Tuesday, March 21, 2006

hvert fór vorið??

Alveg er þetta merkilegt, ég kaupi hjól handa dömunni og þá fer að snjóa
svona er þetta, hún er reyndar orðin lasin greyið svo hún færi nú ekki mikið út að hjóla hvort eð er.

Takk fyrir hughreystingarorð elskurnar mínar, vonandi fer þetta að lagast. ég er enn verri í dag reyndar og farin að gruna að ég sé bara eitthvað lasin líka, beinverkir að ruglast saman við gigtina. Leigði bara spólu fyrir krakkana og keypti handa þeim mini páskaegg, þannig að ég fæ alveg ágætis frið.

Ég seldi eldhúsborðið mitt og stólana í dag, borð sem ég hef átt frá því sigurbjörg fæddist, það er pínu söknuður þar, margar matarslettu og niðurhellis minningar
fékk 15.000 fyrir það, sem ég held að sé bara ágætt.
Svo að nú er til einn stóll á heimilinu og það er tripp trapp stóllinn.... hehe!
Ég kaupi nýtt borð þegar við flytjum, við borðum hvort eð er yfirleitt í stofunni.

3 comments:

Anonymous said...

já það er barasta ótrúlega mikill gaddur úti :( alveg dæmigert með hjólið og snjóinn,,svona álíka og þegar að maður fer og kaupir grillkjöt á sumrin og er að fara að kveikja upp í grillinu ,,þá byrjar að mígrigna ;) en smá spurning til þín :) komið þið ekki norður um páskana?????? (please)

Bjarney Halldórsdóttir said...

Heirðu já, tengdapabbi kom einmitt með hjólið mitt út geymslu í gær (hann er bara svo indæll, Elías minntist á það við hann að ég væri komin með hjólafiðringinn). Vona að þessi kuldakafli stoppi stutt svo ég geti farið að hjóla.

Anonymous said...

heyrðu þú mátt alveg breyta slóðinni á síðuna mína :-)