Monday, February 13, 2006

Hey man!!

Latibær tröllríður mínu heimili um þessar mundir, orkubækur og límmiðar út um allt, latabæjar vettlingar, skór og buff (þið vitið, oná hausinn) allsstaðar. Get ekki beðið eftir að þessir límmiðar klárist. Hann sonur minn náði að troða 4 vítamínstöflum (latabæjarvítamín audda) í munninn áður en ég náði til hans, hann ætlaði nebbla að fá FJÓRA límmiða í vítamíns reitinn!!! ha ha, hann er svo mikill gullmoli stundum. Ég sagði honum um daginn að vera ekki að koma við bílinn vegna þess að hann væri "grút" skítugur, hann spyr strax hvað "grút" þýði..... ó mæ...öh... hmmm.....hérna....inn í bíl með þig :/ hvað er GRÚTUR???

Er aðeins farin að örvænta með að "ganga út". Á fertugsaldri og ógift!!! hvað er málið?
Samkvæmt stjörnuspekingum er minn draumamaður í ljóns eða jafnvel bogmannsmerkinu. Bið ykkur vinsamlega að hafa augun opin eftir þessum eðalmönnum og draga þá til mín á hárinu, með hringinn í vasanum!!

Já eitt í viðbót!!! hvar fær maður svona "hundaþolstöflur"?
mig langar svo í hund, en ég bara þoli þá ekki..... jess jess, margt er skrýtið í mínum haus...

7 comments:

BbulgroZ said...

Grútur er held ég bara skítur...

Bogmaður eða ljón segirðu, það er ég (Arnar) eða Þórhallur : )

Bjarney Halldórsdóttir said...

hmmm já og hann Elías minn... veit ekki hvort ég á að hleypa honum í tölvuna hjá þér aftur, allaveg ekki án eftirlits...

Ertu með hundaofnæmi eða er þetta eitthvert annarskonar óþol sem þú hefur gagnvart hundum (og er þá nokkurt vit í að vera að fá sér hund)?

ingamaja said...

nei ekkert ofnæmi, bara þoli ekki lyktina og hárin :)

alveg týpískt, allir flottu gæjarnir ekki í boði.. fæ mér bara hund.. með engin hár..

Refsarinn said...

Í staðin fyrir hund má einnig fá sér mongólíta. Þeir eru almennt lífsglaðir og mikill leikur í þeim alla jafna. Lifa lengur og ekki eins mikið fyrir þeim haft. Kunna á strædó og svona :)

Anonymous said...

Blessuð stelpa til lukku með nýja húsið.... Mér finnst samt mjög skrýtið að þú sért að flýta norður
Þetta er spennandi væri alveg til í þetta, kv. Skjóni Hippi

Bella said...

Það eru líka til japanskir vélhundar. Þeir gera allt nema skýta og fara úr hárum. Gallinn er hvað þeir eru ÓGEÐSLEGA DÝRIR!
Í sambandi við kall...finnur þú pottþétt einhvern flottan fyrir norðan

Bjarney Halldórsdóttir said...

Jæja fer ekki að koma nýtt blogg hér?