Monday, February 27, 2006

Loksins loksins!!


Það kom loks einhver að skoða íbúðina, ungt par með ungan son. Þeim leist held ég bara vel á og síðar kom í ljós að maðurinn er sonur hjónana á efri hæðinni.
Ég þreif svo vel hérna að börnin mín þorðu varla að hreyfa sig :)

Er aðeins að æfa mig að setja inn myndir á bloggið, vona að þessi skili sér. þetta er semsagt nýja húsið mitt í sveitinni!!

Var mestan part dagsins í keflavík hjá Helgu vinkonu, hún er dagmamma og það var gjörsamlega barn í hverju horni, öll á svipuðum aldri að lemja hvort annað í hausinn með dóti :) algjör krútt!

Það kom til mín kona í gær sem ég vann fyrir nokkuð lengi, og gaf honum Jóa mínum tvo fulla poka af fötum. Svo flott og heilt allt saman, og Jói fór í leikskólann í morgun í einni peysunni sem er appelsínugul með kóngulóm framaná, alveg yfir sig hrifin og kallar þetta að sjálfsögðu spiderman peysu. :D

ÁSTARÞAKKIR ELSKU SÆUNN!!

Held ég fari bara í keflavík aftur á morgun, hún Helga er svo skemmtileg!

Saturday, February 25, 2006

mætt aftur!

kominn tími á blogg heyri ég :)
Síðasta vika var ekki mjög góð gigtarvika svo ég var frekar löt við flest. En held þetta sé bara að koma.
Lítið gerst í vikunni, ég dreif mig í greiðslumatið og sótti um íbúðalánið, það gekk allt mjög vel og allt systemið í kringum það verið einfaldað heilan helling.

HLAKKA SVOOOOOOOOO TIL AÐ FLYTJA!!!!!!!!!!!!

Fór með krakkana í dýrabúðina áðan, vorum þar bara nokkuð lengi, skoðuðum kanínurnar, fuglana og fiskana og enduðum á að kaupa einn svartan gullfisk með útstæð augu :)
hann hlaut nafnið Töffari!!! En mikið rosalega langaði mig í fugl líka.. ég er að verða eitthvað dýrasjúk á efri árum, klappaði ca. 4 hundum sem komu þarna inn og lyktin í dýrabúðinni sem alltaf hefur farið í mínar fínustu, angraði mig bara ekki neitt!!! Held ég bíði samt aðeins með að fara í fjósið Linda mín... he he.. :/

Er að hugsa um að búa til pizzu í kvöld, hún Róra frænka bakaði eina svona rosa vel heppnaða í gær og smitaði mig alveg :D

Saturday, February 18, 2006

Laugardagurinn

Ég og Sigurpáll fórum með krakkana í dag á skauta í skautahöllinni!! Mikið rosalega er þetta gaman, og krakkarnir skemmtu sér alveg sérstaklega vel og voru bara að ná þessu nokkuð vel. Jói ekkert smá hugrakkur, rauk bara af stað með lappirnar langt á undan sér, ha ha ha :D hann er svo mikil perla og svo mikið krútt á skautum!! Hún Sigurbjörg fór mjög kerfisbundið í þetta, æfði sig samviskusamlega og þegar hún var tilbúin þá sleppti hún hjálparstönginni og renndi sér varlega, hún hefur alltaf verið mjög varkár í öllu sem hún gerir. En við Sigurpáll vorum eins og tvær "sveljur á belli" :D þetta er semsagt alls ekki eins auðvelt og það lítur út í sjónvarpinu!

Notaði restina af deginum í að taka til, þrífa, prjóna og hafa það gott :)
Ætla svo að tala við fasteignadúdinn á mánudaginn og drífa mig í greiðslumat og svona.

Thursday, February 16, 2006

Same old...

Já, frekar lítið að gerast þessa viku, nokkuð sátt við það fyrir utan íbúðamálin.
mjög dugleg að prjóna, en svo bara að hugsa um börn og bú. Býst við að hafa opið hús um helgina og laða að kaupendur sem virðast vera steinsofandi.

Krakkarnir eru orðin leið á vetrinum og langar að fara að hjóla og leika úti meira. Sigurbjörg er ekki að finna sig í þessum skóla, eða allavega ekki eins og ég átti von á. vona að skólinn á skagó sé góður, þar eru líka færri krakkar.

Góni svo reyndar hálfan daginn á ólympíuleikana, elska skautana.

jæja.. aftur að prjóna.. held að íbúðavesenið sé eikkað að draga mig niður... nenniði að toga mig upp?

Monday, February 13, 2006

Hey man!!

