er settur á mánudag víst svo það er allt að fara í gang. Alveg líður tíminn ótrúlega hratt... á gervihnattaöld... ho ho ho, pínu fyndin líka svona rétt áður en ég skelli í lás :D

síjúvennægetbek

Thursday, August 02, 2007

VÁ 6000 heimsóknir :)

Ekkert smá gaman :D

Tóta systir er að koma heim líka, ekkert smá gaman!!

Búin að punta hundinn hennar alveg extra geðveikt mikið svo hún taki ekki eftir blóminu sem ég gleymdi að vökva :/ Þetta er tómatplanta... ég keypti handa henni banana í staðin....híhí :D

Takk fyrir allar heimsóknirnar á síðuna mína, ég held áfram að vera dugleg að skrifa. Það er ekki eins og ég sé upptekin við að þrífa... trallalla... dauðu flugurnar í gluggakistunum hjá mér eru við það að rísa upp frá dauðum og skríða sjálfar inní ryksuguna af pjúra hneykslun!!!

Wednesday, August 01, 2007

Akureyri í dag

Ákvað kl. 7 í morgun að bjóða krökkunum í dagsferð til Akureyrar og dekra aðeins við okkur :) um 8 leytið var ég orðin svo spennt að ég gat ekki meir og vakti þau til að segja þeim frá þessari svakalegu uppástungu!!
Tókum ömmu gömlu með og vorum lögð af stað um kl.10. Jói spurði mig síðan nokkrum mínútum seinna hvort við værum ekki að verða komin :D alveg dásamlegur!
Fórum með þá gömlu í gleraugnaverslun því hún sá ekki glóru.... ég var búin að senda og lesa fyrir hana nokkur sms til dæmis... hehe :)
Svo fórum við í BT og keyptum okkur playstation gítarleikinn "gitar heroes" ég er gjörsamlega kolfallin og geðveikur gítarleikari.... greyið Jói :/ ...mamma plííís má ég núna prufa....
Sigurbjörg fékk "singstar" hún á eftir að verða góð, og ég er svo stolt þegar ég ligg með eyrað upp að hurðinni hjá henni þegar hún er að syngja og hlusta á músík, hún er greinilega að erfa tónlistargenin frá gamla settinu.
Svo var það Bónus náttla, þar setti ég mig í hollustugírinn og labbaði framhjá öllu kex og nammi draslinu sem virðist vera í ÖLLUM hillum þegar maður reynir að sjá það ekki!! Þefaði uppi starfsmann og spurði: HVAR geymiði haframjölið eiginlega??? Já, nýja mottóið er að hugsa innanfrá ef þið skiljið... þetta á ekki bara að snúast um lúkkið, ég þarf eiginlega líka að fá að lifa aðeins lengur....svo er líka alveg hrikalega neyðarlegt að fara út að hjóla með syni mínum... MAMMA MAMMA, það er ekkert loft í dekkinu hjá þér!! -En það er allt í lagi mamma, þú ert bara pínu feit!! Ó god, mig langaði að hjóla útí næsta skurð.
Við komum semsagt heim um kvöldmatarleytið, dauðþreytt og með pínu samviskubit yfir eyðslunni, við keyptum okkur nebbla tvo fugla líka, þau eru opinberlega kærustupar og fengu nöfnin Lóa og Spói. Mín hugmynd féll ekki í kramið (Lóa og Finnbogi) mamma truflaðist úr hlátri og Sigurbjörgu fannst "Finnbogi" ekkert mjög grípandi nafn á fugl!

sjúddirarirei

Friday, July 27, 2007

Ferðasagan!!
















Veit eiginlega ekki hvernig ég á að byrja að segja frá þessu ótrúlega óvænta sumarfríi. Ég átti pantaðan tíma hjá lækni fyrir sunnan á mánudegi, og ætlaði bara að vera fyrir sunnan yfir helgina og leyfa krökkunum að vera hjá pabba sínum á meðan.

