Wednesday, February 07, 2007

nýtt look!

Ákvað að prufa nýtt útlit á síðuna mína, hvernig finnst ykkur? Það eru svo margir að breyta hjá sér, og ég verð auðvitað að vera memm :)

Erum að halda upp á afmælið hennar Sigurbjargar í dag, fyrir bekkjarfélagana sko, fjölskyldan kom um helgina og meira að segja fengum við ömmu, afa og pabba hennar líka til okkar, það var æðislegt að fá þau.
Við ætlum að hafa fyrir krakkana pulsuveislu, popp, ís, leiki og fleira skemmtilegt, ég fékk hana Andreu frænku og Kristbjörgu vinkonu hennar til að koma líka og stjórna þeim í einhverjum leikjum og svona. Og stóra stelpan mín að farast úr spenningi.

Hann Jói minn er bara allt annað barn þessa dagana, hann var sko að byrja á lyfjum við athyglisbresti og ofvirkni. Hann er að taka allt í einu upp á því að vilja skrifa og skrifa, pússla, teikna og ég veit ekki hvað... greinilegt að lyfin eru að hjálpa honum svona rosalega mikið, hann fór nebbla í greindarpróf hjá þeim á greiningadeildinni og hann er með IQ upp á 124!! Ekki slæmt :) hann hefur það örugglega frá mömmu sinni sko... skilurru.. ;)

jæja, Tóta var að senda mér sms og ég er að fara út í frostið í göngutúr með hundana og kallinn hennar.

sjámst!

OG PLÍS COMMMMENNTTTTA :D

7 comments:

Refsarinn said...

Gott að heyra að vel gengur Inga mín kæra. Ég verð þó að lýsa sérstakri ánægu minni með pulsupartýið þarna á norðurhjara. Láttu ekki bullið í þeim um pylsurnar trufla þig.

Anonymous said...

he he, nei hér borðum við sko pulsur og ég ætti nú bara jafnvel að setja rauðkðálið á þær líka :)

Bjarney Halldórsdóttir said...

ííííkkk...

rauðkál á pulsurnar, er ekki allt í lagi ????

Flott nýja lúkkið. Þú meira að segja heldur linkunum þínum og allt. Þurftirðu eitthvað að lagfæra það?

Anonymous said...

ég lagfærði bara alveg sjálf :)
en einhverra hluta vegna þá er hann Daði þarna í svörtu leti sýnist mér.

Refsarinn said...

Svartimaðurinn í svörtu það er viðeigani

Anonymous said...

Gott að heyra með hann Jóa spóa.

Ég var alltaf að bíða eftir afmælisboði um daginn, en það kom ekkert, ekki ennþá allavegana!!!

En til hamingju með stóru stelpuna þína um daginn ;)

BbulgroZ said...

mmmmm pulsupartý, það eru hinar sönnu lífsin ljúfu stundir...