Sunday, November 19, 2006

Rólegheit

Helgin var bara nokkuð góð, afslöppun og næs, ég hefði nú kannski alveg mátt þrífa eitthvað hérna samt, en ég er með pússluspil á borðinu hjá mér og gjörsamlega gleymi mér yfir þessum "tímaþjófi" eins og hún systir mín kallar þetta.
Börnin mín eru farin að hanga aðeins of mikið í tölvunni finnst mér orðið, og það endaði með því í dag að ég rak okkur öll í göngutúr og það var alveg yndislega hressandi að komast aðeins út í snjóinn :) við komum svo við hjá Tótu og Bjössa á leiðinni heim og spjölluðum aðeins yfir kaffibolla á meðan krakkarnir léku, síðan röltum við þrú heimáleið og það var bara orðið dimmt þó klukkan væri ekki nema rétt yfir fimm.

jæja komið gott í bili, farin að pússla meira og þrífa minna :D

4 comments:

Anonymous said...

Hvernig dettur henni systur þinni í hug að kalla púsl tímaþjóf, þetta viðheldur gráu sellunum og allt!

Og nú erum við komin með snjó alveg eins og þú, þvílíkt fráæbært (allavega svona á sunnudegi)

Anonymous said...

hæ Inga mín, mikið er gaman að sjá að þú ert farin að blogga aftur. Það er svo gaman að fylgjast með ykkur.

kv. Maja fyrrum granni.

p.s. settu mig á msn-þitt, póstfangið mitt er m_birgisdottir@hotmail.com

Anonymous said...

Ég á nú bágt með að trúa því að það sé eitthvað drasl hjá þér eða skítugt, þú heldur það bara!!!! Þannig að ég gef þér fullt leyfi til þess að púsla áfram, þú þarft ekkert að þrífa sæta ;)

ingamaja said...

Jibbí jei, ég pússla þá bara í kvöld líka :)

Maja, búin að adda þér inn á msn og gaman að sjá að þú lest bloggið mitt, ég reyni að vera dugleg að skrifa!