Wednesday, February 01, 2006

Money money money!!

jú jú, mín bara rík... alveg í 20 mínútur eða svo... og þá bara hurfu peningarnir :'( mikið asskoti er leiðinlegt að vera fullorðin... barnabæturnar hækkuðu þó aðeins, svo ég brosi út í annað allavegana.

En ég fór í Bónus áðan og búin að byrgja mig vel upp af allra helstu nauðsynjavörum... og.. svo ónauðsynjavörum sem hreinlega DUTTU bara oní körfuna. Svo þessi árans fuglaflensa verður að drífa sig á meðan ég á fullt af drasli í skápunum.

Eníveis.. gigtin er góð, letin er verri, þú ert perri.. nei nei bara grínur.
Langar svo að horfa á geðveikt góða bíómynd í kvöld, ár og dagar síðan í náði að tolla yfir heilli mynd. Einhverjar hugmyndir??? Ekki eikkað leim eins og "Top gun" eða Dirty dancing" vil alvöru mynd og nýlega mynd!

Jæja nóg af bulli í bili, krakkarnir að bilast á öllu þessu athyglisleysi.

2 comments:

Refsarinn said...

Að flytja norður! Ja sei sei... hélt að allir væru að fara í hina áttina ;).

Sideways er fín mynd fyrir fullorðið fólk sérstaklega ef það hefur gaman af rauðu víni en það er samt ekki nauðsynlegt. Ég horfði á hana einn og skemmti mér bara vel.

Bjarney Halldórsdóttir said...

jæja kelli mín, vona þú hafi fundið góða mynd í gær.

Já peningar eru varasamir. Fór fram yfir á debetkortinu fyrir mánaðarmót. Hélt ég ætti svo mikin pening :S þarf að borga rúmlega 700 kr fyrir hverja færslu. Arghh, arghh, arghh