Friday, July 11, 2008

Desperate bachelor !

Góð hugmynd að mjög svo lélegum raunveruleikaþætti, en hægt að gera nokkuð áhugavert með góðu "lögfræði-drama" Auðvitað verður alltaf að vera ein "evil malicious bitch" í hverri þáttaröð. Hún vefur honum um fingur sér og endar svo á að hafna greyinu eftir ítrekaðar tilraunir hans í ca. 12 þáttum til að gera hosur sínar grænar með öllum tiltækum ráðum. Dr. Phil kemur í þáttinn til að auka vinsældirnar aðeins því auðvitað er aumingja piparsveinninn afar illa farinn eftir tíkina, sem greinilega er hörð í horn að taka og gefur sig ekki að sveininum eins og hann hafði áætlað. Tíkin tapar að sjálfsögðu í endann, annað myndi ekki nokkur amerískur þáttaframleiðandi sætta sig við. Dómari kveður upp úrskurð og tíkin fær dóminn!! Hún er dæmd í 15 ára hjónaband með sveininum fagra sem fær áhorfendur til að stökkva upp úr sætum sínum með húrrahrópum. Piparsveinninn stendur, ber að ofan með sigurbros á vör og sígarettu í kjaftinum.


Svona er þetta, kaldhæðnin kitlar mann stundum og reiðin þarf útrás.

ps. Farið gæti svo að fallegt hús verði til sölu í byrjun vetrar, nánar auglýst síðar í nauðungaruppboðum.

3 comments:

Anonymous said...

Já hvað getur maður sagt.....sumt er bara of ótrúlegt að maður varla trúi því að það sé satt......þú ert algjör snillingur sæta frænka mín ;) luv jú

Anonymous said...

ég veit ekki hvað skal segja .. en þessi maður.. jésús ég er bara orðlaus þótt ung sé (: gangi þér vel með þetta allt !! kveðjur frá númer 8 !

Anonymous said...

Hæ stóra systir. Það var gaman að sjá skilaboðin frá þér. Skemmtilegt að geta fylgst með hvorri annarri í gegnum bloggið. Ég sé að það virðist normið í þessari fjölskyldu að eiga falleg börn :-)

Kveðja
Guðrún litla systir