Tuesday, April 29, 2008

Litli bróðir 25 ára í dag

Til hamingju með afmælið Jón Gunnar minn :)

Í dag eru líka 24 ár síðan ég fermdist!! Getur það verið?? Tíminn líður hratt.
En síðustu 3 vikur hafa verið okkur ansi erfiðar :( Og harkaleg áminning um það hvað lífið er dýrmætt. Litli bróðir stendur sig eins og hetja, enda með eindæmum þrjóskur og sterkur. Opnar augun og setur upp þumalinn til að gefa okkur "ókei" merki! Hreyfir sig og brosir til okkar öðru hvoru. Hver einasta litla hreyfing eða tjáning er kraftaverk og sigur í okkar augum, enda var erfitt að kveðja hann síðustu helgi, hann var svo vel vakandi og hlustaði á okkur spjalla við sig og prufaði meira að segja að skrifa aðeins. Það var svo gaman að sjá hvað hann er að koma til baka, en góðir hlutir gerast hægt, og stuðningurinn hér í okkar litla samfélagi er ótrúlegur og ómetanlegur. Fólk greinilega stendur saman þegar á reynir.

Annars ekki mikið að gerast svosem, ætlum í kvöld að gera aðra tilraun til að taka upp þennann geisladisk okkar í kórnum, hin upptakan eyðilagðist. Jú og eitthvað er ég að skreppa saman þessa dagana, eða ca. 15kg eða svo :) þó varla sjáist högg á vatni, en eins og fyrr sagði, góðir hlutir gerast hægt. Hann Páll minn keypti handa mér eitthvað skrítið te fyrir liðina mína og býr til salat og eldar fisk :) algjör draumur í dós. Þetta te er búið til úr brenninetlum og fjölmörgum öðrum galdrajurtum, kostar ekki nema um 400kr. Hann sagðist ekkert ætla að skrifa það hjá sér, svo ég er nokkuð örugg um að fá ekki lögfræðihótanir eftir sopa af því seyði!!!