Sigurpáll hringir í mig á fimmtudagskvöldinu og spyr hvort ég geti fært þennann læknatíma. Ég ranghvolfdi augunum og hugsaði "ooo hvaða vesen er núna..." hélt að hann gæti ekki haft börnin og ég þyrfti að fresta öllu draslinu. En NEI! Hann spyr mig hvort vegabréfið mitt sé í lagi! ....jaaaá, sagði ég og varð hálfskrýtin. -Hva, af hverju spyrðu?? -Ja, ég var að hugsa um að bjóða þér og börnunum með mér til Grikklands í viku og við förum á laugardaginn!! .....Lööööööönnnnnnng þögn.......öö... ha? -Ætlarðu að bjóða MÉR líka?? Ég var bara ekki að ná þessu :D ha ha ha!! Ég snerist í hringi í nokkra klukkutíma, vissi ekki hvar ég átti að byrja... hringdi í Þórunni systur sem sagði bara "what?" og "díses kræst" í nokkrar mínútur :D hehe, þetta var allt hálf skondið og skrýtið, en þvílík gleði og spenningur!! Krakkarnir spurðu mig svo hvort Grikkland væri lengra en útlönd? -Ha? Grikkland ER útlönd krakkar mínir :) -nei mamma sagði Jói, Mallorca er útlönd! Þar hafiði það!!

Við skutluðum nokkrum flíkum í tösku á meðan ég reyndi að ná blóðþrýstingnum niður og síðan settist ég niður og googlaði inn Rhodos svona rétt til að tékka á því hvert við værum að fara og hvað væri skemmtilegt að sjá þarna.


Við lögðum svo snemma af stað suður, og þar tók Sigurpáll krakkana en Auður tók við mér, teymdi mig inn í fatabúð og dressaði mig upp fyrir ferðina :D Rétti mér síðan fullan pokann af fötunum og sagði -til hamingju með afmælið um daginn Inga mín! Díses kræst!!! Ég var líka rosa sumarleg og fín allan tímann :D

Við fórum svo í loftið um 7 næsta morgun og þetta var um 6 klukkutíma flug. Það er skemmst frá því að segja að alla vikuna leið mér eins og prinsessu, þurfti aldrei að hugsa um neitt né hafa áhyggjur af neinu, Sigurbjörg og Jói voru meira og minna ofaní í sundlauginni og voru alveg alsæl! Það er sko mjög auðvelt að venjast því að láta dekra svona við sig á hverjum degi. Ég tók ekki gigtarlyfin með mér og var orðin bara ansi góð eftir nokkra daga í hitanum þrátt fyrir það.


Sigurpáll var alltaf fyrstur á fætur og var alltaf búin að redda öllu sem þurfti að redda. Fór út kl. 8 á morgnana og tók frá sólbekki fyrir okkur eða var búin að leigja bíl svo við gætum keyrt um og skoðað eyjuna. Ég tók að mér í þeirri ferð að vera einn glataðasti kortalesari allra tíma :/ misstum af einhverjum beygjum og svona... eheh.... en við náðum samt að stoppa við á einni fallegustu strönd sem ég hef séð. Sigurpáll fór með Jóa á hjólabát og Sigurbjörg byggði fallegan sandkastala á meðan ég lá á sólbekk og horfði upp á hæðina á rosalega fallegan alvöru kastala, ekki slæmt útsýni út um einhverja stofugluggana í þessu þorpinu :) "Lindos beach" er nafnið á ströndinni

Svo var farið í vatnagarð, go-cart og jet-ski fyrir ofurhugana, en ég lék drottningu á sólbekk og las bók á meðan :)

Restina af ferðinni lágum við í leti á æðislegu hóteli og nutum þess að vera saman sem lítil fjölskylda og gefa börnunum okkar þessar dásamlegu minningar.

Það eitt að heyra þau segja frá sumarfíinu sínu með mömmu OG pabba er mér alveg ofboðslega dýrmætt :')

Svo var alltaf pínu fyndið að sjá svipinn á íslendingunum þarna úti þegar við vorum spurð hvar við byggjum. Ég bý á Skagaströnd sagði ég, og hann í Reykjavík! hí hí :D -nú...ó.....já.... eruði ekki....?..jájá...ókei... vá..æðislegt!
jessjess, segi þetta gott af ferðasögunni í bili, set líka einhverjar myndir með!
góða nótt














































Saturday, June 30, 2007

Sjáðu Inga Jóna, HOHO!!!


