Thursday, March 23, 2006

Elías!!! Elías!!! Hjálp... Vírus!!!

Helv... djö... hvernig kemst þessi fjandi í tölvuna hjá manni?? Getur það kannski komið inn um Dc++? myndi skilja þetta ef ég væri að skoða Bibbana á Bibbasíðunum ;)

Gerðist heví dulleg og þreif, ryksugaði og skúraði allt saman þegar krakkarnir voru farin í skólann, svo nú vantar bara Tótu til að toppa þetta og baka nokkrar kökur með kaffinu :D
komin með leið á samsölu bakstrinum :/

Verð aðeins að slaka á í að pakka niður, það fer að bergmála hérna ef ég hægi ekki á mér, það eru víst ennþá tveir mánuðir í þetta.

Átti mjög skondið samtal við dóttur mína í gærmorgun þar sem hún þurfti að vera heima með hita. það stoppaði hana nú samt ekki í að vakna kl. 8.
En ég átti nú ekki alveg svo auðvelt með að vakna og var alltaf að dotta í sófanum og náði ekki alltaf að fylgja eftir samræðunum, og þetta hljómaði eitthvað líkt þessu í ca. klukkutíma:

Sigurbjörg: (spurning sem ég greinilega missti af)

mamman: zzzzzzzzzzzzzzz

Sigurbjörg: MAMMA!! ætlarðu ekki að vakna??

mamman: New Orleans...zzzzzz

Sigurbjörg: Ha??

mamman: Ha??

Sigurbjörg: mamma, ég skil þig ekki þegar þú bullar svona

mamman: nú? var ég að bulla eitthvað?

Sigurbjörg: já, þú svarar alltaf eitthvað sem þú bullar bara!!

mamman: já, nú verð ég að fara að vakna..... zzzzz.......

hahaha :D mér fannst þetta pínu fyndið, og ég var meira að segja að vakna við mínar eigin hrotur!!!

Gott dæmi um það hvað það getur nú verið gott að lesa blogg ættingjana! Ég stökk uppúr stólnum þegar ég las á blogginu hennar Róru frænku að ég ætti að vera búin að skila skattaskýrslunni!!! Takk fyrir sjokkið Róra mín :/ ég sendi auðvitað e-mail á skattakelluna mína hið snarasta og hún ætlar að redda málinu.

..dekkið í skottinu er ennþá sprungt....

5 comments:

BbulgroZ said...

Sama sjokk fékk ég þegar ég las blogg Bjarneyjar um skattaskýrsluna : )

ingamaja said...

hehe, las mér til um það einmitt :) svo einhvernveginn þegar maður er loksins búin með þetta að þá er strax kominn febrúar aftur...

Anonymous said...

hehe ,Vigga er mamma hans Auðunns og Heklu,,Auðunn er besti vinur hans Arons :-)

Bjarney Halldórsdóttir said...

Skilaboðum komið áfram til Elíasar.

Anonymous said...

Það var lítið Inga mín, njóttu sjokksins vel múhahahahaha