Thursday, April 27, 2006

Froskur í álögum

Hann Jói útskrifaðist úr leikskólanum í dag með sóma :)
Ég, Sigurbjörg, Sigurpáll og Auður amma fengum sæti á fremsta bekk og sáum skemmtilega uppsett leikrit þar sem Jói lék frosk í álögum!! Froskurinn var svona með þeim fjörugri sem ég hef séð og ætlaði aldrei að sleppa prinsessunni þegar hún kyssti hann.. hahaha :D snemma beygist krókurinn ;)
Krakkarnir fengu síðan rós og viðurkenningaskjal, og svo fengum við öll köku og kaffi.

Wednesday, April 26, 2006

Sagan um mömmu

Hún dóttir mín skrifaði sögu um mömmu sína í dag, og ég eiginlega verð að setja hana hérna. það er ekki hjá því komist að maður fari nú aðeins endurskoða daglegt líf....ehemm..... :/
(ég skrifa þetta hérna eins og það kemur beint frá litla rithöfundinum)

MÖMMU!

HÚN MAMMA ER AÐ HANGA Í TÖLVUNI
HÚN ER AÐ BORÐA VIÐ TÖLVUNA
HÚN ER AÐ DREKA KÓK VIÐ TÖLVUNA OG SVO VAR MAMMA AÐ ROPA OG SEGIR EKKI AFSAKIÐ
HÚN MAMMA GLEIMIR AÐ TAKA TIL INNI HJÁ HENNI
HÚN GLEIMIR AÐ BÚA UMM RÚMIÐ SITT
ÐEGAR HÚN FER ÚT GLEIMIR HÚN AÐ SIDA HÚFUNA SÍNA

ENDIR

Monday, April 24, 2006

aahhhhh....

Einhver værð yfir mér í dag :) er furðu róleg miðað við aldur og fyrri störf!! Njótum þess á meðan það varir... hehe :)

Sólin skín, Sigurbjörg og vinkona hennar eru í dúkkuleik inní herbergi og koma reglulega fram til að sýna mér litlu börnin sín og ég hlusta á múskík á meðan í pikka inn nýjustu fréttir.
Þarf að fara í pappakassaleit á eftir, búin að fylla þessa sem ég átti. Bara mánuður í að ég komist í faðm fjölskyldunnar :) hí hí, það mætti halda að ég væri á einhverjum gleðipillum í dag :)

Annars horfði ég á kompás í gær og fékk létt sjokk. þar var fyrrum vinkona mín að rembast við að sprauta sig með morfínefni einhverju og það ætlaði aldrei að ganga hjá henni greyinu :'(
mikið var erfitt að horfa á hana svona illa haldna og langt leidda. Við vorum mjög nánar vinkonur þegar hún missti litla bróður sinn í slysi uppá jökli fyrir um 20 árum síðan og ég held að það hafi haft mikið að segja um framhaldið hjá henni.

Hún Bjarney ætlar að kíkja í heimsókn í kvöld og prjóna með mér aðeins, við höfum það alltaf svo gott þegar við hittumst. Fæ hana til að horfa með mér á survivor og svona ;)

Sunday, April 23, 2006

Sunnudagur framundan

Hvað skal gera?? Langar mest til að setja tærnar upp í loft og prjóna í allan dag, en ég kemst alveg örugglega ekki upp með það :)
var svo búin á því í gærkvöldi að ég var sofnuð um kl.10

Krakkarnir eru að deyja úr spenningi, pabbi þeirra er að koma heim frá köben í dag og lofaði að koma með pakka handa þeim. kannski tekur hann þau í smástund til sín, ég er eitthvað voðalega þreytt.

það er orðið pínu problem að pakka niður, get eiginlega ekki pakkað miklu meira í bili, ekki nenni ég að búa í tómri íbúð í heilan mánuð og einhvern veginn þarf maður allt þetta drasl í kringum sig :) hehe..
ég gæti nú örugglega byrjað á að þrífa eitthvað... ef ég bara nennti því...hmmm... voðalega er ég jákvæð í dag :D ha ha ha!!!

Thursday, April 20, 2006

Gleðilegt sumar

Jæja þá, við erum orðin eins og jójó á milli Skagastrandar og Reykjavíkur :)
Erum eins og er sunnanmegin á landinu, þar sem sumarið er!!!
Ég fékk þetta yndislega frí í dag þegar amman hringdi og bað um að fá börnin í skrúðgöngu og fleira, þau voru að koma heim rétt í þessu, skemmtu sér rosa vel að horfa á fimleika sýningu og lúðrasveit og skáta eitthvað og solleis :) og eru núna bæði í baðkarinu að vökva gólfið!! Nenni ekki að æsa mig yfir því í dag.

Horfði á frábæra mynd í dag með honum Will Smith, hún heitir "Hitch" og ég hló mikið, gef þessari mynd einkunina "góð skemmtun".

Ég talaði við Kristian minn í dag, hann er kominn heill á húfi til Noregs og hefur það gott, held hann sé eitthvað að svipast um eftir vinnu þessa dagana, það ætti ekki að vera problem fyrir þann gáfumann :)

þá hef ég talið upp svona það allra helsta held ég. Er alveg svakalega dugleg að prjóna og það sama má segja um konurnar mínar fyrir norðan, allar með nítró í fingrum audda.
Svo er ég búin að eyða svo miklum peningum upp á síðkastið að ég býst við símtali frá seðlabankastjóra any day now... HALDA AÐ SÉR HÖNDUM Í EYÐSLU... heyrði ég í fréttunum einhverntíma nýlega... hí hí hí :D
búin að kaupa ísskáp, eldhúsborð og stóla, rúm handa krökkunum og margt margt fleira.

jæja öskrin og lætin að aukast frá baðherberginu... time for a lecture i guess..

Saturday, April 15, 2006

Páskafrí á Skagaströnd

Erum á ströndinni í rosa fjöri með fjölskyldunni, eitthvað hefur nú verið um veikindi hérna samt, Þórunn og strákarnir voru öll veik þegar við komum á þriðjudaginn en eru nú öll að hressast :)
Krakkarnir hafa skemmt sér mjög vel saman og Sigurbjörg fékk að gista í sveitinni eina nótt!

Erum núna að gera okkur reddí fyrir smá verslunarferð á Blönduós, ætla að kaupa mér garn í nýtt verkefni þar sem ég kláraði bleiku dúllu peysuna í gær, hún er BARA æðisleg :)
Ætlum síðan að fara í hádegismat á Steinnýjastaði og fá pizzu og leyfa krökkunum að leika.
Hún Sigurbjörg fékk að fara á skíði með Andreu og hún er ekki lítið spennt yfir því að kunna á skíði :) held hún ætli eitthvað að dobbla pabba sinn fyrir næsta vetur, hann er víst yfir íþróttadeildinni hjá börnunum sínum og stendur sig vel í að hvetja þau til að hreyfa sig og stunda íþróttir!!

jæja, við erum víst öll að verða tilbúin, það snjóar og snjóar svo við verðum að keyra varlega.

lofa að skrifa meira mjög fljótt, svo... stay tuned ;)