Monday, April 24, 2006

aahhhhh....

Einhver værð yfir mér í dag :) er furðu róleg miðað við aldur og fyrri störf!! Njótum þess á meðan það varir... hehe :)

Sólin skín, Sigurbjörg og vinkona hennar eru í dúkkuleik inní herbergi og koma reglulega fram til að sýna mér litlu börnin sín og ég hlusta á múskík á meðan í pikka inn nýjustu fréttir.
Þarf að fara í pappakassaleit á eftir, búin að fylla þessa sem ég átti. Bara mánuður í að ég komist í faðm fjölskyldunnar :) hí hí, það mætti halda að ég væri á einhverjum gleðipillum í dag :)

Annars horfði ég á kompás í gær og fékk létt sjokk. þar var fyrrum vinkona mín að rembast við að sprauta sig með morfínefni einhverju og það ætlaði aldrei að ganga hjá henni greyinu :'(
mikið var erfitt að horfa á hana svona illa haldna og langt leidda. Við vorum mjög nánar vinkonur þegar hún missti litla bróður sinn í slysi uppá jökli fyrir um 20 árum síðan og ég held að það hafi haft mikið að segja um framhaldið hjá henni.

Hún Bjarney ætlar að kíkja í heimsókn í kvöld og prjóna með mér aðeins, við höfum það alltaf svo gott þegar við hittumst. Fæ hana til að horfa með mér á survivor og svona ;)

6 comments:

Anonymous said...

Ohhh, alltaf svo sorglegt þegar fólk leiðist inná þessa braut og finnur ekki leiðina til baka aftur.

Gaman að heyra hvað þig hlakkar til elsku sæta frænka mín, verðum nú að stefna á að hittast a.m.k. einu sinni áður en þú flytur. Það er reyndar svo langt á milli okkar að ég er ekki alveg viss um að þetta takist hjá okkur !!!!

BbulgroZ said...

Leiðinlegt með vinkonuna langt leiddu...en gaman að þið Fransína náið að horfa saman á Survivor ofl...: )

Bjarney Halldórsdóttir said...

Takk fyrir í gær Inga. Við höfðum það bara notó fannst þér ekki?
Á enn í smá vandræðum með sokkinn sem ég er að prjóna, þarf líklegast meiri hjálp frá þér.

ingamaja said...

jú við höfum það alltaf svo gott, og tíminn er alltof fljótur að líða þegar maður hefur það svona kósí :)
ég kem til þín um helgina bara, er barnlaus og alles!!

Bella said...

Sorglegt að heyra hvernig farið er fyrir henni. Ég hef fundið til með henni alveg frá því hún keypti sér vini með límmiðum í barnaskóla. Ég grét þegar bróðir hennar dó. Hann var svo sætur og glaðvær og skemmtilegur. Blessuð sé minning hans!
Ég vona svo sannarlega að hún nái að rétta sig við og finna hamingjuna!

Mér þykir leiðinlegt, Inga að hafa ekki haft tíma til að kíkja við hjá þér um páskana. Dagarnir bara flugu áfram. Ég hefði svo gjarnan viljað hitta þig.

ingamaja said...

Ekkert mál Bella mín, við finnum okkar tíma seinna. þú kemur kannski bara og heimsækir mig í sveitina einhvern daginn :)