Tuesday, June 20, 2006

það helsta

Erum að pæla í því að fara á Akureyri á morgun, semsagt ég og mamma... allir hinir eru einhvernveginn á leiðinni úr landi eða bara alls ekki á landinu!!
Ég nebbla fékk Lindu systir til að kaupa rimlagardínur fyrir mig síðast þegar hún fór, og var svo upptekin af því að hún keypti rétta stærð að ég spáði ekkert í síddinni. Svo þegar hann Bjössi var búin að setja upp eitt stykki þá kemur í ljós að hún náði rétt rúmlega hálfan gluggann :) var reyndar pínu fyndið og alveg ekta Inga!!

Sibba sæta og Jói spói hafa varla tíma til að borða þessa dagana, ég næ þeim bara ekki inn, þarf meira að segja að fara rúntinn til að leita!!! ótrúlegt, börnin sem ég fékk varla til að fara út í Maríubakkanum. það er þvílíkt verið að bralla hér, þau eru hjólandi, í næstu götu á trampólíni, safna steinum í fjörunni, útá skólalóð, eða bara bankandi uppá hjá öllum ættingjum og sníkja nammi eða smá yl í kroppinn :D þetta er alveg yndislegt, þau eru svo frjáls.

Gigtarmálin eru í molum, og það er farið að verða ansi pirrandi... ég er nebbla komin með einhverja garð-bakteríu og held að margur fengi nú nett sjokk að sjá MIG með garðhanska og skóflu í hendi :) en mínir grænu fingur bara neita að virka :( en... mar á víst að vera jákvæður, svo ég hugga mig við það að ég get þó gengið, talað, heyrt og séð :D hí hí... já og eins og hún Þórunn systir sagði um daginn þegar hún var að reyna að fá mig á djammið.. "en...geturðu ekki alveg lyft bjór"?? ha ha ha :D hún er alveg snilld hún litla systir!!

3 comments:

Bjarney Halldórsdóttir said...

Frábært að sjá svona fullt fullt nýtt eftir að hafa verið fjarverandi (þ.e. ég ) í rúma viku.

Jæja svo garðálfurinn í þér hefur náð að spretta fram og er að reyna að blómstra. Vonandi fara puttarnir að batna svo þú getir virkilega látið ljóst þitt skína í garðinum.

Anonymous said...

Sæl , gaman að heyra að allt gegnur vel hjá þér. Ég væri alveg til í að sjá þig vinna í garðinum. Einu sinni talaðir þú um það að malbika heilan garð bara og setja svo pottablóm.

Anonymous said...

En við söknum ykkar úr Maríubakka en þetta hljómar bara svo vel. Er að hugsa um að leita mér að húsi þarna og koma til þín bara , hummmm, bið að heilsa krökkunum þínum