Saturday, March 07, 2009

Dúkkur þurfa líka föt



































Ýmislegt sem prjónað hefur verið svona inn á milli síðustu ár. Litlu bleiku húfuna prjónaði Bjarney vinkona reyndar og gaf Sigurbjörgu. Gula settið er bara bullað upp jafnóðum og ég prjónaði það. Það sama á við um hekluðu kjólana, held samt að ég hafi stuðst þar við eitthvað munstur úr einhverju blaðinu.

Tuesday, March 03, 2009

Peysur
















Hér eru peysurnar tvær sem ég kláraði nýlega. Þetta er uppskrift úr Tvinnu, rauða peysan er prjónuð úr Fridtidsgarninu eins og uppskriftin segir til um og kom mjög vel út. Bláa peysan er hinsvegar úr Mandarin Fiesta, mig hefur lengi langað til að prjóna með þessum geggjaða gallabuxnalit, garnið er líka mjög mjúkt (bómull).
Tölurnar á bláu peysuna gaf hún Guðmunda mér, þær eru rosa flottar og koma vel út við litinn á peysunni.
Næsta verkefni er á prjónum nú þegar þrátt fyrir feitan og bólginn baugfingur :)

Saturday, February 21, 2009

Taskan




Ég kláraði loksins töskuna í dag. Þetta er í fyrsta skipti sem ég prjóna úr plötulopa, hef heldur aldrei þæft neitt og þar að auki aldrei séð þæfingarnál, hvað þá að vita til hvers slíkt er notað :)
Svo þetta var virkilega skemmtilegt verkefni og heppnaðist vel. Hérna eru svo myndir af stykkinu, ég setti með á einni þeirra A4 blað svona til samanburðar því taskan á að passa vel fyrir kórmöppurnar. Þetta er allt sama taskan, bara sýnt framan og aftan á hana.

Þá er bara að fitja upp á næsta verkefni.

Monday, November 17, 2008

Komin aftur.... aftur

Það hlaut að koma að því, enda ekki svo flókið mál að pikka inn nokkur orð hérna... hefði maður haldið.
Eitthvað af vatni hefur nú runnið til sjávar frá síðustu skrifum. Drengurinn minn orðinn 8 ára og Carmen bráðum 10 mánaða hárbolti.
"KREPPA" er orðið eitt útjaskaðasta orð allra tíma! En um leið er þetta litla orð að verða að óþægilegum raunveruleika og aurskriðan rífur mann með.

Við héldum upp á afmælið hans Jóa um daginn. Það var bara mjög skemmtilegt, hann vildi bara halda fjölskylduboð, og bauð frændum og frænkum í ís-partý. Náðum næstum því að bjóða Róru frænku og krökkunum líka, en vorum aðeins of sein. Hún gjörsamlega HANGIR hérna á ströndinni þetta árið, er eins og jójó sem vill ekki bila. :D ha, ha, ha!!!

Kór og tónlistarskóli er farið á fullt. Sigurbjörg heldur áfram á píanóinu og ég í kór og söngnámi.

Ég er óþægilega minnt á að jólin nálgast í hvert sinn er ég tala við Tótu systur. Konan er að tapa sér í jólabakstri og hreingerningu, og ég er nokkuð viss um að sortirnar eru að nálgast 10.
Ég og Ragnar mætum til skiptis til að taka stöðuna og safna sýnishornum :) he he.

Jæja, þetta er ágætt svona til að byrja með, vil ekki ofgera mér á lyklaborðinu.

Thursday, July 17, 2008

Carmen





















Hún Carmen okkar er 5 mánaða, alveg dásamleg, og svo skemmtilega vill til að hún og Sigurbjörg eiga sama afmælisdag :D

Flórída myndir




Tvær góðar frá ameríkunni, krakkarnir í sundlauginni (vantar reyndar Goða á myndina) og síðan frænkurnar í parísarhjólinu í Cypress gardens. Ótrúlega gaman!

Friday, July 11, 2008

Desperate bachelor !

Góð hugmynd að mjög svo lélegum raunveruleikaþætti, en hægt að gera nokkuð áhugavert með góðu "lögfræði-drama" Auðvitað verður alltaf að vera ein "evil malicious bitch" í hverri þáttaröð. Hún vefur honum um fingur sér og endar svo á að hafna greyinu eftir ítrekaðar tilraunir hans í ca. 12 þáttum til að gera hosur sínar grænar með öllum tiltækum ráðum. Dr. Phil kemur í þáttinn til að auka vinsældirnar aðeins því auðvitað er aumingja piparsveinninn afar illa farinn eftir tíkina, sem greinilega er hörð í horn að taka og gefur sig ekki að sveininum eins og hann hafði áætlað. Tíkin tapar að sjálfsögðu í endann, annað myndi ekki nokkur amerískur þáttaframleiðandi sætta sig við. Dómari kveður upp úrskurð og tíkin fær dóminn!! Hún er dæmd í 15 ára hjónaband með sveininum fagra sem fær áhorfendur til að stökkva upp úr sætum sínum með húrrahrópum. Piparsveinninn stendur, ber að ofan með sigurbros á vör og sígarettu í kjaftinum.


Svona er þetta, kaldhæðnin kitlar mann stundum og reiðin þarf útrás.

ps. Farið gæti svo að fallegt hús verði til sölu í byrjun vetrar, nánar auglýst síðar í nauðungaruppboðum.

Wednesday, July 09, 2008

Heimasætan sæta



















Svo falleg hún dóttir mín. Mikil listakona, róleg og góð.
Þetta er svona "mont" blogg, það má alveg stundum ;D