Tuesday, February 07, 2006

ég þoli ekki...

...fólk sem heldur að það viti allt... (ég ekki meðtalin)

...nágranna sem þurfa að pissa BEINT ofaní vatnið í klósettskálinni kl. 2 á nóttunni..

...nágranna sem hafa aldrei heyrt um wd-40 og geta ekki drullast til að smyrja hurðarnar sínar...

...og enn og aftur þessa blessuðu nágranna sem elska hvort annað alltof hátt...

...að skafa frostið af bílrúðunni, það frýs alltaf extra fast á mínum bíl...

...að versla í ikea, þeir eiga yfirleitt bara eitthvað sem enginn vill, hitt er búið en "væntanlegt"...

...bremsuför í klósettinu mínu!!! klósettburstarnir eru ekki bara fyrir okkur sem eiga þá...

... HROSSAFLUGUR... krípí krípí...

...bómul...who does..?...

...fegurðardrottningar í fréttatímum eða spjallþáttum...

...pólitík...minn skilur ekki....


...?...en þú...?..

5 comments:

Bjarney Halldórsdóttir said...

eða
- fólk sem leggur í stæðið "mitt" og ég þarf að leggja lengst í burtu
- sjónvarpsþætti sem eru alltaf að segja manni hvað þeir ætli að sýna næst og hvað þeir voru að sýna rétt áðan
- tannþráð sem festist milli tannana
- að bíða...

Refsarinn said...

Nokkuð tæmandi listi þarna en litlasystir gleymdi líklega í sinni upptalningu "latir múrbrjótar" :)

Bjarney Halldórsdóttir said...

Argh já þetta er rétt hjá þér kæri bróðir þvi hvað er meira pirrandi.
Nánar útskýring á múrbrjótum hér

BbulgroZ said...

Já ég er sammála flestu af þessu, nema horssaflugur mér þykja þær (er samt með ákveðna fóbíu fyrir flugum og skorkvekindum) alveg ágætar og svo sé ekki talað um Peter Crouch hjá Liverpool, hann er alltaf kallaður hrossaflugan og ég kann vel við hann 197 cm á hæð 75 kg. (og nú kann ég ekki að búa til link hér til að sýna ykkur þetta náttúruundur sem maðurinn er, bara kíkja á liverpool.is eða Liverpool-Charlton i kvöld á Enska boltanum : )

Bella said...

He, he! Man eftir þessu með hrossaflugurnar og BÓMULL!
Þetta er örugglega meðfædd fóbía :)
(P.S. Það er allt í lagi með mig, ég fer bráðum að nenna að blogga)