Já. ég stóð sko SVONA nálægt honum :D og er enn á lífi!! Heyrðu, það er ekki allt búið enn... ég nebbla klappaði honum á nebbann líka :)
Fórum í dag með krakkana og hundana í Kálfshamarsvík rétt utan við bæinn, átti auðvitað að vera rosa næs, nesti handa krökkunum og svona og veðrið æðislegt. En ekki fer alltaf allt eftir áætlun.... Mikki át einhvern kindakúk eða einhvern álíka góðan áburð og ældi hvað eftir annað eins nálægt okkur og hann gat, svo var pínu vindur þannig að við þurftum að draga borðið sem var þarna í skjól, og skjólið var upp við kamarinn (mjög svo lystaukandi þegar nestið var borðað), Sigurbjörg endaði svo á að sitja inn í bíl því henni var kalt í stutta kjólnum sínum og Jói með lekandi hor í rauðu peysunni hennar Sigurbjargar!! Ha ha ha :D
Svo ofan á allt saman þá festi ég bílinn í grjótsúpu á leiðinni til baka!! HVAÐ ER MÁLIÐ MEÐ ÞENNAN BÍL?? Ég reyndi eins og ég gat, lá hálf undir bílfjandanum að sópa steinum undan og frá dekkjunum. Þetta gekk svona í 10 mínútur eða svo, en þá kemur riddarinn á bláum jeppa og bjargar "the damsel in destress" Hann hafði víst komið auga á afturendann á mér úr mílufjarlægð þar sem hann var eitt af því fáa sem ekki komst bókstaflega undir bílinn.
Þannig aaaaað, eftir hálft glas af verkatöflum get ég nú labbað aftur.
bestu kveðjur af dramavegi 7 :D
ps. Kiddý mín, næst skal ég taka mynd af mumu, bara fyrir þig ;)

Thursday, June 28, 2007

Enn einn gullmolinn

Hann Jói hefur verið að vakna aðeins á kvöldin, er kvefaður svo það er kannski ekkert óeðlilegt. En þriðja eða fjórða kvöldið kemur hann fram nuddandi augun og úrvinda af þreytu, svo ég andvarpa eitthvað og segi við hann: Ertu komin enn einu sinni fram?
Hann hlammaði sér í fangið á mér og sagði: Já, af því að þú ert svo sæt, þannig get ég ekki sofið!!

Mamman gjörsamlega bráðnaði :')

Monday, June 18, 2007

djöfulsins andskotans bíldruslugarmur!!!

Já, þetta ætlar engan endi að taka. Keyrði upp á heiði á móti Sigurpáli með börnin, sem gekk mjög vel. Leiðin til baka varð aðeins meira ævintýri þó.
Ég átti ca. 20mín eftir á Blönduós þegar hitamælirinn á bílnum rauk í botn og með tilheyrandi pípi og látum tilkynnti bíllinn mér að STOPPA!! Ég reyndi eitthvað að þrjóskast áfram (big mistake) en endaði með því að renna niður að næsta bóndabæ, rölta upp að dyrum og biðja um hjálp. Bað hann reyndar bara um vatn á brúsa en hann var nú ekki á því afhenda það bara sisona án þess að kíkja á bílinn sem stóð í gufustróki. Kallgreyið stóð síðan næstu tíu mínútur með höfuðið ofaní húddinu á meðan ég hélt fyrirlestur á ensku beint upp úr service manual skoda!! Hann hafði svo innilega ekki græna glóru um hvað ég var að þylja upp þarna, en mér tókst þó að finna hvar átti að sturta vatninu og einhverja slöngu sem hafði losnað frá. Hann náði síðan í töng til að geta fest slönguna á sinn stað aftur. Ég er semsagt á leiðinni á krókinn á morgun og ætla að henda bílnum í andlitið á verkstæðisliðinu aftur, þetta er auðvitað bara pjúra lélegur frágangur eftir vélaskiptin um daginn.

Kiddý vinkona er að koma til mín á morgun, það var svo gaman hjá okkur síðast ;) ...ehemm.... sjómannaballið verður lengi í minnum haft... eða eigum við að segja "eftir" ballið öllu heldur.... við Kiddý lærðum allavega okkar lexíu og hlæjum að þessu öllu saman :D
Ætlum að liggja í leti útí garði og drekka bjór og njóta þess að vera barnlausar í nokkra daga.

Sunday, June 10, 2007

ekkert spes

Lítið að frétta núna, þetta rúllar bara eins og vanalega og dagarnir eiga það til að renna saman hjá mér eftir að krakkarnir fóru í frí. Ég ætlaði til dæmis útí búð rétt fyrir sex í gær, áttaði mig bara ekki á því að það væri helgi :)

Er dáltið tvístígandi varðandi hundinn okkar, okkur þykir mjög vænt um hann, en hann er bara svo taugaveiklaður eitthvað greyið og mannfælinn að það er bara ekkert grín að fá gesti lengur, og hann geltir á allt sem hreyfist.... og stundum líka ef það hreyfist ekki...
voðalega leiðinlegt þegar heimilislífið stjórnast af svona veseni.

