Sunday, April 29, 2007

Frú Steinunn!







hæ Steinunn :)



meiri blómaráð takk! Eða grasaráð öllu heldur. Mig langar svo að vita hvað og hvenær ég á að gera eitthvað við grasflötinn hjá mér, langar að halda þessu góðu, það er kominn nebbla mosavesen hér og þar.






Veðrið er geðveikt og við bara erum bara öll úti að hreinsa beð, þvo bílinn, hjóla og leika :)






Steinunn, ég set með hérna mynd af paprikutré sem er orðið ansi fallegt, og svo kaktusinn sem þú gafst mér fyrir 8 árum :D






Wednesday, April 25, 2007

sumar á ströndinni!!




Jú, þar kom að því, hitinn fór yfir 10 gráður, og göturnar fyllast af krökkum að hjóla og leika :)


...en það þýðir auðvitað líka að flugurnar eru að vakna. Dísús, það er varla hægt að fara inní þvottahúsið hjá mér fyrir sveimandi skordýrum, þurfti að loka glugganum í gær, spreyja og fara svo inn hálftíma seinna og ryksjúga upp líkin. Æi maður lætur sig nú hafa ýmislegt fyrir góða veðrið :)


Við systur erum komnar á fleygiferð í inniblómarækt, og þetta er SVO GAMAN!!! Það má eiginlega segja að við séum með nefið ofan í moldinni og bíðum eftir að eitthvað gægist upp... ha ha ha :D pínu skondið þegar maður fær svona svakalegan áhuga, hún Steinunn mín hefði nú ábyggilega doltið gaman af því að vera hérna og hlæja að okkur öðru hvoru.




Hér hefur heimilið verið í algjörri steik í nokkrar vikur, en vel þess virði þar sem nú eru komnar nýjar og flottar flísar á þvottahúsið, búrið og geymsluna, þar sem áður var ca. 20 ára gamall dúkur. Bjössi og Einar afi lágu hérna í gólfinu kvöld eftir kvöld að leggja þetta fyrir mig, og ég hugsa hlýtt til þeirra þegar ég fer í að þvo þvottinn.




Það er alveg agalegt þegar líður svona á milli blogga, maður þarf einhvernveginn að skrifa hálfan heiminn í einu þegar svo loksins kemur að því.




Læt hér fylgja með myndir af blómum sem ég ræktaði sjálf í fyrra og eru svona rosalega að þakka mér fyrir núna. Og svo sést líka aðeins í sólbekkinn sem Bjössi var að setja upp í stofunni hjá mér. Ég var ekki lengi að fylla hann af blómum.