Tuesday, May 09, 2006

viðburðaríkir dagar

það er bara gestagangur þessa dagana. Jón Gunnar bróðir og Guðrún voru hjá okkur um helgina, svo í gær kom Linda systir með Andreu með sér og þær gistu í nótt. Andrea þurfti nebbla að fara til tannréttinga læknis. Veðrið er búið að vera algjör draumur og við sátum bara ég og nágrannakona mín úti í allan gærdag og kjöftuðum á meðan börnin hennar 3 og mín 2 léku sér í sólinni :) Ég hef ekki fengið svona mikið súrefni í einum skammti síðan á síðustu öld!!

Hún Sigurbjörg er heima í dag með gubbupest greyið, svo við reynum að láta fara vel um okkur og horfum á niðurhalað efni úr tölvunni ;)
hún er að hressast aðeins og var svo svöng þegar pabbi hennar hringdi til að heyra í henni að hún fékk hann til að koma með "special delivery" handa okkur af boost barnum í Laugum :D

Næstu helgi verð ég svo barnlaus og þá er planað að rusla sem mestu ofaní kassa og sletta einhverjum tuskum á pleisið. Við flytjum 27.maí, svo lengi sem flutningabílstjórinn samþykkir það. Svo ef þið lumið á hraustum eiginmönnum, þá er öll aðstoð vel þegin :)
Hann Sigurpáll og Gísli bróðir hans ætla að koma, og svo hjálpar bílstjórinn minn líka, en ég hefði viljað að þetta tæki eins stuttan tíma og mögulegt er því ég er að fá hann Stulla til að flytja þetta fyrir mig og hann ætlar ekki taka neitt fyrir það sjálfur, svo ég vil helst ekki taka af honum alla helgina í þetta!

Og nú er maður komin í átak. það er víst of seint að komast í kjólinn fyrir jólin.... í staðin ætla ég bara að skreppa saman því það er svo gaman :D

2 comments:

Anonymous said...

já það verður bara harkan sex ,næstu helgi hjá þér ;) enda ertu barasta AAALLLLLVVEEEGGG að flytja,bara 2 helgar í viðbót og svo kemur þú á þeirri þriðju (jibbí) en gangi þér vel í átakinu sæta skvísin mín ;))

Refsarinn said...

Þetta fer nú að verða eins og groundhog day hjá þér. Á ekkert að fara að blogga?
Til hamingju annars með nýja húsið. Fransína segir það vera algert æði. Kannski maður renni við í sumar? Ertu með heitt á könnunni?