Tuesday, March 28, 2006

Ja hérna..

Er að stíga uppúr gubbupest, held ég gæti frekar hugsað mér að fæða barn en þetta ógeð :(
en þetta er allt að koma, mér líður mun betur og reyni nú að koma niður einhverri næringu.

Dröslaðist samt einhvernveginn niður á fasteignasölu í morgun og skrifaði undir kaupsamning, harkaði bara af mér til að klára þetta. Svo þá er allt þetta fasteignavesen á enda og ég get einbeitt mér að því að flytja :)

Hef síðustu daga aðeins verið að kíkja í húsgagnaverslanir, þarf að kaupa eldhúsborð og stóla, og síðan rúm og svona eitthvað sætt fyrir krakkana. Sá æðsilegt rúm, náttborð og skrifborð handa Sigurbjörgu í Línunni, rúmið kostar bara 15.000 og hitt er ekki dýrt heldur. það er svo gaman að þessu að ég verð hreinlega að passa mig að gleyma mér ekki í eyðslunni!!

Keypti mér pússluspil í morgun, Bjarney, þú ert velkomin í pússlupartý ;) bara ógó gaman að pússla skilurru.... alltaf svo mikið action í kringum mig.. hahaha :D

Svo þarf ég að fara í málningaleiðangur og kaupa allt það drasl... Þórunn.... hvenær kemurðu???

Thursday, March 23, 2006

Elías!!! Elías!!! Hjálp... Vírus!!!

Helv... djö... hvernig kemst þessi fjandi í tölvuna hjá manni?? Getur það kannski komið inn um Dc++? myndi skilja þetta ef ég væri að skoða Bibbana á Bibbasíðunum ;)

Gerðist heví dulleg og þreif, ryksugaði og skúraði allt saman þegar krakkarnir voru farin í skólann, svo nú vantar bara Tótu til að toppa þetta og baka nokkrar kökur með kaffinu :D
komin með leið á samsölu bakstrinum :/

Verð aðeins að slaka á í að pakka niður, það fer að bergmála hérna ef ég hægi ekki á mér, það eru víst ennþá tveir mánuðir í þetta.

Átti mjög skondið samtal við dóttur mína í gærmorgun þar sem hún þurfti að vera heima með hita. það stoppaði hana nú samt ekki í að vakna kl. 8.
En ég átti nú ekki alveg svo auðvelt með að vakna og var alltaf að dotta í sófanum og náði ekki alltaf að fylgja eftir samræðunum, og þetta hljómaði eitthvað líkt þessu í ca. klukkutíma:

Sigurbjörg: (spurning sem ég greinilega missti af)

mamman: zzzzzzzzzzzzzzz

Sigurbjörg: MAMMA!! ætlarðu ekki að vakna??

mamman: New Orleans...zzzzzz

Sigurbjörg: Ha??

mamman: Ha??

Sigurbjörg: mamma, ég skil þig ekki þegar þú bullar svona

mamman: nú? var ég að bulla eitthvað?

Sigurbjörg: já, þú svarar alltaf eitthvað sem þú bullar bara!!

mamman: já, nú verð ég að fara að vakna..... zzzzz.......

hahaha :D mér fannst þetta pínu fyndið, og ég var meira að segja að vakna við mínar eigin hrotur!!!

Gott dæmi um það hvað það getur nú verið gott að lesa blogg ættingjana! Ég stökk uppúr stólnum þegar ég las á blogginu hennar Róru frænku að ég ætti að vera búin að skila skattaskýrslunni!!! Takk fyrir sjokkið Róra mín :/ ég sendi auðvitað e-mail á skattakelluna mína hið snarasta og hún ætlar að redda málinu.

..dekkið í skottinu er ennþá sprungt....

Tuesday, March 21, 2006

hvert fór vorið??

Alveg er þetta merkilegt, ég kaupi hjól handa dömunni og þá fer að snjóa
svona er þetta, hún er reyndar orðin lasin greyið svo hún færi nú ekki mikið út að hjóla hvort eð er.

Takk fyrir hughreystingarorð elskurnar mínar, vonandi fer þetta að lagast. ég er enn verri í dag reyndar og farin að gruna að ég sé bara eitthvað lasin líka, beinverkir að ruglast saman við gigtina. Leigði bara spólu fyrir krakkana og keypti handa þeim mini páskaegg, þannig að ég fæ alveg ágætis frið.

Ég seldi eldhúsborðið mitt og stólana í dag, borð sem ég hef átt frá því sigurbjörg fæddist, það er pínu söknuður þar, margar matarslettu og niðurhellis minningar
fékk 15.000 fyrir það, sem ég held að sé bara ágætt.
Svo að nú er til einn stóll á heimilinu og það er tripp trapp stóllinn.... hehe!
Ég kaupi nýtt borð þegar við flytjum, við borðum hvort eð er yfirleitt í stofunni.

