Tuesday, November 28, 2006

Jóla jóla

Helgin var yndisleg, ég held ég hafi bara sofið í fjóra daga, ekkert smá næs. Krakkarnir fóru til pabba síns, og fóru með flugi!!!! Ég átti mjög erfitt með þetta ferli, flugvélin svo lítil að varla var hægt að standa þarna uppréttur og krílin mín ennþá svo lítil að fara svona ein... en allt fór vel þó flugvélin væri við það að fara af stað með mig innanborðs... ég HÉLT nú ekki! Æpti NEIIIII, því að það var búið að loka hurðinni og taka tröppurnar. Það var alls ekki góð tilfinning að horfa á eftir flugvélinni fara á loft með allann minn fjársjóð..

Núna er komin jólafílingur og ég alveg skemmtilega flækt í eins og 10 stykki af seríum, en þetta er alveg rosa gaman og þessi bær hérna breytist í lítið jólaland í desember, seríur í öllum gluggum, trjám og fánastöngum.

Ég og Þórunn fórum til Lindu og föndruðum tvö kvöld í röð, höfðum það alveg roalega gott og vorum mjög duglegar, svo þið eigið von á ansi flottum jólakortum verð ég að segja... ef ég kemst útá pósthús með þau, það hefur reynst þrautinni þyngra að koma þessu í póst, maður er alltaf á leiðinni þar til það er skyndilega komin aðfangadagur, kortin ennþá uppá örbylgjuofninum og ég enda með að senda sms kveðjur... :/

Svo var hérna stormur í nótt og ég svaf heilan hálftíma... var alla nóttina að bíða eftir að fá rúðurnar upp í rúm til mín, þetta var alveg svakalegt, og ég þurfti að moka mig út í morgun vegna þess að snjórinn fauk allur upp að útidyrunum.

Wednesday, November 22, 2006

Þetta gengur ekki lengur!!

Nú þarf að bretta upp ermar og setja í gírinn, hér bíða jólaseríur í röðum eftir að komast í glugga. Og þetta er sko engin blokkaríbúð sem ég er í lengur!!! Svo erum við systurnar að spá í Akureyrarferð fljótlega og klára innkaupin, það er alveg ágætt að versla á glerártorginu, þar er rúmfatalagerinn, byko og svo litlar sérverslanir, svo er náttla bónus, hagkaup og húsó þarna líka, svo þetta verður fín dagsferð :)

Fór með krakkana í dag á foreldrafund í skólanum og kennararnir gátu bara ekki hætt að tala um listræna hæfileika dóttur minnar :) enda er ég dugleg að geyma myndirnar af óla prik sem sjálfsagt eiga eftir að fara á einhverjar billur er fram líða stundir.
Jói er víst allur að koma til, hefur mikið dálæti á tungumálum og kann svo til öll helstu blótsyrði á ensku, og duglegur að æfa þau líka :/ þannig að það er allt í gúddí í þeirri deildinni, en mamman fékk samt áminningu fyrir að vera ekki nógu dugleg að láta þau lesa!

Sprauturnar eru að virka fínt, ég er nánast hætt að haltra og sef svo miklu betur, loksins!
Síðan er það árlegi hausverkurinn, hvað á að gefa börnunum í jólagjöf... ohh.... gef þeim bara símaskránna... þá fá þau nú heldur betur að lesa maður, hí hí... og kennarinn ánægður og alles :)

jæja, held að kjötbollurnar séu tilbúnar, og svo er framundan kellingakvöld á skjá einum :)
verið nú dugleg að kvitta hjá mér, það er svo gaman að sjá hverjir kíkja hér til mín.

Sunday, November 19, 2006

Rólegheit

Helgin var bara nokkuð góð, afslöppun og næs, ég hefði nú kannski alveg mátt þrífa eitthvað hérna samt, en ég er með pússluspil á borðinu hjá mér og gjörsamlega gleymi mér yfir þessum "tímaþjófi" eins og hún systir mín kallar þetta.
Börnin mín eru farin að hanga aðeins of mikið í tölvunni finnst mér orðið, og það endaði með því í dag að ég rak okkur öll í göngutúr og það var alveg yndislega hressandi að komast aðeins út í snjóinn :) við komum svo við hjá Tótu og Bjössa á leiðinni heim og spjölluðum aðeins yfir kaffibolla á meðan krakkarnir léku, síðan röltum við þrú heimáleið og það var bara orðið dimmt þó klukkan væri ekki nema rétt yfir fimm.

jæja komið gott í bili, farin að pússla meira og þrífa minna :D

Thursday, November 16, 2006

Snjórinn og gullmolinn





Hérna eru svo myndir af gullmolanum og svo snjónum, það er bara skafrenningur þessa dagana.
Já, ég flutti í þetta alveg ótilneydd, ehh... :/

ps: ég kannast ekkert við þetta lið inní bílnum... mín börn ulla aldrei...

