Monday, February 27, 2006

Loksins loksins!!


Það kom loks einhver að skoða íbúðina, ungt par með ungan son. Þeim leist held ég bara vel á og síðar kom í ljós að maðurinn er sonur hjónana á efri hæðinni.
Ég þreif svo vel hérna að börnin mín þorðu varla að hreyfa sig :)

Er aðeins að æfa mig að setja inn myndir á bloggið, vona að þessi skili sér. þetta er semsagt nýja húsið mitt í sveitinni!!

Var mestan part dagsins í keflavík hjá Helgu vinkonu, hún er dagmamma og það var gjörsamlega barn í hverju horni, öll á svipuðum aldri að lemja hvort annað í hausinn með dóti :) algjör krútt!

Það kom til mín kona í gær sem ég vann fyrir nokkuð lengi, og gaf honum Jóa mínum tvo fulla poka af fötum. Svo flott og heilt allt saman, og Jói fór í leikskólann í morgun í einni peysunni sem er appelsínugul með kóngulóm framaná, alveg yfir sig hrifin og kallar þetta að sjálfsögðu spiderman peysu. :D

ÁSTARÞAKKIR ELSKU SÆUNN!!

Held ég fari bara í keflavík aftur á morgun, hún Helga er svo skemmtileg!

3 comments:

Bjarney Halldórsdóttir said...

Vá flott að sjá mynd!
Jæja það er gott að það er að komast einhver hreyfing á þetta hjá þér. Og auðvitað leist þeim vel á íbúðina hún er einmitt svo fullkomin fyrir par með eitt barn. Það hlýtur líka að lokka að hafa barnapíu rétt hjá.

Anonymous said...

Verði þér að góðu! Æðislegt hús!!!!

Anonymous said...

Já, og takk kærlega fyrir buxurnar sömuleiðis! Þær eru æðislegar! Daman hefur ekki viljað fara úr þeim síðan hún fékk þær. Að vísu eru þær aðeins of stórar ennþá en hún girðir skálmarnar bara ofan í sokkana. Það er ekki alveg eins töff, en ekki ætla ég að skemma það fyrir henni.