Saturday, June 30, 2007

Sjáðu Inga Jóna, HOHO!!!


Já. ég stóð sko SVONA nálægt honum :D og er enn á lífi!! Heyrðu, það er ekki allt búið enn... ég nebbla klappaði honum á nebbann líka :)
Fórum í dag með krakkana og hundana í Kálfshamarsvík rétt utan við bæinn, átti auðvitað að vera rosa næs, nesti handa krökkunum og svona og veðrið æðislegt. En ekki fer alltaf allt eftir áætlun.... Mikki át einhvern kindakúk eða einhvern álíka góðan áburð og ældi hvað eftir annað eins nálægt okkur og hann gat, svo var pínu vindur þannig að við þurftum að draga borðið sem var þarna í skjól, og skjólið var upp við kamarinn (mjög svo lystaukandi þegar nestið var borðað), Sigurbjörg endaði svo á að sitja inn í bíl því henni var kalt í stutta kjólnum sínum og Jói með lekandi hor í rauðu peysunni hennar Sigurbjargar!! Ha ha ha :D
Svo ofan á allt saman þá festi ég bílinn í grjótsúpu á leiðinni til baka!! HVAÐ ER MÁLIÐ MEÐ ÞENNAN BÍL?? Ég reyndi eins og ég gat, lá hálf undir bílfjandanum að sópa steinum undan og frá dekkjunum. Þetta gekk svona í 10 mínútur eða svo, en þá kemur riddarinn á bláum jeppa og bjargar "the damsel in destress" Hann hafði víst komið auga á afturendann á mér úr mílufjarlægð þar sem hann var eitt af því fáa sem ekki komst bókstaflega undir bílinn.
Þannig aaaaað, eftir hálft glas af verkatöflum get ég nú labbað aftur.
bestu kveðjur af dramavegi 7 :D
ps. Kiddý mín, næst skal ég taka mynd af mumu, bara fyrir þig ;)

Thursday, June 28, 2007

Enn einn gullmolinn

Hann Jói hefur verið að vakna aðeins á kvöldin, er kvefaður svo það er kannski ekkert óeðlilegt. En þriðja eða fjórða kvöldið kemur hann fram nuddandi augun og úrvinda af þreytu, svo ég andvarpa eitthvað og segi við hann: Ertu komin enn einu sinni fram?
Hann hlammaði sér í fangið á mér og sagði: Já, af því að þú ert svo sæt, þannig get ég ekki sofið!!

Mamman gjörsamlega bráðnaði :')

Monday, June 18, 2007

djöfulsins andskotans bíldruslugarmur!!!

Já, þetta ætlar engan endi að taka. Keyrði upp á heiði á móti Sigurpáli með börnin, sem gekk mjög vel. Leiðin til baka varð aðeins meira ævintýri þó.
Ég átti ca. 20mín eftir á Blönduós þegar hitamælirinn á bílnum rauk í botn og með tilheyrandi pípi og látum tilkynnti bíllinn mér að STOPPA!! Ég reyndi eitthvað að þrjóskast áfram (big mistake) en endaði með því að renna niður að næsta bóndabæ, rölta upp að dyrum og biðja um hjálp. Bað hann reyndar bara um vatn á brúsa en hann var nú ekki á því afhenda það bara sisona án þess að kíkja á bílinn sem stóð í gufustróki. Kallgreyið stóð síðan næstu tíu mínútur með höfuðið ofaní húddinu á meðan ég hélt fyrirlestur á ensku beint upp úr service manual skoda!! Hann hafði svo innilega ekki græna glóru um hvað ég var að þylja upp þarna, en mér tókst þó að finna hvar átti að sturta vatninu og einhverja slöngu sem hafði losnað frá. Hann náði síðan í töng til að geta fest slönguna á sinn stað aftur. Ég er semsagt á leiðinni á krókinn á morgun og ætla að henda bílnum í andlitið á verkstæðisliðinu aftur, þetta er auðvitað bara pjúra lélegur frágangur eftir vélaskiptin um daginn.

Kiddý vinkona er að koma til mín á morgun, það var svo gaman hjá okkur síðast ;) ...ehemm.... sjómannaballið verður lengi í minnum haft... eða eigum við að segja "eftir" ballið öllu heldur.... við Kiddý lærðum allavega okkar lexíu og hlæjum að þessu öllu saman :D
Ætlum að liggja í leti útí garði og drekka bjór og njóta þess að vera barnlausar í nokkra daga.

Sunday, June 10, 2007

ekkert spes

Lítið að frétta núna, þetta rúllar bara eins og vanalega og dagarnir eiga það til að renna saman hjá mér eftir að krakkarnir fóru í frí. Ég ætlaði til dæmis útí búð rétt fyrir sex í gær, áttaði mig bara ekki á því að það væri helgi :)

Er dáltið tvístígandi varðandi hundinn okkar, okkur þykir mjög vænt um hann, en hann er bara svo taugaveiklaður eitthvað greyið og mannfælinn að það er bara ekkert grín að fá gesti lengur, og hann geltir á allt sem hreyfist.... og stundum líka ef það hreyfist ekki...
voðalega leiðinlegt þegar heimilislífið stjórnast af svona veseni.

Veðrið er fínt, mjög hlýtt en ekki mikil sól eins og er.
Stóð í þvottavinnu í gær og hengdi útá snúru meira að segja :D er pínu fúl útí þessa orkusölu fyrir 45 þúsund króna viðbótareikninginn sem þeir sendu mér um daginn, svo þvotturinn fer útá snúru í sumar!!! Aldrei hef ég pælt í orkusparnaði áður svo öll góð ráð eru vel þegin :)

Jói á allt í einu slatta af fötum, það hringdi í mig um daginn kona sem ég vann hjá í dáltinn tíma og bauðst til að senda mér föt af stráknum sínum, sem hún hefur reyndar gert áður. Það var alveg yndislegt að heyra í þér Sæunn, og þakka þér fyrir að hugsa til mín, fötin passa öll og eru rosa flott!

Wednesday, June 06, 2007

Fleiri gestir

Jæja, hendum þessari leiðindafærslu aðeins niður.
Það er ekki leiðinlegt hjá okkur þessa daganna, vinir að sunnan streyma til okkar og það er bara æðislegt.

Kíktum á Blönduós í dag á þennan "frábæra" dvd/cd markað.... fannst eiginlega auglýsinga snepillinn frá þeim veglegri en úrvalið þarna.
Kíktum svo í kántrýbæ í pizzuveislu um kvöldmatarleytið.

Ætla að fara snemma í rúmið og kíkja í bókina sem ég er að lesa (viltu vinna miljarð heitir hún)
hrikalega skemmtileg bók.

gúdnæt

Sunday, June 03, 2007

Að gefnu tilefni...

vil ég að það komi hér skýrt fram að lyfið sem ég sprauta mig með tvisvar í viku er EKKI dóp!!
Þetta lyf heitir Enbrel og er gefið við psoriasis liðagigt þegar aðrar meðferðir hafa ekki virkað.

Ég tek ekki þunglyndislyf og er ekki eins sumir orða "þunglyndissjúklingur" þó svo að mín veikindi síðustu 2 ár hafi vissulega sett sitt mark á mitt daglega líf.