Wednesday, June 06, 2007

Fleiri gestir

Jæja, hendum þessari leiðindafærslu aðeins niður.
Það er ekki leiðinlegt hjá okkur þessa daganna, vinir að sunnan streyma til okkar og það er bara æðislegt.

Kíktum á Blönduós í dag á þennan "frábæra" dvd/cd markað.... fannst eiginlega auglýsinga snepillinn frá þeim veglegri en úrvalið þarna.
Kíktum svo í kántrýbæ í pizzuveislu um kvöldmatarleytið.

Ætla að fara snemma í rúmið og kíkja í bókina sem ég er að lesa (viltu vinna miljarð heitir hún)
hrikalega skemmtileg bók.

gúdnæt

2 comments:

Anonymous said...

Hæ Inga SÆTA!
Kíki hingað oft inn í gengum síðuna hennar Bjarneyjar... Finnst gaman að njósna um ykkur í netheimum ;) voruð nottla flottustu STÓRU stelpurnar í hverfinu... nenntuð að leika við okkur litlu dýrin... Leiðinlegt að heyra hvað sumt fólk getur verið FÁFRÓTT (eða hmm hmm doldið VITLAUST)... Láttu ekki slíkt hafa áhrif á þig...
Knús á þig og þína og takk fyrir kveðjuna á síðunni minni um daginn

Bjarney Halldórsdóttir said...

Alltaf gaman að fá vini í heimsókn.

Hei, en sniðugt ég er einmitt að lesa þessa sömu bók! Þvílík tilviljun... eða kannski ekki svo mikið þar sem þetta er nú planað hjá okkur... hí hí