Sunday, September 03, 2006

seint koma sumir...

Vá, ég var gjörsamlega búin að gleyma notendanafninu og passwordinu og hefði pottþétt týnt nefinu ef það væri ekki njörvað fast á andlitið á mér !!

En semsagt skriðin aftur á bloggið eftir nokkur vel valin orð frá mínum nánustu :)

Sumarið hér í sveitinni er bara búið að vera yndislegt og ég er ekki alveg ennþá að fatta fólkið hér sem fer í sumarbústaði.... mér finnst ég eiginlega búa bara í einum slíkum :D ég er soddan borgarbarn ennþá að þetta er ennþá bara eins og sumarbústaðaland fyrir mér.

Börnin eru byrjuð í skólanum og enginn leikskóli lengur, þau eru orðin svo stór.... eða ég að minnka... tíhí... :)
það gengur bara mjög vel hjá þeim og við Sigurpáll búin að vera í nánu samstarfi við félagsfræðing og barnalækni varðandi spóalegginn okkar, en vegna þess hve ótrúlega vel gefnir og fallegir foreldrarnir eru höfum við ekki nokkrar áhyggjur af því að ekki rætist úr drengnum!! En erum engu að síður með alla arma úti og öflugt öryggisnet ef eitthvað kemur uppá, en það má víst alveg höndla þennan athyglisbrest með góðum aga og réttum uppeldisaðferðum.

Hann Jói minn er orðin svo vanur gigtveikri móður að hann kemur alltaf heim æpandi: HÆ MAMMA, ERTU LÚIN? hehe, það er svo sætt að ég get aldrei annað en brosað.
Þessi drengur er gangandi gullmoli :) hann lét til dæmis ömmu sína í Reykjvík vita það að hin amman hans væri ALLTAF að baka og ætti ALLTAF kökur!! ...nú nú!! sagði amman í Reykjavík þá.... á að láta mann heyra það!!
Af Sibbu sætu er það að frétta að hún saknar pabba síns soldið og virðist finna aðeins fyrir því að hann er langt í burtu. Ekki það að hún hitti hann ekki nóg, heldur kannski bara að vita af honum svona langt frá.

jæja, ég verð að passa að fara ekki yfir strikið í blogginu svona fyrst :)

5 comments:

Anonymous said...

Auðvita mun allt ganga vel með Jóa spóa....hann er svo klár eins og frænka sín :)
Já ég er líka sammála því með sumarbústaðinn, mér fannst ég vera í þvílíkt flottum sumarbústað þegar ég kom til þín í sumar.
Ánægð með að þú sért farin að blogga aftur sæta.....sjáumst ;)

Bjarney Halldórsdóttir said...

Velkomin aftur.

BbulgroZ said...

Gott að heyra frá þér aftur Inga. Gangi ykkur allt í haginn : )

Anonymous said...

Hæ Inga mín vildi bara láta þig vita að ég kíkji alltaf inná bloggið hjá þér annað slagið og mikið er ég ánægð að þú ert byrjuð aftur. Finnst gaman að fylgjast með ykkur gömlu nágrönnunum mínum. Af okkur er allt fínt að frétta, Pétur Helgi hleypur út um allt bablandi. Lengi vel rauk hann alltaf að fyrrum hurðinni ykkar og lamdi á hana og kallaði, skildi ekkert í því að honum var ekki svarað :). Við erum byrjuð að byggja, íbúðin komin á sölu og planið að flytja í maí. Endilega vertu í bandi ef þú átt leið í bæjinn. Gangi ykkur vel, Maja neighbour.

Bjarney Halldórsdóttir said...

Veistu að nú er ég farin að kíkja inn til þín daglega aftur. Og alltaf vona ég jafn heitt og innilega að nýtt blogg hafi laumast inn á síðuna þína.

Ég hlakka mikið til að sjá næsta blogg :)