Sunday, June 03, 2007

Að gefnu tilefni...

vil ég að það komi hér skýrt fram að lyfið sem ég sprauta mig með tvisvar í viku er EKKI dóp!!
Þetta lyf heitir Enbrel og er gefið við psoriasis liðagigt þegar aðrar meðferðir hafa ekki virkað.

Ég tek ekki þunglyndislyf og er ekki eins sumir orða "þunglyndissjúklingur" þó svo að mín veikindi síðustu 2 ár hafi vissulega sett sitt mark á mitt daglega líf.

6 comments:

Bjarney Halldórsdóttir said...

Ég er nú bara alveg orðlaus. Er einhver sem virkilega heldur þetta?

Gigt er ekkert til að gera grín að og að vera stöðugt með verki, þó mis miklir séu getur gert hverng mann brjálaðan. Þú hefur staðið þig eins og hetja þennan tíma síðan fór að bera á þessu hjá þér.

ingamaja said...

þakka þér fyrir Bjarney mín, ég varð bara svo hissa þegar þessu var smellt í andlitið á mér að ég trúi þessu varla ennþá.
En ég get kannski líka sjálfri mér um kennt að vera að setja þetta á síðuna hjá mér, áttaði mig bara ekki á því að það væru fleiri en bara vinir og fjölskylda að lesa þetta.

Refsarinn said...

Ljótt að heyra mín kæra. Ekki annað hægt en að dáðst að því hvernig þú stendur þig. Sumir eru bara ekki eins klókir og aðrir og það er mikilvægt að láta slíka aðila ekki draga sig niður. Baráttu kveðjur.

Anonymous said...

Úff - ég er orðlaus!!!!!!!!!

BbulgroZ said...

Tja ég er soddan kjaftakerling að mig langar að vita um hvað málið snýst hér...ég vissi að þú værir slæm til liða og værir jú með gigt, en hvaða dóp-dæmi erum við að tala um hér???

Var einhver að væna yður um slík??

Anonymous said...

já, einhver misskilningur í gangi held ég bara, er nú reyndar búin að fá afsökunarbeiðni, og ég kann að meta það :)
Er nú samt að íhuga að læsa síðunni minni og setja eitthvað password, Bjarney er að aðstoða mig með þetta.