Wednesday, February 28, 2007

Töffarinn!




Hann Mikael Madsen er orðin 6 mánaða og er litla barnið okkar á heimilinu :) Hann skilur alveg ótrúlega mikið og er mjög fljótur að læra!
Hann er kannski einum of ákafur í að vernda heimilið, það fer nebbla ekkert á milli mála þegar einhver kemur í heimsókn því þá heyrist í mínum langar leiðir. En það kemur, við erum dugleg að kenna honum húsreglurnar :)

Saturday, February 24, 2007

Til hamingju með daginn...í gær..

elsku litli bróðir :)
Man þegar þú varst lítill, þú varst svona svipaður og jói minn, svona písl..þú veist, léttur og nettur :) hljópst alltaf í fangið á mér æpandi "INGA SYSTIR"!!!!! Algjör kelirófa.
Hlökkum til að hitta þig í kaffi og kökum hjá mömmu í dag!

Friday, February 16, 2007

Thursday, February 15, 2007

rólegt

Lítið að frétta héðan, þetta rúllar allt saman sinn gang. Er reyndar farin að æfa, keypti mér árskort í litlu svitakompuna hérna og fíla mig bara vel þar. Vildi bara að skrokkurinn tæki þessu aðeins betur, fæ hausverki og læti eftir púlið... en það hlýtur að lagast :(
Er í hálf asnalegu skapi í dag, finn mér ekkert spennandi að gera og finnst ég einhvernveginn ekki stefna neitt...
jæja, ætli ég blandi ekki bara þessa blessuðu sprautu mína, kannski verð ég hressari á morgun.

gúbbæ

Wednesday, February 07, 2007

nýtt look!

Ákvað að prufa nýtt útlit á síðuna mína, hvernig finnst ykkur? Það eru svo margir að breyta hjá sér, og ég verð auðvitað að vera memm :)

Erum að halda upp á afmælið hennar Sigurbjargar í dag, fyrir bekkjarfélagana sko, fjölskyldan kom um helgina og meira að segja fengum við ömmu, afa og pabba hennar líka til okkar, það var æðislegt að fá þau.
Við ætlum að hafa fyrir krakkana pulsuveislu, popp, ís, leiki og fleira skemmtilegt, ég fékk hana Andreu frænku og Kristbjörgu vinkonu hennar til að koma líka og stjórna þeim í einhverjum leikjum og svona. Og stóra stelpan mín að farast úr spenningi.

Hann Jói minn er bara allt annað barn þessa dagana, hann var sko að byrja á lyfjum við athyglisbresti og ofvirkni. Hann er að taka allt í einu upp á því að vilja skrifa og skrifa, pússla, teikna og ég veit ekki hvað... greinilegt að lyfin eru að hjálpa honum svona rosalega mikið, hann fór nebbla í greindarpróf hjá þeim á greiningadeildinni og hann er með IQ upp á 124!! Ekki slæmt :) hann hefur það örugglega frá mömmu sinni sko... skilurru.. ;)

jæja, Tóta var að senda mér sms og ég er að fara út í frostið í göngutúr með hundana og kallinn hennar.

sjámst!

OG PLÍS COMMMMENNTTTTA :D