Tuesday, September 12, 2006

Hún Freyja litla


Er bara alls ekkert lítil lengur. get ekki haldið á hundinum lengur og er hún nú ekki nema rétt tæplega fjögurra mánaða!! Var að reyna kenna henni að "sækja" áðan, það var eiginlega BARA fyndið!! En það tókst á endanum... þarf örugglega að kenna henni þetta daglega í einhvern tíma samt, þvílíkt gullfiskaminni sem þessir hvolpar hafa :)
Það hefur gengið á ýmsu síðan hún kom aftur. hér hafa flogið niður blómasúlur, málningadolla, nagaðir þröskuldar og svo notar hún hvert tækifæri til að stinga hreinlega af, og horfir svo á mig eins og ég sé geimvera þegar ég reyni að skamma hana. En eins og með börnin, þá fyrirgef ég henni allt þegar hún er sofnuð :D ha ha ha!

Sunday, September 03, 2006

seint koma sumir...

Vá, ég var gjörsamlega búin að gleyma notendanafninu og passwordinu og hefði pottþétt týnt nefinu ef það væri ekki njörvað fast á andlitið á mér !!

En semsagt skriðin aftur á bloggið eftir nokkur vel valin orð frá mínum nánustu :)

Sumarið hér í sveitinni er bara búið að vera yndislegt og ég er ekki alveg ennþá að fatta fólkið hér sem fer í sumarbústaði.... mér finnst ég eiginlega búa bara í einum slíkum :D ég er soddan borgarbarn ennþá að þetta er ennþá bara eins og sumarbústaðaland fyrir mér.

Börnin eru byrjuð í skólanum og enginn leikskóli lengur, þau eru orðin svo stór.... eða ég að minnka... tíhí... :)
það gengur bara mjög vel hjá þeim og við Sigurpáll búin að vera í nánu samstarfi við félagsfræðing og barnalækni varðandi spóalegginn okkar, en vegna þess hve ótrúlega vel gefnir og fallegir foreldrarnir eru höfum við ekki nokkrar áhyggjur af því að ekki rætist úr drengnum!! En erum engu að síður með alla arma úti og öflugt öryggisnet ef eitthvað kemur uppá, en það má víst alveg höndla þennan athyglisbrest með góðum aga og réttum uppeldisaðferðum.

Hann Jói minn er orðin svo vanur gigtveikri móður að hann kemur alltaf heim æpandi: HÆ MAMMA, ERTU LÚIN? hehe, það er svo sætt að ég get aldrei annað en brosað.
Þessi drengur er gangandi gullmoli :) hann lét til dæmis ömmu sína í Reykjvík vita það að hin amman hans væri ALLTAF að baka og ætti ALLTAF kökur!! ...nú nú!! sagði amman í Reykjavík þá.... á að láta mann heyra það!!
Af Sibbu sætu er það að frétta að hún saknar pabba síns soldið og virðist finna aðeins fyrir því að hann er langt í burtu. Ekki það að hún hitti hann ekki nóg, heldur kannski bara að vita af honum svona langt frá.

jæja, ég verð að passa að fara ekki yfir strikið í blogginu svona fyrst :)