Thursday, September 27, 2007

Krílin mín

Átti stutt samtal við Jóa í bílnum í gær, datt í hug að spyrja hvað hann langaði að fá í afmælisgjöf.

Ég: -Jói minn, nú átt þú bráðum afmæli :) hvað langar þig að fá í afmælisgjöf?

Jói: -hmmm..... get ég fengið kveikjara?

Ég: - KVEIKJARA?? Ertu snar? auðvitað máttu ekki fá kveikjara, það gæti orðið bara mjög hættulegt.

Jói: - Get ég þá fengið handsprengju?

Ég: -WHAT?? HVAÐ Í...??? Jói minn, ég er að tala um eitthvað dót, föt, bækur og svoleiðis!!

Jói: - já, ók þá, ég skal hugsa málið.

Hitt krílið mitt er greinilega á viðkvæmum aldri núna, og með einhverjar hugmyndir um það að hún eigi að líta út eins og Britney Spears... þið vitið... "pretty girl britney".
Það hefur gengið á ýmsu í þeim málum, kvartað yfir að vera ekki svona og svona, og að vera ekki eins og hinar stelpurnar með hitt og þetta. Ég styð hana alltaf í svona málum upp að vissu marki auðvitað. En þetta var farið að ganga, fannst mér of langt í vissu málefni (fer ekkert í smáatriðin hérna)

Svo að ég ákvað að setjast niður með dóttur minni fyrir framan tölvuna í gærkvöldi eftir að Jói fór að sofa. Nýtti mér tæknina, og "googlaði" myndir af börnum um allan heim, sem ekki eru jafn lánsöm og hún sjálf. Það má kannski deila um þessa leið mína til að opna augu hennar fyrir þjáningum annarra, en ég vonaðist til að hennar vandamál ( vildi þó alls ekki gera lítið úr því að við höfum áhyggjur af svona hlutum sem börn) yrði kannski ekki eins stórt eftir þessa kennslustund :)
Það hafði tilætluð áhrif, og endaði samtalið á þeim hugleiðingum hvað við gætum gert til að hjálpa greyið börnunum sem eru svona lasin og þeim sem eiga hvergi heima og eiga enga mömmu og pabba. Hún fór að sofa nokkuð sátt held ég, allavega þakklát fyrir að eiga foreldra öruggt skjól og rúm til að sofa í!! Greinilega djúpt hugsi stelpugreyið þegar hún tölti inn í rúm. Sjáum hvað kemur úr þessu.

Annars er lítið að gerast hérna, er að fara út í skóla á eftir að skoða sýningu á því sem þau hafa verið að gera í hannyrðum, smíðum, heimilisfræði og myndmennt svona í fyrstu lotu. Breytt fyrirkomulag frá því í fyrra, þar sem þá var aðeins ein sýning að vori. En ætla fyrst að sitja einn píanótíma hjá henni og sjá hvernig gengur.

Friday, September 21, 2007

Innipúkar í dag

Það er frí í skólanum í dag og svona ekta inniveður (rok og rigning).
Sonur minn segist ákveðin í að "snerta" ekki rokið í allann dag!! Við finnum okkur eitthvað að dunda við... td. heimanámið :D haha, ekkert voðalega fyndin uppástunga fannst þeim. Annars voru svona rokdagar bara spennandi í gamla daga. Þá klæddi maður sig bara í svartan ruslapoka og hljóp út... og náði að stoppa á næsta grindverki !

Sigurbjörg kom með fyrstu verkefnablöðin heim úr píanónáminu í gær, og henni þykir þetta mjög spennandi :) vonum að það haldist þannig. Ég er allavega það spennt að ég dreymi píanó nokkrum sinnum í viku. En ég ætla að kíkja eftir tónfræðiverkefnum á netinu fyrir hana, það hlýtur að vera eitthvað þarna sem ég get hjálpað henni með.

Ég sit föst á kvöldin í leik sem heitir "cradle of rome" er að klára hann í 5. skiptið.... spurning um að finna sér nýjan leik.... eða eitthvað annað uppbyggilegra að gera? Ég gæti sest niður og klárað að prjóna þessa blessuðu peysu sem ég er búin að rekja upp þrisvar!!