Veðrið er fínt, mjög hlýtt en ekki mikil sól eins og er.
Stóð í þvottavinnu í gær og hengdi útá snúru meira að segja :D er pínu fúl útí þessa orkusölu fyrir 45 þúsund króna viðbótareikninginn sem þeir sendu mér um daginn, svo þvotturinn fer útá snúru í sumar!!! Aldrei hef ég pælt í orkusparnaði áður svo öll góð ráð eru vel þegin :)

Jói á allt í einu slatta af fötum, það hringdi í mig um daginn kona sem ég vann hjá í dáltinn tíma og bauðst til að senda mér föt af stráknum sínum, sem hún hefur reyndar gert áður. Það var alveg yndislegt að heyra í þér Sæunn, og þakka þér fyrir að hugsa til mín, fötin passa öll og eru rosa flott!

Wednesday, June 06, 2007

Fleiri gestir

Jæja, hendum þessari leiðindafærslu aðeins niður.
Það er ekki leiðinlegt hjá okkur þessa daganna, vinir að sunnan streyma til okkar og það er bara æðislegt.

Kíktum á Blönduós í dag á þennan "frábæra" dvd/cd markað.... fannst eiginlega auglýsinga snepillinn frá þeim veglegri en úrvalið þarna.
Kíktum svo í kántrýbæ í pizzuveislu um kvöldmatarleytið.

Ætla að fara snemma í rúmið og kíkja í bókina sem ég er að lesa (viltu vinna miljarð heitir hún)
hrikalega skemmtileg bók.

gúdnæt

Sunday, June 03, 2007

Að gefnu tilefni...

vil ég að það komi hér skýrt fram að lyfið sem ég sprauta mig með tvisvar í viku er EKKI dóp!!
Þetta lyf heitir Enbrel og er gefið við psoriasis liðagigt þegar aðrar meðferðir hafa ekki virkað.

Ég tek ekki þunglyndislyf og er ekki eins sumir orða "þunglyndissjúklingur" þó svo að mín veikindi síðustu 2 ár hafi vissulega sett sitt mark á mitt daglega líf.

Thursday, May 31, 2007

jibbííí GESTIR!!!


Það verður úber gaman hjá okkur um helgina, vinkona mín og allra tíma stuðbolti hefur ákveðið að heimsækja sveitapakkið. Og ekki versnaði það nú þegar hún frétti hvaða helgi þetta er... þá komu setningar eins og "málum bæinn rauðan" og fleira í þeim dúr. Hún er nebbla sinlge eins ég, þannig að ég gæti kannski bent henni á nokkra myndarlega fjósakalla :D ha ha ha!!!


Sigurbjörg er ekki að höndla biðina mjög vel, en það breyttist þegar mæðgurnar ákváðu að leggja af stað snemma í fyrramálið. Þetta verður bara svakalega gaman, við höfum ekki hist lengi svo það verður mikið blaðrað og hlegið. Held ég nái mér bara í baileys flösku á morgun ;)


Hérna er liðið bara nokkuð hraust, Sigurbjörg er reyndar með ljótan hósta ennþá, en hún er búin að vera með hita í marga daga.

Sú gamla bara komin á rítalín. fékk staðfest það sem mig hafði grunað lengi, ég er með athyglisbrest og eitthvað annað sem ég man ekki hvað heitir. Finn mikinn mun og er allt önnur og í góðu jafnvægi. Líkaminn fylgir mér bara ekki eftir, því miður, svo ég þarf að passa mig að gera ekki of mikið því ég fæ það sko borgað til baka. Get ekki hjá því komist að öfunda þær pínulítið hérna sem eiga menn sem slá grasið, klippa runna, taka til í skúrnum og sona.... en það er bara stundum :D hí hí.


Róra mín, þú þarft að fara að panta pláss hérna, það er allt að fyllast fyrir sumarið. Ég er vinsælt gistihús og fyrsta flokks skemmtikraftur you know!!
ps. hef ekki fengið staðfest hvort folinn hér fyrir ofan sé fjósakall, en við látum okkur bara dreyma ;)




Monday, May 28, 2007

ÞÓRUNN ! ! ! ! !

DRULL JORSELV TO BLOGG

Sunday, May 27, 2007

Home alone!