Latibær tröllríður mínu heimili um þessar mundir, orkubækur og límmiðar út um allt, latabæjar vettlingar, skór og buff (þið vitið, oná hausinn) allsstaðar. Get ekki beðið eftir að þessir límmiðar klárist. Hann sonur minn náði að troða 4 vítamínstöflum (latabæjarvítamín audda) í munninn áður en ég náði til hans, hann ætlaði nebbla að fá FJÓRA límmiða í vítamíns reitinn!!! ha ha, hann er svo mikill gullmoli stundum. Ég sagði honum um daginn að vera ekki að koma við bílinn vegna þess að hann væri "grút" skítugur, hann spyr strax hvað "grút" þýði..... ó mæ...öh... hmmm.....hérna....inn í bíl með þig :/ hvað er GRÚTUR???

Er aðeins farin að örvænta með að "ganga út". Á fertugsaldri og ógift!!! hvað er málið?
Samkvæmt stjörnuspekingum er minn draumamaður í ljóns eða jafnvel bogmannsmerkinu. Bið ykkur vinsamlega að hafa augun opin eftir þessum eðalmönnum og draga þá til mín á hárinu, með hringinn í vasanum!!

Já eitt í viðbót!!! hvar fær maður svona "hundaþolstöflur"?
mig langar svo í hund, en ég bara þoli þá ekki..... jess jess, margt er skrýtið í mínum haus...

Friday, February 10, 2006

Rugludallur er ég..

Haldiði að ég hafi ekki bara hent bíllyklunum mínum niður um ruslalúguna?!?!?!?! dísus kræst, þrufti svo að hringja bjöllunni hjá nágranna konunni og biðja hana að lána mér húslykla svo ég kæmist inn í ruslageymslu að grafa í tunnunum... svo hrundu hjá mér tvö blóm, annað þeirra meira að segja kaktus!! Og svona til að bæta gráu oná svart þá dóu BÁÐIR gullfiskarnir okkar. Sturtaði greyjunum í klósettið og sagði krökkunum að ég hefði þurft að skila þeim í dýrabúðina vegna þess að þeir væru veikir. Semsagt, einn af þessum dögum.. :/
Enginn hringt til að fá að skoða pleisið, frekar fúlt, en ég þarf þá ekki að taka til á meðan, hehe :)

börnin að borða ís og horfa á Latabæ, og mamman að borða nammi og bíða eftir Idolinu, það alveg toppar kvöldið ef einhver hrynur á bossann á sviðinu!!! hí hí, já ég er kvikindi.

góðahelgihelgi

Wednesday, February 08, 2006

nú liggur vel á mér!!

Íbúðin mín er komin á sölu og ég smyr á hana 16,9m !! hægt er að sjá myndir á fasteignavefnum á mbl. vona svo að þetta gangi bara fljótt og vel, mér er ekkert sérstaklega vel við svona pappírsvesen.
svo er bara sól og sumar í sveitinni framundan og allir fyrir norðan tilbúnir að hjálpa mér við að koma mér fyrir :) gott að eiga góða að.
Er svo að spá í þennan danska kúr, Tótu litlu gengur svo vel að það er varla hægt að tala við hana í síma lengur nema hún sé með fullan munn af gúrkum og paprikum.
Heilsan er svona í betra lagi þessa dagana, kannski hlýindin hafi eitthvað með það að gera... en, er á meðan er :)

Tuesday, February 07, 2006

ég þoli ekki...

...fólk sem heldur að það viti allt... (ég ekki meðtalin)

...nágranna sem þurfa að pissa BEINT ofaní vatnið í klósettskálinni kl. 2 á nóttunni..

...nágranna sem hafa aldrei heyrt um wd-40 og geta ekki drullast til að smyrja hurðarnar sínar...

...og enn og aftur þessa blessuðu nágranna sem elska hvort annað alltof hátt...

...að skafa frostið af bílrúðunni, það frýs alltaf extra fast á mínum bíl...

...að versla í ikea, þeir eiga yfirleitt bara eitthvað sem enginn vill, hitt er búið en "væntanlegt"...

...bremsuför í klósettinu mínu!!! klósettburstarnir eru ekki bara fyrir okkur sem eiga þá...

... HROSSAFLUGUR... krípí krípí...

...bómul...who does..?...

...fegurðardrottningar í fréttatímum eða spjallþáttum...

...pólitík...minn skilur ekki....


...?...en þú...?..