Fórum í afmælisveislu til Arons frænda í gær. Um hálffjögur hringdi ég í þau til að spyrja hvenær við áttum að koma, hafði eitthvað skolast til mætingin. Bjössi svarar og spyr: -Inga, við erum hér... hvar ert þú?? Ég missti mig úr hlátri og hló alla leiðina.

Jói er komin hérna til að tilkynna mér að ég sé alveg örugglega búin með tölvutímann minn í dag! Hann fær nefnilega bara klukkutíma á dag, svo það er vel fylgst með okkur hinum líka.

Góða helgi

Tuesday, September 11, 2007

Enn ein Reykjavíkurferðin

Ákvað að skella mér suður með börnin yfir helgina, fórum á föstudag eftir skóla og tókum okkur bara góðan tíma í ferðina, hlustuðum á músík og upplestur úr bókum á leiðinni. Sigurbjörg er orðin svo dugleg að lesa, svo við fengum að heyra allt um Einar Áskel á leiðinni :D
Um kvöldið settumst við svo öll niður og horfðum á upptökur af krökkunum frá fæðingu og upp úr. Þvílíku krúttin, og rosalega var gaman að spjalla og rifja upp minningarnar. Á laugardeginum hitti ég svo Bjarney í mýflugumynd eiginlega, en náðum að rúlla í gegnum garðheima og kíkja á kaffihús í hádeginu. Mjög næs. Kellingin í afgreiðslunni spurði okkur hvar við ætluðum að sitja, og ég svaraði strax : einhversstaðar á reyklausu svæði !!! :) algjör sveitalúði, auðvitað er allt orðið reyklaust í dag, dööö!!!

Síðan fórum við Sigurpáll með krakkana í bíltúr til keflavíkur á nýja bílnum hans. Krakkarnir sátu afturí með sitthvort heyrnatólið og horfðu á dvd mynd á sitthvorum skjánum beint fyrir framan sig! Það sem pabbinn dekrar ekki við krílin sín :D
Kíktum á Helgu og Stulla í smástund og fórum svo í leiðinni til baka aðeins í Grindavík þar sem Stulli var að keppa í einhverri sterkra-manna-keppni.

Ég fékk svo auðvitað að sofa út á sunnudeginum ;) það er að sjálfsögðu dekrað við mig líka! Alltaf líður manni eins og..... hvað segir maður... "blómi í eggi" ..."unga í hreiðri" ..."barni í bleyju".... æ þið vitið... mig langar allavega aldrei að fara :)
Hún Helga gerði sér svo lítið fyrir og brunaði í bæinn til að strolla aðeins í kringluna með mér. En eftir smátíma var ég farin að haltra ískyggilega mikið og orðin eins og illa prentaður bæklingur, svo ég varð eiginlega að stytta þá ferð aðeins, fór og lagði mig í tvo tíma og treysti mér ekki til að keyra heim þann daginn, svo við gistum auka nótt, sem var auðvitað bara frábært, horfðum bara á fleiri video upptökur af gríslingunum og höfðum það gott.
Fórum svo heim á mánudeginum, pabbinn hitti okkur á kaffihúsi og bauð okkur í hádegismat, skaust úr vinnunni til að geta kvatt börnin. Við keyrðum svo heim í grenjandi rigningu.

Ég náði loksins á gigtarlækni í dag, er aðeins búin að rembast við það í tvær vikur eða svo. Er byrjuð aftur á sprautunum og sé fram á bjartari daga. Þetta var ekki orðið sniðugt lengur, ég get orðið ekki hreyft á mér höfuðið á nóttunni og vakna við hverja hreyfingu. Og að komast framúr á morgnana er bara ekki möguleiki nema að taka nokkrar verkjatöflur tveim tímum áður. En Sigurbjörg mín er svo dugleg að hún getur orðið hjálpað til við morgunmatinn og svona smáhluti sem mig munar svo um þegar dagarnir eru svona.
Jæja, Linda systir hringdi í mig rétt áðan og gjörsamlega geispaði mig í kaf, ég held í tölti bara í bólið, þetta er þvílíkt smitandi, ég var svo innilega farin að geispa í kór með henni, ha ha ha :D

bleble