Já, það er rólegt hjá mér núna, börnin hjá pabba sínum eitthvað fram yfir helgina og ég bara að dunda aðeins í garðinum. Stráði einhverjum graskornum svæðið, hafði samt ekki hugmynd um hvað ég var að gera.... ímyndaði mér bara að ég væri að gefa hænunum... :D hí hí hí.

Gat samt ekki slegið allann garðinn, þetta blessaða trampólín er ekki fyrir gigtveika að færa til... aðeins þyngra en ég hélt.



Annars hitti ég nú tilvonandi eiginmann minn fyrir stuttu. Ofboðslega myndarlegur, ljóshærður og góðlegur maður..... en því miður var það bara draumur.. :( en hver veit... hann er kannski þarna einhversstaðar að bíða eftir mér :D horfi bara á herra latino hérna fyrir ofan þangað til ;)



það er svakalega gaman hjá okkur systrum í blómaræktuninni, þvílík keppni í gangi hérna!!

he he.. Þórunn komin með papriku á tréð hjá sér, og ég er með stækkunarglerið á tómatplöntunni minni. ÉG SKAL VERÐA Á UNDAN MEÐ TÓMATANA!!!!



ingagræna






Wednesday, May 16, 2007

Trampólínið okkar!











Er eiginlega með samviskubit, ætti að vera að borga þessu leikfangi barnapíulaun :D


Og þau eru gjörsamlega óþreytandi í þessu hoppi. Gaman að sjá líka hvað hugmyndaflugið fær að njóta sín hjá krökkunum, þau eru nebbla búin að búa til ótal leiki í kringum þetta líka og skemmta sér svakalega vel!




Tók nokkrar myndir af þeim í dag, þetta eru Sigurbjörg og tveir vinir úr skólanum, Palli og Birkir. Ég lofaði þeim að setja inn hérna svo þeir gætu sýnt mömmu og pabba líka.



Annars bara rólegt hérna hjá mér, gleymdi mér reyndar í gærkvöldi yfir tölvunni og fór ekki að sofa fyrr en um 3 í nótt!!! .....ehemm.... var að uppgötva nýjan leik og gat ekki hætt. Þetta er "rollercoaster tycoon" svipað dæmi og "sims" stórhættulegt að byrja á svona dóti. fékk nettan móral uppúr miðnætti reyndar og þreif baðherbergið :D ha ha ha!
Róra, EKKI BYRJA Á ÞESSUM LEIK!! (en ef þú stenst ekki freistinguna þá veit ég hvar þú finnur hann allann)
Gúbbæ

Wednesday, May 02, 2007

Allir að vera með!!

1. Miðnafnið þitt:
2. Aldur:
3. Single or Taken:
4. Uppáhalds bíómynd:
5. Uppáhalds lag:
6. Uppáhaldshljómsveit:
7. Dirty or Clean:
8. Tattoo eða göt:
9. Þekkjumst við persónulega?
10. Hver er tilgangurinn með lífinu?
11. Myndiru bakka mig upp í slagsmálum?
12. Myndiru þaga yfir leyndarmáli ef það skipti mig máli?
13. Besta minningin þín um okkur?
14. Myndir þú gefa mér nýra?
15. Segðu eitthvað skrýtið um þig:
16. Myndir þú hugsa um mig ef ég væri veik/ur?
17. Getum við hist og bakað köku?
18. Hefuru heyrt kjaftasögu um mig nýlega?
19. Talaru eða hefuru talað illa um mig?
20. Finnst þér ég góð manneskja?
21. Myndir þú kerya með mér hringinn í kringum landið?
22. Finnst þér ég aðlaðandi?
23. Hverju myndiru vilja breyta í mínu fari?
24. Í hverju sefuru?
25. Kæmiru í heimsókn af tilefnislausu, bara til að chilla?
26. Myndir þú koma á stefnumót ef ég myndi bjóða þér?
27. Ef ég ætti einn dag ólifaðann, hvað myndum við gera?
28. Ætlaru að setja þetta á þína síðu svo ég geti fyllt þetta út?

Sunday, April 29, 2007

Frú Steinunn!







hæ Steinunn :)



meiri blómaráð takk! Eða grasaráð öllu heldur. Mig langar svo að vita hvað og hvenær ég á að gera eitthvað við grasflötinn hjá mér, langar að halda þessu góðu, það er kominn nebbla mosavesen hér og þar.






