Saturday, February 18, 2006

Laugardagurinn

Ég og Sigurpáll fórum með krakkana í dag á skauta í skautahöllinni!! Mikið rosalega er þetta gaman, og krakkarnir skemmtu sér alveg sérstaklega vel og voru bara að ná þessu nokkuð vel. Jói ekkert smá hugrakkur, rauk bara af stað með lappirnar langt á undan sér, ha ha ha :D hann er svo mikil perla og svo mikið krútt á skautum!! Hún Sigurbjörg fór mjög kerfisbundið í þetta, æfði sig samviskusamlega og þegar hún var tilbúin þá sleppti hún hjálparstönginni og renndi sér varlega, hún hefur alltaf verið mjög varkár í öllu sem hún gerir. En við Sigurpáll vorum eins og tvær "sveljur á belli" :D þetta er semsagt alls ekki eins auðvelt og það lítur út í sjónvarpinu!

Notaði restina af deginum í að taka til, þrífa, prjóna og hafa það gott :)
Ætla svo að tala við fasteignadúdinn á mánudaginn og drífa mig í greiðslumat og svona.

6 comments:

BbulgroZ said...

Já ég við hjónaleysin höfum lengi ætlað að drífa okkur á skauta með pjakkinn, búum við hliðina á skautahöllinni en höfum ekki drullast af stað enn.

Bjarney Halldórsdóttir said...

Mínar stelpur eru ekkert hrifnar af skautunum, það hefur verið farið nokkrum sinnum í bekkjarferðir þangað og það fellur ekki í kramið hjá þeim. En það er nú bara svo að ekki geta allir haft gaman að öllu.

BbulgroZ said...

Nei nei rétt er það, en ég held að þetta sé sport fyrir hann Ívar minn, allavegana til að prófa einu sinni.

ingamaja said...

Ég hef bara svo gaman af þessu sjálf, en mér brá pínu þegar ég steig á svellið, var aðeins erfiðara en ég hélt :)
endilega drífðu þig með Ívar, mér fannst frábært hvað afgreiðslan gekk fljótt fyrir sig og svo reddar maður sér bara sjálfur skautunum og hjálmi!

Anonymous said...

Mér finnst þú ógeðslega dugleg að hafa farið með þau. Ég er alltaf á leiðinni að gera eitthvað svona með minn eldri orm.....

Bjarney Halldórsdóttir said...

Jæja Inga, minna prjón meira blogg!