Saturday, April 15, 2006

Páskafrí á Skagaströnd

Erum á ströndinni í rosa fjöri með fjölskyldunni, eitthvað hefur nú verið um veikindi hérna samt, Þórunn og strákarnir voru öll veik þegar við komum á þriðjudaginn en eru nú öll að hressast :)
Krakkarnir hafa skemmt sér mjög vel saman og Sigurbjörg fékk að gista í sveitinni eina nótt!

Erum núna að gera okkur reddí fyrir smá verslunarferð á Blönduós, ætla að kaupa mér garn í nýtt verkefni þar sem ég kláraði bleiku dúllu peysuna í gær, hún er BARA æðisleg :)
Ætlum síðan að fara í hádegismat á Steinnýjastaði og fá pizzu og leyfa krökkunum að leika.
Hún Sigurbjörg fékk að fara á skíði með Andreu og hún er ekki lítið spennt yfir því að kunna á skíði :) held hún ætli eitthvað að dobbla pabba sinn fyrir næsta vetur, hann er víst yfir íþróttadeildinni hjá börnunum sínum og stendur sig vel í að hvetja þau til að hreyfa sig og stunda íþróttir!!

jæja, við erum víst öll að verða tilbúin, það snjóar og snjóar svo við verðum að keyra varlega.

lofa að skrifa meira mjög fljótt, svo... stay tuned ;)

3 comments:

Bjarney Halldórsdóttir said...

Gleðilega páska! Gaman að sjá nýja færslu hjá þér. Hafið það gott áfram.
Kveðja úr bænum.

BbulgroZ said...

Gaman að heyra hvað þetta er allt saman að ganga vel...gangi ykkur vel áfram.

Anonymous said...

Hæ Inga "hvað þýðir tuned"?
hahhahahaha Hekl kveðja Linda