Veðrið er geðveikt og við bara erum bara öll úti að hreinsa beð, þvo bílinn, hjóla og leika :)






Steinunn, ég set með hérna mynd af paprikutré sem er orðið ansi fallegt, og svo kaktusinn sem þú gafst mér fyrir 8 árum :D






Wednesday, April 25, 2007

sumar á ströndinni!!




Jú, þar kom að því, hitinn fór yfir 10 gráður, og göturnar fyllast af krökkum að hjóla og leika :)


...en það þýðir auðvitað líka að flugurnar eru að vakna. Dísús, það er varla hægt að fara inní þvottahúsið hjá mér fyrir sveimandi skordýrum, þurfti að loka glugganum í gær, spreyja og fara svo inn hálftíma seinna og ryksjúga upp líkin. Æi maður lætur sig nú hafa ýmislegt fyrir góða veðrið :)


Við systur erum komnar á fleygiferð í inniblómarækt, og þetta er SVO GAMAN!!! Það má eiginlega segja að við séum með nefið ofan í moldinni og bíðum eftir að eitthvað gægist upp... ha ha ha :D pínu skondið þegar maður fær svona svakalegan áhuga, hún Steinunn mín hefði nú ábyggilega doltið gaman af því að vera hérna og hlæja að okkur öðru hvoru.




Hér hefur heimilið verið í algjörri steik í nokkrar vikur, en vel þess virði þar sem nú eru komnar nýjar og flottar flísar á þvottahúsið, búrið og geymsluna, þar sem áður var ca. 20 ára gamall dúkur. Bjössi og Einar afi lágu hérna í gólfinu kvöld eftir kvöld að leggja þetta fyrir mig, og ég hugsa hlýtt til þeirra þegar ég fer í að þvo þvottinn.




Það er alveg agalegt þegar líður svona á milli blogga, maður þarf einhvernveginn að skrifa hálfan heiminn í einu þegar svo loksins kemur að því.




Læt hér fylgja með myndir af blómum sem ég ræktaði sjálf í fyrra og eru svona rosalega að þakka mér fyrir núna. Og svo sést líka aðeins í sólbekkinn sem Bjössi var að setja upp í stofunni hjá mér. Ég var ekki lengi að fylla hann af blómum.

Tuesday, March 06, 2007

Framhjákúksprump!!!!



Arrrgaði úr hlátri þegar hún litla systir mín lét þetta orð flakka um daginn :D Hún á það nefnilega til að vera skemmtilega orðheppin og stundum koma svona gullmolar.





Virðist vera voða mikið að gera hjá öllum þessa dagana, Þórunn og mamma fóru á Akureyri í gær, og ég NEYDDIST til að fara til tannlæknis svo það var farið á krókinn í morgun, skildi bílinn þar eftir með von um að fá loksins úr því skorið hvað er að bögga hann, og síðan eru einhverjar 40 kellingar héðan að fara í húsmæðraferð suður um helgina! Ég á aldeilis eftir að vaða í karlmönnum hérna í staðnum á meðan :) hí hí!





Held ég sé vonandi að stíga upp úr einhverju gigtarkasti, hef hreinlega bara sofið, haltrað og verið mjög pirruð í marga daga.





Jæja, ég er að hugsa um að labba á móti krökkunum, þau eru að koma úr íþróttaskólanum og það er svo tilvalið að viðra Mikka í leiðinni, ef hann fýkur ekki bara niður í fjöru... svaka rok hérna núna og er víst bara spáð meira af slíku næstu daga.

Wednesday, February 28, 2007

Töffarinn!




Hann Mikael Madsen er orðin 6 mánaða og er litla barnið okkar á heimilinu :) Hann skilur alveg ótrúlega mikið og er mjög fljótur að læra!
Hann er kannski einum of ákafur í að vernda heimilið, það fer nebbla ekkert á milli mála þegar einhver kemur í heimsókn því þá heyrist í mínum langar leiðir. En það kemur, við erum dugleg að kenna honum húsreglurnar :)

Saturday, February 24, 2007

Til hamingju með daginn...í gær..

elsku litli bróðir :)
Man þegar þú varst lítill, þú varst svona svipaður og jói minn, svona písl..þú veist, léttur og nettur :) hljópst alltaf í fangið á mér æpandi "INGA SYSTIR"!!!!! Algjör kelirófa.
Hlökkum til að hitta þig í kaffi og kökum hjá mömmu í dag!