Monday, March 20, 2006

ææ og óó

Hef einhvern veginn puðast áfram síðustu daga, gigtin að pirra mig mikið og það gengur hratt á verkjatöflu lagerinn... fer í sprautuna mína á fimmtudaginn og vona að það létti á mér aðeins :)
orðið frekar glatað þegar ég þarf að nota BÁÐAR hendur til að opna eldhússkápana mína :/

Fór í dag með Sigurbjörgu í hjólabúð í dag og við keyptum nýtt hjól :) hún er svo glöð litla skottið, og svo montin með að vera komin á stærra hjól! held þetta sé 20" rautt og með körfu framaná, voða sætt.

farin að hlakka svo til að komast í rólegheitin í sveitina hjá fjölskyldunni !
wellwell, ekki svo mikið að gerast hér þessa dagana, ætla að kúra í sófanum í kvöld og horfa á survivor og csi.

jæja ég ætla að knúsa krílin mín aðeins á meðan þau horfa á BÚ :) þau tvö eru á við margar verkjatöflur og eru alveg yndislega góð við mig þegar þau sjá að ég er lasin.

babæ

Tuesday, March 14, 2006

Hot chic of the north!!

jæja, ég kemst víst ekki upp með þessa skrifpínu mikið lengur... best að semja einn góðan reyfara áður en einhver kemur og lemur mig í hausinn ;)

Fór norður um helgina sem var í meira lagi viðburðarrík og skemmtileg!! skrifaði undir kaupsamning á föstudeginum og varð staurblankari en vanalega á örskammri stundu, vel þess virði þó :D því nú á ég HÚS!!!!!
Þaðan fórum við heila 100 metra yfir á hárgreiðslustofuna þar sem ein snaróð kella tók hausinn á mér í bakaríið og ég fríkkaði heilan helling :) og var ég þó falleg fyrir... skilurru! Ég gerði mér svo lítið fyrir og seldi íbúðina mína á meðan ég sat í stólnum!
Svo fórum við í skafffirringabúð og ég verslaði mér íþróttabuxur og bol.

Laugardagurinn var ekki síðri, þar sem planað var að fara á konukvöld á hótelinu á kántrýströnd og believe me, ég fékk ekki miklu ráðið um það hvort ég færi eða ekki. Hún Tóta Túrbó sá um allt. Get ekki sagt að mér hafi litist á blikuna þegar hún sagði mér að strippa og lyfta upp höndunum!! hún nebbla fór að spreyja á mig einhversskonar tjörulíki og sagði þetta vera "brúnkusprey" eníveis, hvað sem það var þá virkaði það fínt. síðan strolluðum við kvenleggur fjölskyldunar á hótelið og skemmtum okkur þrusuvel :D Fengum meðal annars að sjá tískusýningu sýnda hratt... man varla hvort þær voru yfir höfuð í fötum...

ég er semsagt komin í bakkann aftur og búin að pakka niður í 3 kassa :)

vona að henni vinkonu minni í vogunum fari að batna, ég sakna hennar svo mikið!!
knús til þín Bjarney mín :) verðum að hittast fljótt!

Friday, March 10, 2006

Farin norður og niður!!


legg af stað snemma í fyrramálið, á eiginlega að vera sofnuð núna.
Ætla að kaupa hús á morgun og djamma á laugardaginn :D jibbí!!!
komin tími á mig að skemmta mér aðeins og halda upp á húsakaupin í leiðinni!!

later!

Wednesday, March 08, 2006

Hækkandi sól

Jæja, það fer að verða spursmál hvernig maður kemur undan vetri! Ég hef uppgötvað það að fötin mín hafa öll minnkað umtalsvert og speglarnir líka reyndar.... ég hef kannski þrifið aðeins of vel... hmmm....ha......það er bara blíðan.... :->

Það er nú komin pínu vorhugur í mig, hlakka mikið til að fara að pakka aðeins niður og taka til í skápum og solleis, fyrir norðan bíður fjölskyldan mín spennt eftir mér, og allir tilbúnir að hjálpa mér! Elsku Bjössi, ég skal reyna að misnota ekki góðmennskuna of mikið :) en ég er mikið heppin að eiga þig að!!!
Bíllinn minn hinsvegar er alveg að sitja á hakanum. Ég þyrfti nú að láta gera við þetta blessaða varadekk fyrir næstu ferð norður, er að bíða eftir að hún hringi fasteignasalinn á króknum og boði okkur á fund til að skrifa undir kaupsamning :)

Hún Sigurbjörg mín er farin að biðja um hjól fyrir sumarið, gamla hjólið er búið að vera tómt vesen síðan við keyptum það. En það er ekki gert ráð fyrir svona málum hjá öryrkjum, endar ná ekki mjög vel saman þessa dagana og það er eitthvað sem ég er ekki vön. :'(

