Tuesday, March 06, 2007

Framhjákúksprump!!!!



Arrrgaði úr hlátri þegar hún litla systir mín lét þetta orð flakka um daginn :D Hún á það nefnilega til að vera skemmtilega orðheppin og stundum koma svona gullmolar.





Virðist vera voða mikið að gera hjá öllum þessa dagana, Þórunn og mamma fóru á Akureyri í gær, og ég NEYDDIST til að fara til tannlæknis svo það var farið á krókinn í morgun, skildi bílinn þar eftir með von um að fá loksins úr því skorið hvað er að bögga hann, og síðan eru einhverjar 40 kellingar héðan að fara í húsmæðraferð suður um helgina! Ég á aldeilis eftir að vaða í karlmönnum hérna í staðnum á meðan :) hí hí!





Held ég sé vonandi að stíga upp úr einhverju gigtarkasti, hef hreinlega bara sofið, haltrað og verið mjög pirruð í marga daga.





Jæja, ég er að hugsa um að labba á móti krökkunum, þau eru að koma úr íþróttaskólanum og það er svo tilvalið að viðra Mikka í leiðinni, ef hann fýkur ekki bara niður í fjöru... svaka rok hérna núna og er víst bara spáð meira af slíku næstu daga.