Friday, February 16, 2007

Thursday, February 15, 2007

rólegt

Lítið að frétta héðan, þetta rúllar allt saman sinn gang. Er reyndar farin að æfa, keypti mér árskort í litlu svitakompuna hérna og fíla mig bara vel þar. Vildi bara að skrokkurinn tæki þessu aðeins betur, fæ hausverki og læti eftir púlið... en það hlýtur að lagast :(
Er í hálf asnalegu skapi í dag, finn mér ekkert spennandi að gera og finnst ég einhvernveginn ekki stefna neitt...
jæja, ætli ég blandi ekki bara þessa blessuðu sprautu mína, kannski verð ég hressari á morgun.

gúbbæ

Wednesday, February 07, 2007

nýtt look!

Ákvað að prufa nýtt útlit á síðuna mína, hvernig finnst ykkur? Það eru svo margir að breyta hjá sér, og ég verð auðvitað að vera memm :)

Erum að halda upp á afmælið hennar Sigurbjargar í dag, fyrir bekkjarfélagana sko, fjölskyldan kom um helgina og meira að segja fengum við ömmu, afa og pabba hennar líka til okkar, það var æðislegt að fá þau.
Við ætlum að hafa fyrir krakkana pulsuveislu, popp, ís, leiki og fleira skemmtilegt, ég fékk hana Andreu frænku og Kristbjörgu vinkonu hennar til að koma líka og stjórna þeim í einhverjum leikjum og svona. Og stóra stelpan mín að farast úr spenningi.

Hann Jói minn er bara allt annað barn þessa dagana, hann var sko að byrja á lyfjum við athyglisbresti og ofvirkni. Hann er að taka allt í einu upp á því að vilja skrifa og skrifa, pússla, teikna og ég veit ekki hvað... greinilegt að lyfin eru að hjálpa honum svona rosalega mikið, hann fór nebbla í greindarpróf hjá þeim á greiningadeildinni og hann er með IQ upp á 124!! Ekki slæmt :) hann hefur það örugglega frá mömmu sinni sko... skilurru.. ;)

jæja, Tóta var að senda mér sms og ég er að fara út í frostið í göngutúr með hundana og kallinn hennar.

sjámst!

OG PLÍS COMMMMENNTTTTA :D

Tuesday, January 30, 2007

Hjúkk!!!

rauk upp rétt áðan í kasti.. hélt ég hefði misst af leiknum!! Greinilega of upptekin af útlitinu, fór nebbla í ljós áðan og geng um eins og grillaður tómatur núna.. mjög smart :/
Er að elda grjónagraut handa Hólabrauta-liðinu, skrifa meira seinna

ÁFRAM ÍSLAND

Friday, January 19, 2007

allt svona finnst mér svo fyndið..

...as I lay in bed, looking at the stars, I thought - where the hell is the ceiling?

Thursday, January 18, 2007

allt stíflað

finnst eins og augun á mér séu um það bil að poppa út úr hausnum á mér, og finn ekki bragð af neinu... ekki skemmtilegt því ég er með einhverja fóbíu fyrir nefstíflu og get ekki lagst niður ef ég næ ekki að anda með nefinu. og þá náttla sef ég ekkert. mamma gamla þurfti náttla að fara að baka kökur þegar ég finn ekkert bragð, en ég man alveg hvað kökurnar hennar eru góðar svo ég át þær bara samt :D

Við bíðum hérna eftir sunnudeginum því þá á víst að hlýna eitthvað og er planið að rjúka ÚT, erum að verða brjál á að hanga svona inni.
Lenti í því í fyrsta skipti núna að lokast inni í mínu eigin húsi, hann litli bróðir minn mokaði mig út! bíllinn er fastur inn í bílskúr þrátt fyrir margar tilraunir til að moka hann út. það skefur jafnóðum fyrir aftur, svo ég er bara hætt að nenna þessu. Talaði aðeins við konuna í apótekinu í dag um allan þennan snjó, og hún segir við mig: já, það er aðeins byrjað að snjóa..... AÐEINS!!! Þetta eru þvílíkir harðjaxlar hérna, mér finnst þetta bara alveg komið gott. Það sátu nú bara td. tveir jeppar fastir hérna í götunni hjá mér í gær, og ég skemmti mér konunglega við að horfa á þá reyna að spóla sig upp úr gildrunni :) "been there, done that" ha ha ha!!!!

