Thursday, July 17, 2008

Carmen





















Hún Carmen okkar er 5 mánaða, alveg dásamleg, og svo skemmtilega vill til að hún og Sigurbjörg eiga sama afmælisdag :D

Flórída myndir




Tvær góðar frá ameríkunni, krakkarnir í sundlauginni (vantar reyndar Goða á myndina) og síðan frænkurnar í parísarhjólinu í Cypress gardens. Ótrúlega gaman!

Friday, July 11, 2008

Desperate bachelor !

Góð hugmynd að mjög svo lélegum raunveruleikaþætti, en hægt að gera nokkuð áhugavert með góðu "lögfræði-drama" Auðvitað verður alltaf að vera ein "evil malicious bitch" í hverri þáttaröð. Hún vefur honum um fingur sér og endar svo á að hafna greyinu eftir ítrekaðar tilraunir hans í ca. 12 þáttum til að gera hosur sínar grænar með öllum tiltækum ráðum. Dr. Phil kemur í þáttinn til að auka vinsældirnar aðeins því auðvitað er aumingja piparsveinninn afar illa farinn eftir tíkina, sem greinilega er hörð í horn að taka og gefur sig ekki að sveininum eins og hann hafði áætlað. Tíkin tapar að sjálfsögðu í endann, annað myndi ekki nokkur amerískur þáttaframleiðandi sætta sig við. Dómari kveður upp úrskurð og tíkin fær dóminn!! Hún er dæmd í 15 ára hjónaband með sveininum fagra sem fær áhorfendur til að stökkva upp úr sætum sínum með húrrahrópum. Piparsveinninn stendur, ber að ofan með sigurbros á vör og sígarettu í kjaftinum.


Svona er þetta, kaldhæðnin kitlar mann stundum og reiðin þarf útrás.

ps. Farið gæti svo að fallegt hús verði til sölu í byrjun vetrar, nánar auglýst síðar í nauðungaruppboðum.

Wednesday, July 09, 2008

Heimasætan sæta



















Svo falleg hún dóttir mín. Mikil listakona, róleg og góð.
Þetta er svona "mont" blogg, það má alveg stundum ;D

Monday, July 07, 2008

Heima er best








Við erum auðvitað komin heim. Bara ekki nennt að blogga þó alltaf sé frá nógu að segja samt :)

Róra frænka er búin að vera í heimsókn með Henry og Fríðu Kristínu yfir helgina, þau gistu hjá Þórunni og fóru í labbitúra með prinsessurnar í kerrum og kíktu á okkur öðru hvoru. Svo tókum við eitt kvöld, ég og Linda og sátum hjá þeim og hlógum þar til tárin runnu :D alltaf fjör þegar við hittumst.

Það var ósköp gott að koma heim auðvitað, langbest á Íslandi að sjálfsögðu. Hrundi reyndar niður í gigtinni eftir heimkomuna, mátti ekki nota sprauturnar þar sem ég þurfti að fara í aðgerð hjá tannlækni, en er núna komin á lyfin aftur og allt að koma.

Hef aðeins farið út að hjóla með krökkunum öðru hvoru, ég passa einhvern veginn betur á hjólið eftir að kílóin láku af mér. En þá á maður allt í einu engin föt!!!

Annars ekki mikið merkilegt að frétta.... allavega ekki sem hægt er að ræða opinberlega.... ég er svosem misjafnlega vel liðin hérna á ströndinni, það hafa allir rétt á að mynda sér sína eigin skoðun á hlutunum og ekki alltaf allir á sama máli, en svona er lífið, það heldur samt áfram.

tók nokkrar myndir síðustu daga, og þarna er Jói að hlaupa með krökkunum í garðinum, úðarinn í gangi og allir rennblautir. Svo set ég líka myndir af furunni minni, var að flytja hana og þennann 50kg stein líka til að skýla henni. Er að vona að frú Steinunn samþykki þetta "lúkk" og segi mér hvað ég á að setja þarna með. Er að hugsa um að skreppa í Borganes og ná mér í plöntur á næstunni. Ég þurfti að fá krakkana í bæjarvinnunni til að slá grasið eftir að ég kom heim að utan, ég hefði engan veginn ráðið við þetta sjálf. Þau gerðu þetta með sóma, unnu vel saman og voru snögg að þessu, ég þakka mikið fyrir.