Tuesday, August 28, 2007

Skrýtið

Það er einhver að hrjóta hérna í húsinu!! Búin að tékka á börnunum, og ekki er það ég!!! (prufa samt að klípa mig aðeins) ..neibb, ég get ekki fundið út hvaðan þetta kemur. En hvað sem það er, þá líður því allavega mjög vel hérna :/ ...næs.... held ég kveiki á sjónvarpinu aðeins áður en ég fer að sofa...

Saturday, August 25, 2007

sumar í rénum


eða segir maður það ekki annars? Hljómar svo viskumannalega :)


Get ekki annað en bloggað aðeins, virðist sem sumir séu að koma reglulega og tékka á nýjum færslum hérna :D hahaha, fór að skellihlæja yfir síðasta kommentinu, þar sem mér er tjáð númer hvað viðkomandi hafi verið :D Verð bara að segja að þetta ýtir nú aðeins við manni, svínvirkar alveg.


Skólinn er byrjaður og þessi yndislega rútína komin á aftur, úff þetta er alveg dásamlegt þó ekki nema sé til hádegis! En þau virðast einhvernvegin sjálf verða rólegri og sáttari við að hafa fastari reglur þessi börn. Hef svo aðeins verið að spá í tónlistarnámi fyrir þau. Mín skoðun er sú að það eigi að vera skyldunám á einhverju stigi að þau velji sér hljóðfæri til að kynnast og læra á. Þau eru nú í 2. og 3. bekk. En á sama tíma er ég líka að spá í hvernig það hefði virkað á mig þegar ég var krakki. Ég fékk þetta tækifæri til að læra á hljóðfæri ekki fyrr en ég var orðin 12 ára og þá var ég mjög tilbúin til að læra og fannst þetta mjög spennandi. Ekki viss hvort það virkar eins vel að ýta þeim útí svona. En er það ekki hluti af því að vera foreldri? þrýsta á þau og hvetja þau áfram? Ég veit það fyrir víst að börnin mín hafa tónlistina í sér, hvenær sem það svosem kemur fram og hvort sem þau svo nýti sér það seinna meir að einhverju leyti. Kannski er ég bara miklu spenntari yfir þessu en þau :D


En í mínu tilfelli var þetta svo spennandi líka af því að ég fékk að fara í tónlistarskólann um leið og besta vinkona mín, mamma hennar og pabbi sáu tónlistaráhugann í mér og buðu mér að fara líka. Enda vorum við Bjarney orðnar eins og systur :) alltaf saman, og mér leið alltaf svo vel heima hjá þeim. Jafnvel þó hún ætti ÞRJÁ bræður!!! Aumingja þeir, að þurfa að hlusta á tvo nýgræðinga glamra tónstiga og annað skemmtilegt á píanóið hálfan daginn!!


Jæja kannski nóg komið af upprifjunum í þetta skiptið, ég gæti samt alveg skrifað bók um allt sem gerst hefur í mínu lífi. En það sem stendur upp úr að mínu leyti til er allt þetta góða fólk sem verður á vegi manns og kemur til hjálpar þegar mest þarf á að halda. Vona svo innilega að ég fái tækifæri til að vera einhverjum einhverntíma þessi góða manneskja :)


Eru ekki allir farnir að væla?? Ætli ég þyrfti nokkuð rithöfund fyrir þessa bók... ég gæti skrifað allt vælið bara alveg sjálf .


Krakkarnir voru að ryðjast inn úr dyrunum rétt í þessu, með fullan poka af nammi og heimta að horfa á "spy kids" með öllu gúmmilaðinu, ég verð víst að standa mig í stykkinu og skella myndinni í tækið.
myndin að ofan er að sjálfsögðu af okkur Bjarney á þessum tíma sem ég skrifa hér um. Algjörar samlokur :D

Thursday, August 16, 2007

Bæjarferð

Er að henda í tösku og svo rokin í bæinn. Ætla að koma heim á sunnudag aftur með krakkana, sem eru hjá pabba sínum núna. En heilsa fyrst upp á nokkra lækna og fara svo á djammið bara :D

Skólinn hérna er settur á mánudag víst svo það er allt að fara í gang. Alveg líður tíminn ótrúlega hratt... á gervihnattaöld... ho ho ho, pínu fyndin líka svona rétt áður en ég skelli í lás :D

síjúvennægetbek

Thursday, August 02, 2007

VÁ 6000 heimsóknir :)

Ekkert smá gaman :D

Tóta systir er að koma heim líka, ekkert smá gaman!!

Búin að punta hundinn hennar alveg extra geðveikt mikið svo hún taki ekki eftir blóminu sem ég gleymdi að vökva :/ Þetta er tómatplanta... ég keypti handa henni banana í staðin....híhí :D

Takk fyrir allar heimsóknirnar á síðuna mína, ég held áfram að vera dugleg að skrifa. Það er ekki eins og ég sé upptekin við að þrífa... trallalla... dauðu flugurnar í gluggakistunum hjá mér eru við það að rísa upp frá dauðum og skríða sjálfar inní ryksuguna af pjúra hneykslun!!!

Wednesday, August 01, 2007

Akureyri í dag

Ákvað kl. 7 í morgun að bjóða krökkunum í dagsferð til Akureyrar og dekra aðeins við okkur :) um 8 leytið var ég orðin svo spennt að ég gat ekki meir og vakti þau til að segja þeim frá þessari svakalegu uppástungu!!
Tókum ömmu gömlu með og vorum lögð af stað um kl.10. Jói spurði mig síðan nokkrum mínútum seinna hvort við værum ekki að verða komin :D alveg dásamlegur!
Fórum með þá gömlu í gleraugnaverslun því hún sá ekki glóru.... ég var búin að senda og lesa fyrir hana nokkur sms til dæmis... hehe :)
Svo fórum við í BT og keyptum okkur playstation gítarleikinn "gitar heroes" ég er gjörsamlega kolfallin og geðveikur gítarleikari.... greyið Jói :/ ...mamma plííís má ég núna prufa....
Sigurbjörg fékk "singstar" hún á eftir að verða góð, og ég er svo stolt þegar ég ligg með eyrað upp að hurðinni hjá henni þegar hún er að syngja og hlusta á músík, hún er greinilega að erfa tónlistargenin frá gamla settinu.
Svo var það Bónus náttla, þar setti ég mig í hollustugírinn og labbaði framhjá öllu kex og nammi draslinu sem virðist vera í ÖLLUM hillum þegar maður reynir að sjá það ekki!! Þefaði uppi starfsmann og spurði: HVAR geymiði haframjölið eiginlega??? Já, nýja mottóið er að hugsa innanfrá ef þið skiljið... þetta á ekki bara að snúast um lúkkið, ég þarf eiginlega líka að fá að lifa aðeins lengur....svo er líka alveg hrikalega neyðarlegt að fara út að hjóla með syni mínum... MAMMA MAMMA, það er ekkert loft í dekkinu hjá þér!! -En það er allt í lagi mamma, þú ert bara pínu feit!! Ó god, mig langaði að hjóla útí næsta skurð.
Við komum semsagt heim um kvöldmatarleytið, dauðþreytt og með pínu samviskubit yfir eyðslunni, við keyptum okkur nebbla tvo fugla líka, þau eru opinberlega kærustupar og fengu nöfnin Lóa og Spói. Mín hugmynd féll ekki í kramið (Lóa og Finnbogi) mamma truflaðist úr hlátri og Sigurbjörgu fannst "Finnbogi" ekkert mjög grípandi nafn á fugl!

sjúddirarirei