Sunday, June 10, 2007

ekkert spes

Lítið að frétta núna, þetta rúllar bara eins og vanalega og dagarnir eiga það til að renna saman hjá mér eftir að krakkarnir fóru í frí. Ég ætlaði til dæmis útí búð rétt fyrir sex í gær, áttaði mig bara ekki á því að það væri helgi :)

Er dáltið tvístígandi varðandi hundinn okkar, okkur þykir mjög vænt um hann, en hann er bara svo taugaveiklaður eitthvað greyið og mannfælinn að það er bara ekkert grín að fá gesti lengur, og hann geltir á allt sem hreyfist.... og stundum líka ef það hreyfist ekki...
voðalega leiðinlegt þegar heimilislífið stjórnast af svona veseni.

Veðrið er fínt, mjög hlýtt en ekki mikil sól eins og er.
Stóð í þvottavinnu í gær og hengdi útá snúru meira að segja :D er pínu fúl útí þessa orkusölu fyrir 45 þúsund króna viðbótareikninginn sem þeir sendu mér um daginn, svo þvotturinn fer útá snúru í sumar!!! Aldrei hef ég pælt í orkusparnaði áður svo öll góð ráð eru vel þegin :)

Jói á allt í einu slatta af fötum, það hringdi í mig um daginn kona sem ég vann hjá í dáltinn tíma og bauðst til að senda mér föt af stráknum sínum, sem hún hefur reyndar gert áður. Það var alveg yndislegt að heyra í þér Sæunn, og þakka þér fyrir að hugsa til mín, fötin passa öll og eru rosa flott!

2 comments:

Anonymous said...

Gott að heyra það elsku Ingja Maja, líði þér sem allra best í sólinni. Reyni að senda þér gott veður í sumar.

Anonymous said...

Hæ Inga Maja , ég er alltaf að skoða síðuna og njósna um þig Hí Hí . Bara farin að troða höndunum í mold ??? hvað gerðist ??
Man einu sinni þegar þú vildir malbika yfir allt sem var mold
Hahahahhhaha , dugleg stelpa :) kv. Inga Jóna