Jæja búin að væla aðeins fyrir vikuna.
En ég er orðin svo gleymin að ég er farin að halda að það vanti í mig eitthvað vítamín eða eitthvað!! Það er eitthvað í sjónvarpinu á fimmtudagskvöldið sem ég verð að sjá, en ég get ekki með nokkru móti munað hvað það er... hehe :)

Ég leyfði krökkunum að horfa á "fear factor" með mér í gærkveldi, poppað og breiddi yfir okkur sæng í sófanum, voða kósí. Þegar kom að því að keppendur þurftu að éta pöddur og úldin fisk þá földum við sigurbjörg okkur á bakvið sitthvora fjarstýringuna á meðan Jói huggaði okkur og sagði: þetta er allt í lagi mamma, þetta er ekkert mál!!! En ég hefði gefið mikið fyrir að hafa haft myndavél akkúrat þá, svipurinn á drengnum lýsti vel því sem var að gerast á skjánum :D ha ha ha!!! þau eru á skemmtilegum aldri og farin að vera meiri félagar fyrir mömmu sína, gaman að geta horft saman á skemmtilega þætti og spila og svona, og þegar við flytjum í sveitina er planið að fara reglulega í hjólreiðatúra.

En núna verð ég að standa upp og veiða þau uppúr baðinu.

Tuesday, March 07, 2006

Draumur


Ja... eða martröð öllu heldur!!!
Lagði mig aðeins í morgun og dreymdi að hún Sigurbjörg mín væri byrjuð að reykja!!!
Ó MÆ GOD, ég var BRJÁLUÐ!! Nema það að það hlustaði enginn á mig. Hún Auður frænka hennar var orðin ca. 14 ára og var að fikta við þetta og Sigurbjörgu fannst þetta ótrúlega flott og var að stelast líka. ég talaði við pabba hennar og mömmu og þeim fannst þetta nú bara eðlileg þróun hjá stelpunni. og Sigurpáll bara rólegur yfir þessu! og til að toppa allt saman að þegar ég reyndi að tala þá drafaði ég eða að kom svona í "slow motion" og skildist ekki, ég hef sjálfsagt verið að tala upp úr svefni þá. Rétt upp hend sem hefði viljað vera fluga á vegg!!! he he :)
Ég var svo fegin þegar Linda systir hringdi og vakti mig, veit ekki hvar þetta hefði endað eiginlega.

Monday, March 06, 2006

þrata og þræsa!!

ha ha ha :D !!! Fannst það BARA fyndið í morgun þegar Helga vinkona missti tunguna á sér í hnút og ruglaði þessum orðum svona skemmtilega saman. Hún var semsagt að þrasa og þræta við manninn sinn um uppröðun á húsgögnum í nýja húsinu þeirra :)

Ég var með opið hús um helgina til að sýna íbúðina mína og það kom alveg einn heill kall að skoða!!!! mér leiddist svo biðin eftir fólkinu að ég prjónaði eina húfu og vettlinga í stíl :/

Svo fann ég nokkuð vel fyrir jarðskjálftanum í dag, brá pínulítið þar sem ég lá upp í sófa í rólegheitum. þegar ég reyndi svo að útskýra fyrir Jóa hvað jarðskjálfti er fór hann bara að hlæja og sagði að ég væri bara að grínast!! Honum fannst það alger fásinna að húsið okkar gæti tekið upp á því að hristast :D hehe!

Svona í lokin þá verð ég bara að biðja ykkur að fara inn á kvikmynd.is og horfa á atriði sem heitir "allt getur gerst í sjónvarpi" Ég hló svo mikið að það runnu tár!

smá fróðleiksmoli: daginn sem ég kom í heiminn, var bítlalagið "let it be" á toppnum!

Thursday, March 02, 2006

klukk!

Hún Bella vinkona "klukkaði mig" þetta er svona leikur þar sem maður telur upp fjögur atriði um sjálfan sig í nokkrum flokkum. Ég ætla að reyna þetta hér og láta það svo ganga áfram.


Fjórir staðir sem ég hef búið á:
Vestmannaeyjar
Raufarhöfn
Kópavogur
Reykjavík
Fjórar eftirminnilegar bækur:
Ég lifi (Martin Grey)
Korku saga (Vilborg Davíðsd)
Minningar Geishu (man ekki)
dagbók Önnu Frank
Fjórar góðar bíómyndir:
Annie
Blow
Schindler's list
the pianist
Fjórir uppáhalds sjónvarpsþættir:
Friends
Staupasteinn
CSI
Friends :D
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
Bendidorm
Seattle USA
Noregur
Kaupmannahöfn
Fjórir uppáhalds veitingastaðir:
Holtið
Rauðará
Ruby tuesday
Asía
Fernt matarkyns í uppáhaldi:
kjötbollur a la mamma
hrísgrjónarétturinn hennar Þórunnar systur
jóladags hangikjötið
grjónagrautur

ég skora á:

Bjarney og Róru að koma með næsta klukk :)
standið ykkur svo!! hehe!