Wednesday, June 14, 2006

Flutt ! ! ! !

hæ allir!
Þá eru flutningum lokið :) En ef þið hélduð að ég væri komin í einhverja afslöppun, þá er nú öðru nær!! Hef bara aldrei haft svona mikið að gera, þessi garður er nú í fyrsta lagi bara hlutastarf út af fyrir sig, og svo eru börnin í fríi. En þetta er yndislegra en ég hafði búist við, hér eru alltaf gestir og ég er umkringd ættingjum.. sem "by the way" eru gestirnir... hehe :)
Hún Þórunn systir gerði sér lítið fyrir og eyddi hér ca. 6 tímum á dag fyrstu vikuna í að mála fyrir mig, og hlustaði ekki á neinn þegar við reyndum að fá hana til að hvíla sig öðru hvoru, hvílík harka :)
Heiðmar frændi kom svo og setti saman alla ikea sjoppuna eins og hún lagði sig og tók niður og setti upp aftur allar hillurnar í geymslunni svo Tóta gæti málað! svo er mamma gamla búin að hjálpa til við að setja upp gardínur og elda og baka í liðið þegar á þurfti að halda og Jón Gunnar bróðir kom í gær og snyrti alla runnana hjá mér, og svo til að toppa þetta allt saman kom hann Bjössi áðan og setti upp helling af ljósum blöndunartækjum og fleira!!! Já skagstrendingar eru greinilega ekki þekktir á letinni :D

Ég er búin að fá mína fyrstu heimsókn að sunnan! Bjarney mín gat bara ekki beðið eftir að sjá mig og brunað bara norður. Við höfðum það alveg rosalega kósí við að spjalla, pússla, sötra baileys og fleira skemmtilegt :) Þórunn leyfði Jóa bara að gista svo við gætum verið í rólegheitum.

Nú skora ég bara á ykkur hina fyrir sunnan að kíkja í sveitina, alltaf kaffi á könnunni og sonna.
Og svo hef ég líka frábæra gistiaðstöðu!

Jæja þetta er ágætt í bili, ég er búin að vera svo á fleygiferð síðustu daga að ég hafði mig bara ekki í að blogga strax.

Takk til ykkar allra sem hjálpuðu mér fyrir sunnan að hlaða í bílinn, Róra mín, það minntist nú ein á það þarna í öllum látunum að þú værir nú á við hvaða karlmann þegar kemur að því að bera þunga hluti :) he he, kjarnakona ertu!!

1 comment:

Anonymous said...

Tek þessu sem hrósi ;) það var BARA gaman að geta hjálpað þér eitthvað sæta mín, ég kem í sumar, alveg pottþétt en veit ekki alveg hvenær.........