Monday, November 17, 2008

Komin aftur.... aftur

Það hlaut að koma að því, enda ekki svo flókið mál að pikka inn nokkur orð hérna... hefði maður haldið.
Eitthvað af vatni hefur nú runnið til sjávar frá síðustu skrifum. Drengurinn minn orðinn 8 ára og Carmen bráðum 10 mánaða hárbolti.
"KREPPA" er orðið eitt útjaskaðasta orð allra tíma! En um leið er þetta litla orð að verða að óþægilegum raunveruleika og aurskriðan rífur mann með.

Við héldum upp á afmælið hans Jóa um daginn. Það var bara mjög skemmtilegt, hann vildi bara halda fjölskylduboð, og bauð frændum og frænkum í ís-partý. Náðum næstum því að bjóða Róru frænku og krökkunum líka, en vorum aðeins of sein. Hún gjörsamlega HANGIR hérna á ströndinni þetta árið, er eins og jójó sem vill ekki bila. :D ha, ha, ha!!!

Kór og tónlistarskóli er farið á fullt. Sigurbjörg heldur áfram á píanóinu og ég í kór og söngnámi.

Ég er óþægilega minnt á að jólin nálgast í hvert sinn er ég tala við Tótu systur. Konan er að tapa sér í jólabakstri og hreingerningu, og ég er nokkuð viss um að sortirnar eru að nálgast 10.
Ég og Ragnar mætum til skiptis til að taka stöðuna og safna sýnishornum :) he he.

Jæja, þetta er ágætt svona til að byrja með, vil ekki ofgera mér á lyklaborðinu.