Monday, June 18, 2007

djöfulsins andskotans bíldruslugarmur!!!

Já, þetta ætlar engan endi að taka. Keyrði upp á heiði á móti Sigurpáli með börnin, sem gekk mjög vel. Leiðin til baka varð aðeins meira ævintýri þó.
Ég átti ca. 20mín eftir á Blönduós þegar hitamælirinn á bílnum rauk í botn og með tilheyrandi pípi og látum tilkynnti bíllinn mér að STOPPA!! Ég reyndi eitthvað að þrjóskast áfram (big mistake) en endaði með því að renna niður að næsta bóndabæ, rölta upp að dyrum og biðja um hjálp. Bað hann reyndar bara um vatn á brúsa en hann var nú ekki á því afhenda það bara sisona án þess að kíkja á bílinn sem stóð í gufustróki. Kallgreyið stóð síðan næstu tíu mínútur með höfuðið ofaní húddinu á meðan ég hélt fyrirlestur á ensku beint upp úr service manual skoda!! Hann hafði svo innilega ekki græna glóru um hvað ég var að þylja upp þarna, en mér tókst þó að finna hvar átti að sturta vatninu og einhverja slöngu sem hafði losnað frá. Hann náði síðan í töng til að geta fest slönguna á sinn stað aftur. Ég er semsagt á leiðinni á krókinn á morgun og ætla að henda bílnum í andlitið á verkstæðisliðinu aftur, þetta er auðvitað bara pjúra lélegur frágangur eftir vélaskiptin um daginn.

Kiddý vinkona er að koma til mín á morgun, það var svo gaman hjá okkur síðast ;) ...ehemm.... sjómannaballið verður lengi í minnum haft... eða eigum við að segja "eftir" ballið öllu heldur.... við Kiddý lærðum allavega okkar lexíu og hlæjum að þessu öllu saman :D
Ætlum að liggja í leti útí garði og drekka bjór og njóta þess að vera barnlausar í nokkra daga.

4 comments:

Bjarney Halldórsdóttir said...

Hvaða, hvaða. Þetta er nú meira ástandið. Blessuð hjólin eru ekki með svona vesen...

Vonandi verður allt í lagi með bílinn héðan af eins og hann er ljúfur og góður í akstri.

Anonymous said...

Djö..... helv..... langar að vera memm - barnlaus í leti lífi!!!!!

Anonymous said...

Hæ hæ Inga.

Var að fréta af blogginu þínu hérna. Hitti Sigurlaugu hans Gísla (ex) og hún sagði mér frá þessari síðu. Goði og Ragnar Páll eru að æfa saman hjá ÍR svo ég hitti þau af og til. Jæja svo nú er bara að fylgjast með lífinu þarna í sveitinni.

Kveðja Hulda M.

ingamaja said...

hæ Hulda :D

gaman að heyra frá þér! Við þyrftum nú að hringjast einhvern daginn og skiptast á nýjum fréttum!