Wednesday, November 15, 2006

Moka snjó moka snjó

Já, hérna snjóar og fýkur og það fýkur fyrir bílskúrshurðina svo að ég þarf að halda því góðu svo gullmolinn fái nú að lúlla inni :) En það er ótrúlega hressandi að klæða sig vel og skella sér úti í snjómokstur.

Hinir gullmolarnir mínir hafa það bara gott, þó sumir séu komnir hættulega nálægt gelgjunni, hún er farin að taka nokkrar góðar æfingar í viku og snýr þá uppá sig, segir nei eins oft og hún getur og ranghvolfir augunum með stæl. held ég hafi heyrt þetta kallað "pre-teen" eða eitthvað svoleiðis einhverntíman. En henni til málsbóta verð ég að segja að hún er alltaf að taka til í herberginu sínu, setur britney eða black eyed peas í botn og gólar með :) Já hún er efnileg hún dóttir mín!

Svo fórum við í afmæli í sveitina í gær, hún Freydís litla frænka mín er orðin fjögurra ára og varð ekkert sérstaklega ánægð með að ég kallaði hana "litlu frænku" hún er nebbla orðin STÓR núna og ekkert múður!!! Ég leiðrétti að sjálfsögðu þennan ægilega misskilning hið snarasta og held ég sé örugglega í náðinni á ný :) Svo gaman að finna hvað ég er nánari þessum litlu frændum og frænkum eftir að ég flutti, þau þekkja mig svo vel núna ég ég fæ alltaf knús þegar við hittumst.

Well....ég gleymdi að sjálfsögðu að taka mynd af glæsikerrunni en reyni að redda því fyrir næsta blogg.

Monday, November 13, 2006

Hellú!


Hér er vægast sagt klikkað veður. Héldum upp á afmælið hans Jóa í dag, buðum bekknum hans kl. 3 og fjölskyldunni kl. 5. Það mættu bara um helmingur af krökkunum og síðan voru þetta bara Þórunn systir og hennar fylgilið, mamma, Ragnar bróðir og náttla ég :) Við sjáum hvergi út, snjóað fyrir alla glugga og það brakar og brestur í öllu húsinu, þori ekki öðru en að láta Jóa sofa í gestaherberginu í nótt, það glymur alveg óhugnalega á hinni hliðinni á húsinu. Afmælisgestir mættu flestir í kraftgöllum og einhverjir meira að segja með skíðagleraugu.
Þetta var bara mjög góður dagur, hún litla systir mín tók nú bara mest allann bakstur í sínar hendur og fór létt með, og ég verð bara að láta fylgja með mynd af spiderman kökunni sem hún gaf honum Jóa, þetta er náttla bara listaverk!!

Nýji bíllinn okkar er æðislegur, við nebbla klesstum Toyotuna okkar :'(
Vorum svosem ekki á neinni ferð, lulluðum í umferðarhnút sem skyndilega stoppaði... en ég...ekki.. svo vorum við svo óheppin að bíllinn fyrir framan okkur var jeppi, þannig að við fórum bara undir hann og ég sá bara húddið koma á móti mér!! Í stuttu máli sagt, honum er ónýtur :( og við sjáum mikið á eftir þessum bíl sem hefur mátt þola mikið (þið sem vitið hvað ég keyri fallega..ehemm..)
En semsagt nýji bíllinn, er skoda oktavía árgerð 2005, gylltur og glæsilegur með sjálfskiptingu sms-bremsum...abc...lgg eða hvað þetta heitir. Hann tengdafaðir allra tengdafeðra stóð mér þétt við hlið í þessum bílamálum og er það mér alveg ómetanlegt, og hann Sigurpáll minn gerði allt fyrir mig sem hann gat, sá algerlega um dráttarbílinn og allt sem því fylgdi að koma bílnum á sinn stað, og allt þetta er fyrir þeim sjálfsagðir hlutir að gera fyrir fjölskylduna, það hjálpast bara allir að :)
þau sitja líka uppi með mig sem fjölskyldumeðlim um ókomin ár, og nokkur ár eftir það...

Ég fór í spítalaheimsókn á gigtardeildina síðustu helgi og fékk nýtt lyf sem ég get spautað mig með sjálf, þurfti aðeins að læra handtökin við að blanda og útbúa sprautuna en annars er þetta lítið mál, var svo hjá þeim klukkutíma eða svo til að tékka á viðbrögðum mínum við lyfinu. Það var allt í þessu fína með það og ég þarf því ekki að mæta alltaf í bæinn til að fá lyfin. Þetta nýja lyf heitir Enbrel en það er víst eitthvað sambærilegt remicade, það er lyfið sem ég var á áður en ég fékk einhver ófnæmisviðbrögð og þurfti að hætta á því.

Jæja þetta eru held ég nægar upplýsingar í bili. Ég ætla svo að setja mynd af bílnum í næsta blogg!

ble ble