Saturday, February 25, 2006

mætt aftur!

kominn tími á blogg heyri ég :)
Síðasta vika var ekki mjög góð gigtarvika svo ég var frekar löt við flest. En held þetta sé bara að koma.
Lítið gerst í vikunni, ég dreif mig í greiðslumatið og sótti um íbúðalánið, það gekk allt mjög vel og allt systemið í kringum það verið einfaldað heilan helling.

HLAKKA SVOOOOOOOOO TIL AÐ FLYTJA!!!!!!!!!!!!

Fór með krakkana í dýrabúðina áðan, vorum þar bara nokkuð lengi, skoðuðum kanínurnar, fuglana og fiskana og enduðum á að kaupa einn svartan gullfisk með útstæð augu :)
hann hlaut nafnið Töffari!!! En mikið rosalega langaði mig í fugl líka.. ég er að verða eitthvað dýrasjúk á efri árum, klappaði ca. 4 hundum sem komu þarna inn og lyktin í dýrabúðinni sem alltaf hefur farið í mínar fínustu, angraði mig bara ekki neitt!!! Held ég bíði samt aðeins með að fara í fjósið Linda mín... he he.. :/

Er að hugsa um að búa til pizzu í kvöld, hún Róra frænka bakaði eina svona rosa vel heppnaða í gær og smitaði mig alveg :D

4 comments:

Anonymous said...

Gott að þú sért mætt aftur og frábært að allt gekk svona vel í matinu..........já mæli með þessari pizzu, fékk uppskriftina hjá uppáhalds frænku minni ;)

Ef þú ætlar líka að fá þér hund eins og sumir, nefni engin nöfn en fyrsti stafurinn er Þórunn, þá held ég að ég komi ennþá sjaldnar í heimsókn til þín :(

Anonymous said...

Það var mikið ég er búin að kíkja daglega og ekkert nýtt hjá þér ......
hmhmhmhm fjósið nei en þú nærð í restina á sauðburðinum í vor þegar þú flytur svo væntanlega rokkar fjárhúsið hjá þér bara í staðin .....
kv systa

Bjarney Halldórsdóttir said...

Hvernig væri að skreyta bloggið með myndum? Er búin að setja upp leiðbeiningar hvernig á að setja myndir inn á bloggið. Kíktu á þetta

Anonymous said...

Hæ Inga! Gaman að geta fylgst með þér og til hamingju með fiskinn! Ég verð samt að vara þig við þessari dýraeign. Um leið og fólk byrjar að fikta við þetta þá getur það leiðst út í hundaeign og þaðan af verra. (Það eru allavega sterkar vísbendingar um það á mínu heimili að þetta geti orðið að einhverskonar fíkn.) Ég hef hemil á þessu eins og er, en ég hef það á tilfinningunni að þetta eigi einhverntíma eftir að fara úr böndunum hjá okkur.