Thursday, April 27, 2006

Froskur í álögum

Hann Jói útskrifaðist úr leikskólanum í dag með sóma :)
Ég, Sigurbjörg, Sigurpáll og Auður amma fengum sæti á fremsta bekk og sáum skemmtilega uppsett leikrit þar sem Jói lék frosk í álögum!! Froskurinn var svona með þeim fjörugri sem ég hef séð og ætlaði aldrei að sleppa prinsessunni þegar hún kyssti hann.. hahaha :D snemma beygist krókurinn ;)
Krakkarnir fengu síðan rós og viðurkenningaskjal, og svo fengum við öll köku og kaffi.

5 comments:

BbulgroZ said...

Til hamingju með litla froskinn þinn : )

ingamaja said...

takk fyrir :)
tíminn líður hratt á gervihnattaöld. þá eru bara bæði krílin mín komin í "alvöru" skóla!!

Bjarney Halldórsdóttir said...

Þetta eru sniðugir og skemmtilegir krakkar sem þú átt.

Anonymous said...

það voru nú ekki allir sem fengu sér köku...hmmmm... :) kv,SHJ

ingamaja said...

nei, það er rétt, einkaþjálfarinn sýndi mikinn andlegan viljastyrk og neitaði sér um súkkalaðiköku!!
enda talar skrokkurinn sínu máli, jú og greinilega ekki að ástæðulausu að hann ber titilinn "fallegasti rassinn í world class" híhí :D