Svo verð ég hreinlega að monta mig af systrum og bræðrum aðeins :)
Hún Linda er svo hörð á danska kúrnum að hún leggur á sig að keyra á Sauðárkrók til að fara á fundina, hún er líka orðin svaka skutla og farin að kaupa sér flott föt og sonna.
Hún Þórunn málaði nú bara stofuna hjá sér í gærkvöldi, og þetta er ekki lítil stofa. Henni finnst þetta ekki mikið mál, kallinn út á sjó og með tvö börn. og já, hún málaði líka eldhúsið um daginn!! crazy woman!!!
Jón Gunnar og Guðrún gerðu sér lítið fyrir og keyptu sér 42" flatskjá og út frá því var öll stofan máluð og stofan fyllt af nýjum húsgögnum, bara rosa flott og kósý hjá þeim.
Svo er hann Ragnar bróðir bara allt í einu horfinn og frétti ég þá að hann væri bara fluttur á Akureyri að finna sér vinnu og fara í ræktina!!
Já svo er það ég :D afrek mín þessa dagana eru að reyna að muna eftir gigtarsprautunum. Algjör gullfiskur!

Monday, January 15, 2007

Fýkur yfir hæðir...

..og beint á bílskúrinn minn!!!! kom út í morgun og varð heldur betur hissa. það var mittishár snjórskafl beint fyrir bílskúrshurðinni en nokkrum metrum frá hurðinni nánast enginn snjór! Ég náttla vippa mér inn í skúr og næ í snjóskófluna og er ekki lengi að ryðja þessu í burtu, rosa ánægð og stolt af afrekinu, rusla börnum og skólatöskum inn í bílinn og bakka út á góðri ferð inn í annan vænan skammt að snjó!! AARRRRRGGGG.... innkeyrslan mín er greinilega það stór að ég hafði ekki fyrir því að líta yfir hana alla, svo þarna sat ég pikkföst og eyddi restinni af bensíninu í að spóla eins og fífl afturábak og áfram og beið eftir vorinu...
Sem betur fer keyrði vinur minn þarna framhjá og bjargaði börnunum í skólann fyrir mig.
Ég hélt áfram að moka sem auðvitað leiddi til þess að ég hef gleypt stóran skammt af verkjatöflum í dag og finn til í öllum liðum. Er aðeins farin að skilja fjórhjóladrifsvinsældir skagstrendinga :)

Getur það verið að HM handbolta sé að byrja 20.janúar? fannst ég sjá auglýsingu um það í sjónvarpinu en ekki alveg viss... vona að það sé rétt hjá mér, elska að horfa á svona stórar keppnir, var meira að segja farin að horfa á "tour de france" með Kristian þegar hann sat límdur yfir þessu...

well, Mikki minn er búin að pissa á gólfið og draga allt óhreina tauið fram í eldhús... eru til hundableyjur??

Thursday, January 11, 2007

Nýtt ár


Svakalega líður tíminn hratt!! Við eru öll búin að hafa það mjög gott um jól og áramót, allt eins og það var planað :) Krakkarnir fóru suður til pabba síns á annan í jólum og voru hjá honum fram yfir áramót, sem þýddi auðvitað afslöppun og rólegheit fyrir mig!
En nú er komið nóg af rólegheitum hjá mér, lyfin eru að virka ágætlega á mig og ég get nú farið að hreyfa mig aðeins... það er bara eins og ég hreyfist ekki úr stað, sama hvað ég skamma sjálfa mig þá bara hreyfist ég ekki!!! ....það vantar í mig batteríin.

Reyndar hefur veðrið ekki verið göngutúra hæft í nokkra daga, mikill kuldi, hríð og læti. Fórum aðeins út með hundana um helgina ég og Þórunn með Sindra og Jóa með, og ég held að Sindri hafi flogið á rassinn svona 30 sinnum á leiðinni út í búð. En í staðin fyrir að fara að gráta þá fór hann að skellihlæja í hvert skipti, það var svo rosalega mikil hálka.

Það fer nú að koma tími á suðurferð hjá mér, við þurfum öll hérna að fara til tannsa og ég ætla að kíkja til Árna læknis og leyfa honum að beygla aðeins á mér putta og tær og tékka á gigtarstöðunni, þarf líka örugglega að fara í blóðprufu útaf þessum krabbameinslyfjum sem ég er að taka. Þau lyf tek ég til að fyrirbyggja að ég myndi ónæmi fyrir gigtarlyfinu.

jæja það er svo mikið sem þarf að skrifa þegar maður bloggar ekki lengi... en þetta er gott í bili allravegnana :D