Friday, July 27, 2007

Ferðasagan!!
















Veit eiginlega ekki hvernig ég á að byrja að segja frá þessu ótrúlega óvænta sumarfríi. Ég átti pantaðan tíma hjá lækni fyrir sunnan á mánudegi, og ætlaði bara að vera fyrir sunnan yfir helgina og leyfa krökkunum að vera hjá pabba sínum á meðan.

Sigurpáll hringir í mig á fimmtudagskvöldinu og spyr hvort ég geti fært þennann læknatíma. Ég ranghvolfdi augunum og hugsaði "ooo hvaða vesen er núna..." hélt að hann gæti ekki haft börnin og ég þyrfti að fresta öllu draslinu. En NEI! Hann spyr mig hvort vegabréfið mitt sé í lagi! ....jaaaá, sagði ég og varð hálfskrýtin. -Hva, af hverju spyrðu?? -Ja, ég var að hugsa um að bjóða þér og börnunum með mér til Grikklands í viku og við förum á laugardaginn!! .....Lööööööönnnnnnng þögn.......öö... ha? -Ætlarðu að bjóða MÉR líka?? Ég var bara ekki að ná þessu :D ha ha ha!! Ég snerist í hringi í nokkra klukkutíma, vissi ekki hvar ég átti að byrja... hringdi í Þórunni systur sem sagði bara "what?" og "díses kræst" í nokkrar mínútur :D hehe, þetta var allt hálf skondið og skrýtið, en þvílík gleði og spenningur!! Krakkarnir spurðu mig svo hvort Grikkland væri lengra en útlönd? -Ha? Grikkland ER útlönd krakkar mínir :) -nei mamma sagði Jói, Mallorca er útlönd! Þar hafiði það!!

Við skutluðum nokkrum flíkum í tösku á meðan ég reyndi að ná blóðþrýstingnum niður og síðan settist ég niður og googlaði inn Rhodos svona rétt til að tékka á því hvert við værum að fara og hvað væri skemmtilegt að sjá þarna.


Við lögðum svo snemma af stað suður, og þar tók Sigurpáll krakkana en Auður tók við mér, teymdi mig inn í fatabúð og dressaði mig upp fyrir ferðina :D Rétti mér síðan fullan pokann af fötunum og sagði -til hamingju með afmælið um daginn Inga mín! Díses kræst!!! Ég var líka rosa sumarleg og fín allan tímann :D

Við fórum svo í loftið um 7 næsta morgun og þetta var um 6 klukkutíma flug. Það er skemmst frá því að segja að alla vikuna leið mér eins og prinsessu, þurfti aldrei að hugsa um neitt né hafa áhyggjur af neinu, Sigurbjörg og Jói voru meira og minna ofaní í sundlauginni og voru alveg alsæl! Það er sko mjög auðvelt að venjast því að láta dekra svona við sig á hverjum degi. Ég tók ekki gigtarlyfin með mér og var orðin bara ansi góð eftir nokkra daga í hitanum þrátt fyrir það.


Sigurpáll var alltaf fyrstur á fætur og var alltaf búin að redda öllu sem þurfti að redda. Fór út kl. 8 á morgnana og tók frá sólbekki fyrir okkur eða var búin að leigja bíl svo við gætum keyrt um og skoðað eyjuna. Ég tók að mér í þeirri ferð að vera einn glataðasti kortalesari allra tíma :/ misstum af einhverjum beygjum og svona... eheh.... en við náðum samt að stoppa við á einni fallegustu strönd sem ég hef séð. Sigurpáll fór með Jóa á hjólabát og Sigurbjörg byggði fallegan sandkastala á meðan ég lá á sólbekk og horfði upp á hæðina á rosalega fallegan alvöru kastala, ekki slæmt útsýni út um einhverja stofugluggana í þessu þorpinu :) "Lindos beach" er nafnið á ströndinni

Svo var farið í vatnagarð, go-cart og jet-ski fyrir ofurhugana, en ég lék drottningu á sólbekk og las bók á meðan :)

Restina af ferðinni lágum við í leti á æðislegu hóteli og nutum þess að vera saman sem lítil fjölskylda og gefa börnunum okkar þessar dásamlegu minningar.

Það eitt að heyra þau segja frá sumarfíinu sínu með mömmu OG pabba er mér alveg ofboðslega dýrmætt :')

Svo var alltaf pínu fyndið að sjá svipinn á íslendingunum þarna úti þegar við vorum spurð hvar við byggjum. Ég bý á Skagaströnd sagði ég, og hann í Reykjavík! hí hí :D -nú...ó.....já.... eruði ekki....?..jájá...ókei... vá..æðislegt!
jessjess, segi þetta gott af ferðasögunni í bili, set líka einhverjar myndir með!
góða nótt