Wednesday, April 25, 2007

sumar á ströndinni!!




Jú, þar kom að því, hitinn fór yfir 10 gráður, og göturnar fyllast af krökkum að hjóla og leika :)


...en það þýðir auðvitað líka að flugurnar eru að vakna. Dísús, það er varla hægt að fara inní þvottahúsið hjá mér fyrir sveimandi skordýrum, þurfti að loka glugganum í gær, spreyja og fara svo inn hálftíma seinna og ryksjúga upp líkin. Æi maður lætur sig nú hafa ýmislegt fyrir góða veðrið :)


Við systur erum komnar á fleygiferð í inniblómarækt, og þetta er SVO GAMAN!!! Það má eiginlega segja að við séum með nefið ofan í moldinni og bíðum eftir að eitthvað gægist upp... ha ha ha :D pínu skondið þegar maður fær svona svakalegan áhuga, hún Steinunn mín hefði nú ábyggilega doltið gaman af því að vera hérna og hlæja að okkur öðru hvoru.




Hér hefur heimilið verið í algjörri steik í nokkrar vikur, en vel þess virði þar sem nú eru komnar nýjar og flottar flísar á þvottahúsið, búrið og geymsluna, þar sem áður var ca. 20 ára gamall dúkur. Bjössi og Einar afi lágu hérna í gólfinu kvöld eftir kvöld að leggja þetta fyrir mig, og ég hugsa hlýtt til þeirra þegar ég fer í að þvo þvottinn.




Það er alveg agalegt þegar líður svona á milli blogga, maður þarf einhvernveginn að skrifa hálfan heiminn í einu þegar svo loksins kemur að því.




Læt hér fylgja með myndir af blómum sem ég ræktaði sjálf í fyrra og eru svona rosalega að þakka mér fyrir núna. Og svo sést líka aðeins í sólbekkinn sem Bjössi var að setja upp í stofunni hjá mér. Ég var ekki lengi að fylla hann af blómum.

6 comments:

Anonymous said...

Flotta plöntur hjá þér Inga. Er ekki meira að koma upp af öllu fræinu sem að þú keyptir í haust og sendir svo hana systur þína eftir meiru. Ef að þessi planta sem er á myndinni er allt of há hjá þér mátt þú allveg klippa toppinn af henni en það verða að vera einhver blöð fyrir neðan hún skiptir sér þá og verður stærri og þéttari. Gangi þér vel og við söknum þín úr kökuklúbbnum. kveðja Steinunn

Anonymous said...

hey flott að hafa garðyrkjumeistara sem að commentar á blómin og gefur manni hugmyndir ;)

flott að þú skulir vera farin að blogga ,ég var að blogga loksins hjá mér ;)

jæja ég er farin að klippa af kólusinum ;)))

Anonymous said...

Loksins kom blogg.........ég er búin að bíða lengi.
Jahérna hér, komin í inniblómaræktun.....það munar ekkert um sveitaskapinn hahaha.

Hlakka til að koma norður og sjá nýja þvottahúsið þitt :)

ingamaja said...

takk fyrir gott ráð steinunn! það er komið hellingur upp að dvergtómata plöntunum sem við vorum spenntar fyrir, en getum alveg ómögulega fengið upp þetta blessaða bananatré. það heppnaðist eitt í fyrra og er bara flott, en svo erum við að reyna að ná einu fyrir tótu systur og ekkert gerist ennþá.. ég skal setja inn mynd af mínu á morgun :)

Refsarinn said...

Gott að heyra loksins frá þér mín kæra og gott að allt er vel í sveitinni.

Bjarney Halldórsdóttir said...

Vá flott blóm, mig langar í svona.

Ég ætla að setja niður eplasteina í dag og sjá hvort ekki komi falleg planta upp af því.

Gaman að sjá nýtt blogg. Ég sleppti heimsókn inn á bloggið í gær í mótmælaskyni og þá er auðvitað komið nýtt innlegg. Þau greinilega svínvirka hjá mér mótmælin!