Tuesday, March 06, 2007

Framhjákúksprump!!!!



Arrrgaði úr hlátri þegar hún litla systir mín lét þetta orð flakka um daginn :D Hún á það nefnilega til að vera skemmtilega orðheppin og stundum koma svona gullmolar.





Virðist vera voða mikið að gera hjá öllum þessa dagana, Þórunn og mamma fóru á Akureyri í gær, og ég NEYDDIST til að fara til tannlæknis svo það var farið á krókinn í morgun, skildi bílinn þar eftir með von um að fá loksins úr því skorið hvað er að bögga hann, og síðan eru einhverjar 40 kellingar héðan að fara í húsmæðraferð suður um helgina! Ég á aldeilis eftir að vaða í karlmönnum hérna í staðnum á meðan :) hí hí!





Held ég sé vonandi að stíga upp úr einhverju gigtarkasti, hef hreinlega bara sofið, haltrað og verið mjög pirruð í marga daga.





Jæja, ég er að hugsa um að labba á móti krökkunum, þau eru að koma úr íþróttaskólanum og það er svo tilvalið að viðra Mikka í leiðinni, ef hann fýkur ekki bara niður í fjöru... svaka rok hérna núna og er víst bara spáð meira af slíku næstu daga.

5 comments:

Bjarney Halldórsdóttir said...

Hebbði ekki verið nær fyrir þig að fara með þessum 40 í bæinn...

Nei segi bara svona. Er farin að sakna þín óskaplega og hefði viljað leggja undir þig smávegis prjónavandamál. Er komin langleiðina með peysuna á Hrund, nema ég er ekki viss um að hún sé nógu stór. En svo veit maður aldri hvað garnið kann að gera þegar það er þvegið í fyrsta skipti.

Anonymous said...

Hæ Inga mín alltaf gaman að koma inná síðuna þína og skoða og fylgjast með. Við verðum að gera okkur ferð norður í sumar og heimsækja ykkur, verður gaman að sjá hvernig þið búið. Pétur Helgi er að fara að byrja í leikskóla í apríl, byrjaður að tala og tala og er með jólasvein á heilanum. Horfir á "jólasveinar syngja og dansa" daginn út og daginn inn, þannig að hjá okkur eru ennþá jólin. Bið að heilsa í bili, Maja granni.

Anonymous said...

hæ Maja :)
hugsaði mikið til þín þegar ég var á þorrablótinu hérna um daginn, alveg ótrúlegt en þú átt tvífara hérna á Skagaströnd!! Þessi stelpa er alveg rosalega lík þér.. þyrfti eiginlega að nappa mynd af henni næst þegar ég sé hana.

Anonymous said...

hæ hæ systa jæja þá er það árshátíðin hjá krökkunum í kvöld
og suðurferð á morgunn eða er það ekki?

ég er farin að blogga aftur.,.,.,.,,.,.,.,.,.,.,.,.,
sjáumst

Refsarinn said...

Mikið óskaplega er orðið langt frá seinustu færslu. Er ekkert að frétta? Sjáið þið eitthvað til vorsins þarna fyrir norðan?