Monday, July 07, 2008

Heima er best








Við erum auðvitað komin heim. Bara ekki nennt að blogga þó alltaf sé frá nógu að segja samt :)

Róra frænka er búin að vera í heimsókn með Henry og Fríðu Kristínu yfir helgina, þau gistu hjá Þórunni og fóru í labbitúra með prinsessurnar í kerrum og kíktu á okkur öðru hvoru. Svo tókum við eitt kvöld, ég og Linda og sátum hjá þeim og hlógum þar til tárin runnu :D alltaf fjör þegar við hittumst.

Það var ósköp gott að koma heim auðvitað, langbest á Íslandi að sjálfsögðu. Hrundi reyndar niður í gigtinni eftir heimkomuna, mátti ekki nota sprauturnar þar sem ég þurfti að fara í aðgerð hjá tannlækni, en er núna komin á lyfin aftur og allt að koma.

Hef aðeins farið út að hjóla með krökkunum öðru hvoru, ég passa einhvern veginn betur á hjólið eftir að kílóin láku af mér. En þá á maður allt í einu engin föt!!!

Annars ekki mikið merkilegt að frétta.... allavega ekki sem hægt er að ræða opinberlega.... ég er svosem misjafnlega vel liðin hérna á ströndinni, það hafa allir rétt á að mynda sér sína eigin skoðun á hlutunum og ekki alltaf allir á sama máli, en svona er lífið, það heldur samt áfram.

tók nokkrar myndir síðustu daga, og þarna er Jói að hlaupa með krökkunum í garðinum, úðarinn í gangi og allir rennblautir. Svo set ég líka myndir af furunni minni, var að flytja hana og þennann 50kg stein líka til að skýla henni. Er að vona að frú Steinunn samþykki þetta "lúkk" og segi mér hvað ég á að setja þarna með. Er að hugsa um að skreppa í Borganes og ná mér í plöntur á næstunni. Ég þurfti að fá krakkana í bæjarvinnunni til að slá grasið eftir að ég kom heim að utan, ég hefði engan veginn ráðið við þetta sjálf. Þau gerðu þetta með sóma, unnu vel saman og voru snögg að þessu, ég þakka mikið fyrir.

6 comments:

Anonymous said...

Garðurinn þinn er æðislega flottur.
Ójá ég hef ekki helgið svona í marga mánuði hahaha.....við erum svo ótrúlega skemmtilegar frænkurnar ;)

Anonymous said...

Ég meinti hlegið svona ekki helgið svona haahahahahah

Anonymous said...

Já alveg ótrúlega gaman þetta kvöld :)
Róra ertu ekki á leiðinni fljótlega aftur? Þú veist að við þurfum svona hláturskvöld einu sinni í mánuði:)

Anonymous said...

Jú veistu mig langar bara að koma strax aftur, þetta var svoooo gaman ;) stefni á það allavegana aftur í sumar

Bjarney Halldórsdóttir said...

Þetta er aldeilis að verða flott. Ég get því miður ekki ráðlagt þér neitt með hvað fer vel með furunni í beðinu.

Magga Lilja said...

Hæ Inga, takk fyrir síðast! Við höfum svo mikið saknað ykkar og nokkrum sinnum haft orð á því að "slá á þráðinn" eða að kíkja á ykkur (það kemur að því).
Mikið rosalega var gaman hjá okkur þarna úti, þó svo maður þurfi alltaf að greiða tollinn eftirá - gigtarlega séð.
Flottur hjá þér garðurinn, eins og áður, en ég dáist að framkvæmdaseminni í þér.
Hlökkum til að hitta ykkur næst, vonað að ykkur líði sem best.
Bestu kveðjur úr Kattholti,
Magga Lilja og co.