Thursday, February 16, 2006

Same old...

Já, frekar lítið að gerast þessa viku, nokkuð sátt við það fyrir utan íbúðamálin.
mjög dugleg að prjóna, en svo bara að hugsa um börn og bú. Býst við að hafa opið hús um helgina og laða að kaupendur sem virðast vera steinsofandi.

Krakkarnir eru orðin leið á vetrinum og langar að fara að hjóla og leika úti meira. Sigurbjörg er ekki að finna sig í þessum skóla, eða allavega ekki eins og ég átti von á. vona að skólinn á skagó sé góður, þar eru líka færri krakkar.

Góni svo reyndar hálfan daginn á ólympíuleikana, elska skautana.

jæja.. aftur að prjóna.. held að íbúðavesenið sé eikkað að draga mig niður... nenniði að toga mig upp?

2 comments:

Bjarney Halldórsdóttir said...

Elsku dúllan mín, þetta á allt eftir að blessast hjá þér og ég er alveg viss um að kaupendur eiga eftir að vakna og átta sig á því hverslags gullmola þú ert að bjóða þarna til sölu.

Flott kínverskaparið sem endaði í 2. sæti sástu þau? Hún datt frekar illa í einum snúningnum en þau gátu haldið áfram. Þau voru ótrúlega góð.

Refsarinn said...

Svona nú Inga. Svona líka hugguleg kona eins og þú ættir ekki að vera í vandræðum með að draga í hús eins og einn hugguslegan mann með vel alinn hund og svo framvegis. Íbúðin fer á topp verði og þú kemur til með að búa í sveitinni í sól og blíðu og hvað veit ég.