Monday, February 06, 2006

mánudagur

Þá er þetta farið að rúlla, fasteignasalinn kom áðan og dásamaði íbúðina mína í bak og fyrir :)
ég var náttla búin að þrífa og pússa út fyrir allt norm!! Ég heyri svo í honum í fyrramálið og þá ákveðum við verðið og auglýsum höllina! Hann Jói minn kom svo heim úr leikskólanum og spurði mig af hverju allt væri svona fínt.. eh.. ég hef kannski verið pínu kærulaus síðustu vikur.
Litla systir byrjuð á danska kúrnum, en hún er svo grönn að hún nær nú varla að byrja áður en hún þarf að hætta aftur.. hí hí :) ég þarf nú eitthvað róttækara en danskan kúr held ég... þarf örugglega að fara langleiðina til asíu.
Krakkarnir voru að fá þessa altöluðu orkubók í pósti, ég er ekkert yfir mig hrifin af þessu uppátæki, finnst þetta bara annað orð yfir fyrsta megrunarkúr barnanna. Börnin borða það sem á borð er sett, sérstaklega á þessum aldri, 5,6 og 7 ára, það er okkar foreldrana að venja þau á hollan mat. þau semsagt læra það sem fyrir þeim er haft!! amen!

6 comments:

Refsarinn said...

BANG! Ingamaja þarna er ég sko sammála þér.

Bjarney Halldórsdóttir said...

Jæja hlutirnir farnir að rúlla hjá þér og breytingar í vændum. Sem betur fer fæ ég smá tíma til að venjast tilhugsuninni um að þú verður ekki í 5 mín fjarlægð.

Anonymous said...

hahaha BARA snilld það sem að Jói sagði um heimilið :-) en já já alla leið til Asíu (hhmmm) held að þú gerir of lítið úr þér elskan ,en mæli með að þú skelli´r þér með mér á danska :-) þá styrkjum við hvor aðra :-)
love you stóra systir (koss og knús)

ingamaja said...

oo ég hef einmitt verið að gæla við þá hugsun, en það einhvern vegin hljómar betur þegar ég er flutt og þú getur eldað allt þetta danska beint oní mig :) ég er ekki mikil töfrakona í eldhúsinu.

Anonymous said...

afhverju er klukkan svona stillt hjá þér þar sem maður commentar ég hélt að ég væri orðin e-ð rugluð :-)

ingamaja said...

þú ERT rugluð, bara rugluð á dönsku þessa dagana!!