Saturday, March 07, 2009

Dúkkur þurfa líka föt



































Ýmislegt sem prjónað hefur verið svona inn á milli síðustu ár. Litlu bleiku húfuna prjónaði Bjarney vinkona reyndar og gaf Sigurbjörgu. Gula settið er bara bullað upp jafnóðum og ég prjónaði það. Það sama á við um hekluðu kjólana, held samt að ég hafi stuðst þar við eitthvað munstur úr einhverju blaðinu.

Tuesday, March 03, 2009

Peysur
















Hér eru peysurnar tvær sem ég kláraði nýlega. Þetta er uppskrift úr Tvinnu, rauða peysan er prjónuð úr Fridtidsgarninu eins og uppskriftin segir til um og kom mjög vel út. Bláa peysan er hinsvegar úr Mandarin Fiesta, mig hefur lengi langað til að prjóna með þessum geggjaða gallabuxnalit, garnið er líka mjög mjúkt (bómull).
Tölurnar á bláu peysuna gaf hún Guðmunda mér, þær eru rosa flottar og koma vel út við litinn á peysunni.
Næsta verkefni er á prjónum nú þegar þrátt fyrir feitan og bólginn baugfingur :)

Saturday, February 21, 2009

Taskan




Ég kláraði loksins töskuna í dag. Þetta er í fyrsta skipti sem ég prjóna úr plötulopa, hef heldur aldrei þæft neitt og þar að auki aldrei séð þæfingarnál, hvað þá að vita til hvers slíkt er notað :)
Svo þetta var virkilega skemmtilegt verkefni og heppnaðist vel. Hérna eru svo myndir af stykkinu, ég setti með á einni þeirra A4 blað svona til samanburðar því taskan á að passa vel fyrir kórmöppurnar. Þetta er allt sama taskan, bara sýnt framan og aftan á hana.

Þá er bara að fitja upp á næsta verkefni.