Monday, February 06, 2006

Harðlífi eða skita..

fólk er vítt og breitt að leggjast í "fuglaflensutilfelli" eins og góður fellow bloggari orðaði það.
vill óska öllum þeim, góðs bata og biðja í leiðinni að halda sig í góðri fjarlægð frá Maríubakka á meðan þetta illgresi gengur yfir. Jú ég á víst bara í nokkuð stórum vandræðum sjálf eins og er, virðist hafa þrifið yfir mig í dag, og haltra hér um og kveinka börnunum mínum til mikillar skemmtunar!

overandout

mánudagur

Þá er þetta farið að rúlla, fasteignasalinn kom áðan og dásamaði íbúðina mína í bak og fyrir :)
ég var náttla búin að þrífa og pússa út fyrir allt norm!! Ég heyri svo í honum í fyrramálið og þá ákveðum við verðið og auglýsum höllina! Hann Jói minn kom svo heim úr leikskólanum og spurði mig af hverju allt væri svona fínt.. eh.. ég hef kannski verið pínu kærulaus síðustu vikur.
Litla systir byrjuð á danska kúrnum, en hún er svo grönn að hún nær nú varla að byrja áður en hún þarf að hætta aftur.. hí hí :) ég þarf nú eitthvað róttækara en danskan kúr held ég... þarf örugglega að fara langleiðina til asíu.
Krakkarnir voru að fá þessa altöluðu orkubók í pósti, ég er ekkert yfir mig hrifin af þessu uppátæki, finnst þetta bara annað orð yfir fyrsta megrunarkúr barnanna. Börnin borða það sem á borð er sett, sérstaklega á þessum aldri, 5,6 og 7 ára, það er okkar foreldrana að venja þau á hollan mat. þau semsagt læra það sem fyrir þeim er haft!! amen!

Saturday, February 04, 2006

Nýja húsið mitt

Jæja, það hefur mikið gerst á stuttum tíma. Gerði tilboð í hús á Skagaströnd, sem þau tóku, svo ég stökk upp í bíl og brunaði af stað.. með sprungið varadekk í skottinu.. alveg mér líkt og móðir mín yfir sig hneyksluð á kæruleysinu sem ég erfði sko EKKI frá henni :D ha ha ha!!
Húsið er 122fm og bílskúrinn er tvöfaldur og er 60fm, stór garður með flaggstöng og alles og malbikuð innkeyrsla. Algjör draumur semsagt!
Fæ svo afhent í enda maí, svo ég hef nógan tíma til að græja málin, selja íbúðina mína og leyfa krökkunum að klára skólann.
Hann Sigurpáll minn reyndar mjög sorgmæddur, það eina leiðinlega í þessu máli, en við gerum okkar allra besta og ég trúi því að þetta verði bara allt í góðu. kannski við gefum pabbanum bara web cam eða hvað það heitir, svo hann geti séð þau og heyrt þegar hann vill.
bestu kveðjur frá öllum á kántrýströnd.

Thursday, February 02, 2006

eitt og annað

Er að horfa á leikinn með öðru og blogga með hinu, hæfileikarík kona :)
Sýnist íslendingar ætla að missa allt niður um sig eins og þeim er einum lagið á síðustu mínútunum.. og það gegn norge!!! ekki gott..
Engar fréttir af húsnæðismálum ennþá, reyni að bíða róleg og anda djúpt.
Undur og stórmerki gerðust í dag, ég fór út og hreinsaði draslið úr bílnum og henti mottunum í bað!! Veit bara ekki hvað kom yfir mig.. kannski ég hafi bara fengið upp í háls af þessari megnu myglu lykt úr einni skyrdollunni sem rann út um mitt síðasta ár.
Dóttir mín er að glápa á leikinn með mér, í eitt skiptið sem dæmt var víti, kallaði hún til mín: "hey mamma!! þeir fá allir weetos"!!!
Allir við góða heilsu hér og meira að segja stundum við of góða heilsu... hvaðan kemur öll þessi orka í þessum börnum? Og ég get prjónað aftur :D bara næs.

Wednesday, February 01, 2006

Money money money!!

jú jú, mín bara rík... alveg í 20 mínútur eða svo... og þá bara hurfu peningarnir :'( mikið asskoti er leiðinlegt að vera fullorðin... barnabæturnar hækkuðu þó aðeins, svo ég brosi út í annað allavegana.

En ég fór í Bónus áðan og búin að byrgja mig vel upp af allra helstu nauðsynjavörum... og.. svo ónauðsynjavörum sem hreinlega DUTTU bara oní körfuna. Svo þessi árans fuglaflensa verður að drífa sig á meðan ég á fullt af drasli í skápunum.

Eníveis.. gigtin er góð, letin er verri, þú ert perri.. nei nei bara grínur.
Langar svo að horfa á geðveikt góða bíómynd í kvöld, ár og dagar síðan í náði að tolla yfir heilli mynd. Einhverjar hugmyndir??? Ekki eikkað leim eins og "Top gun" eða Dirty dancing" vil alvöru mynd og nýlega mynd!

Jæja nóg af bulli í bili, krakkarnir að bilast á öllu þessu athyglisleysi.