Wednesday, May 03, 2006

Greyið Inga

Hér er allt á hvolfi, og ég er einhvernveginn á hvolfi bara líka... veit ekki í hvorn fótinn á að stíga, hvar ég byrja eða hvar ég enda :(
Kannski er ég bara komin með einhvern flutningskvíða því ég finn óöryggið hellast yfir mig og mér finnst ég eitthvað voðalega alein í heiminum... vonleysið nær tökum á manni stundum... alveg þangað til börnin koma heim úr skólanum æpandi glöð og kát og heimta athygli :) hvar væri ég án þeirra??
Greinilega einn af þessum "aumingja ég" dögum.

Og hvað gerum við þá??
Jú, við förum út í búð og kaupum okkur súkkulaði!!!

6 comments:

Bjarney Halldórsdóttir said...

Þú ert ótrúleg elsku Inga, meira að segja þegar þú ert að kvarta undan heiminum tekst þér að vera létt og skemmtileg. Ég bara skil ekki hvernig þú ferð að þessu. Í samanburði við þig er ég alltaf þung og hæg.
En eins og þú segir sjálf þá er þetta tímabil og þau líða alltaf hjá. Ég veit að þessi ákvörðun hjá þér að flytja norður er rétt og skynsamleg, en það er bara svo langt að bíða og þá hættir manni til að hugsa of mikið. Þetta á allt eftir að ganga glimrandi vel.

En heirðu eigum við ekki að hittast í hádeginu fljótlega (kannski bara á morgun)?

ingamaja said...

jú ég væri sko alveg til í að koma í hádegishitting, kemst á morgun svo lengi sem það er ekki rauður dagur á almanakinu :) þeir eru nebbla búnir að vera nokkrir nýlega og mar bara nett ringlaður.... frí.. ekki frí...frí....ekki frí....frí...ekki frí....

Bjarney Halldórsdóttir said...

Enginn rauður dagur á morgun. Þá er það ákveðið, þú sækir mig kl. 12!

Anonymous said...

Hæ kjútípæ sæta skemmtilega yndislega FALLEGA góða systir þetta fer nú allt að koma með flutningin vona bara að þau séu jafn spennt og þú að flytja og drífi sig nú bara fljótlega !!!!
Hér er smá til að tear you up hvað sem það þýðir nú http://www.hi.is/~gudlaugu/index.php?sub=profid
Haðfu það nú nottó þangað til við Adda komum

Anonymous said...

hæ hæ SUGAR BABE ;)
æji hvað ég vildi að þú værir hérna að prjóna með mér :)
en já það er ekkért skrítið að þér líði svona hálf vonlausri... það er nú BARA vegna þess að þú saknar mín og þetta er of löng bið eftir að komast í DREAM WORLD á Skagaströnd (hehe) en þú ferð nú alveg að koma ;)
og mundu að sleppa súkkulaðinu og fáðu þér bara appelsínu elskan ;)
Kremjuknús frá mér ...
Þórunn BESTA systirinn (hehe)

ingamaja said...

manni vöknar bara um augu við svona sæt skilaboð :)
takk elskurnar mínar, þetta lagast þegar ég kem til ykkar