Friday, June 13, 2008

Disney hrakfarir

Þá erum við á síðasta deginum okkar, eða nánast, því morgundagurinn fer mest í að pakka og ganga frá húsinu.

Við fórum í Disney garðinn í gær, sem var reyndar tilraun númer 2 til að skoða þennann fræga garð. Fyrra skiptið fór alveg í vaskinn, því það fór að hellirigna hálftíma eftir að við komum þar inn. Ég var nú ekki að skilja hversvegna fólk fór að tvístrast í skjól við nokkra dropa í þessum fína hita.....greinilega ekki komið til Íslands sko, þar sem við harðjaxlar látum ekki smá rigningu trufla daginn..... en fattarinn fór í gang mínútu seinna þegar sturtaðist eins og úr fötu yfir okkur og ég leit helst út fyrir að vera þátttakandi í misheppnuðustu blautbolakeppni allra tíma!!!
við semsagt flúðum þegar það leit ekki út fyrir að myndi stytta upp, og fengum leyfi til að koma aftur annann dag í staðinn.

Í gær fórum við svo aftur, og alla leiðina sáum við eldingar og heyrðum drunurnar í þrumunum, en það ringdi nú bara létt. En ég ákvað samt að fá mér regnslá til að ekkert myndi klikka þetta skiptið. Um leið og ég smeygði yfir mig 7 dollara regnflíkinni, snarhætti að rigna og ringdi ekki meir :)
Við eyddum svo deginum í að þramma fram og til baka, skoða sýningar og disney búðir, enduðum svo á að sjá ógleymanlega skrúðgöngu og alveg geggjaða flugeldasýningu.
Svona um það leyti sem við fórum að rölta til baka fór ég að haltra, enda búin að labba ansi mikið og standa í biðröðum. Við tókum ferju til að komast að hliðinu ( þetta eru svaðalegar vegalengdir þarna) og ferjuferðin tók nokkrar mínútur. Þegar við gengum út úr ferjunni fóru fæturnir að gefa sig og hreinlega beygluðust undan mér. Eftir að ég hafði tvisvar næstum hrunið á rassinn var tekið á það ráð að böggla mér ofaní hjólastól og rúlla mér þannig út. Það er semsagt farið að segja aðeins til sín að hafa ekki tekið sprauturnar með mér út. En þetta er nú bara pínu fyndið svona eftir á.

Ég keypti mér gítar hérna, eitthvað sem ég var búin að ákveða fyrir þó nokkru að gera. Yamaha svakalega flottur og mjúkur og þægilegt að spila á hann og góður hljómurinn líka! Fékk þennann grip í "Carlton music center" og hann Jim sem seldi mér gítarinn var alveg í skýjunum yfir því að hafa í fyrsta skipti fengið íslendinga inn í búðina og ætlaði aldrei að geta kvatt þó búið væri að loka búðinni. Hef lítið getað prufað hljóðfærið þar sem fingurnir eru vel ringlaðir þessa dagana og vísa allir í sitthvora áttina, :D hahaha!!!!

Sjáumst á klakanum, og það er eins gott að hún Lóa mín sé á lífi ÞÓRUNN ELFA!!!

Tuesday, June 03, 2008

sól og sæla

Hæ hæ, tók mér smá pásu frá sólinni. Alveg rosalega gaman hérna og allt upp í 35 stiga hiti. Fengum reyndar góða sturtu hérna úti í gærkvöldi, náttla akkúrat þegar við grilluðum úti svona í fyrsta sinnið hér, en það var bara kósí.
Erum búin að fara í skemmtigarð sem heitir cypress gardens, skemmtum okkur þar heilan dag í tívolítækjum og enduðum á sundinu, þetta er svona blanda af öllu þarna. Eigum eftir að fara í Disney world, seaworld og eitthvað meira. En það sem mér finnst það allra flottasta er að við ætluðum að skoða Kennedy space center, en þegar við nálguðumst staðinn var allt í einu allt í löggum og öryggisgæslu og svaka umferð. Við komumst þá að því að það voru tveir tímar í að yrði skotið upp flaug þarna á Cape Canaveral, með henni var að fara viðgerðar-teymi til að laga stíflað klósett í geimstöðinni þarna uppi, hehe :D nei, ég er ekki alveg viss, en þetta var eitthvað neyðarkall eftir viðgerð skilst mér. Við höfðum semsagt tvo tíma til að koma okkur fyrir og VÁ, það var sko þess virði, þvílík upplifun, stærsta raketta sem við höfum séð!!

Þetta er svona það helsta, við öll orðin kaffibrún hérna, enda með einkasundlaug og glæsilega aðstöðu.

Vona að allir hafi það gott heima, ég hlakka ekki til að fljúga heim, þó mig hlakki nú samt til að koma heim :) en ég lifði af ferðina hingað, svo ég hlýt að hafa það af til baka líka :D paranoja alltaf hreint.

Kær kveðja frá öllum hérna í "sunshine state"
og ég reyni að skrifa meira seinna.