Wednesday, March 08, 2006

Hækkandi sól

Jæja, það fer að verða spursmál hvernig maður kemur undan vetri! Ég hef uppgötvað það að fötin mín hafa öll minnkað umtalsvert og speglarnir líka reyndar.... ég hef kannski þrifið aðeins of vel... hmmm....ha......það er bara blíðan.... :->

Það er nú komin pínu vorhugur í mig, hlakka mikið til að fara að pakka aðeins niður og taka til í skápum og solleis, fyrir norðan bíður fjölskyldan mín spennt eftir mér, og allir tilbúnir að hjálpa mér! Elsku Bjössi, ég skal reyna að misnota ekki góðmennskuna of mikið :) en ég er mikið heppin að eiga þig að!!!
Bíllinn minn hinsvegar er alveg að sitja á hakanum. Ég þyrfti nú að láta gera við þetta blessaða varadekk fyrir næstu ferð norður, er að bíða eftir að hún hringi fasteignasalinn á króknum og boði okkur á fund til að skrifa undir kaupsamning :)

Hún Sigurbjörg mín er farin að biðja um hjól fyrir sumarið, gamla hjólið er búið að vera tómt vesen síðan við keyptum það. En það er ekki gert ráð fyrir svona málum hjá öryrkjum, endar ná ekki mjög vel saman þessa dagana og það er eitthvað sem ég er ekki vön. :'(

Jæja búin að væla aðeins fyrir vikuna.
En ég er orðin svo gleymin að ég er farin að halda að það vanti í mig eitthvað vítamín eða eitthvað!! Það er eitthvað í sjónvarpinu á fimmtudagskvöldið sem ég verð að sjá, en ég get ekki með nokkru móti munað hvað það er... hehe :)

Ég leyfði krökkunum að horfa á "fear factor" með mér í gærkveldi, poppað og breiddi yfir okkur sæng í sófanum, voða kósí. Þegar kom að því að keppendur þurftu að éta pöddur og úldin fisk þá földum við sigurbjörg okkur á bakvið sitthvora fjarstýringuna á meðan Jói huggaði okkur og sagði: þetta er allt í lagi mamma, þetta er ekkert mál!!! En ég hefði gefið mikið fyrir að hafa haft myndavél akkúrat þá, svipurinn á drengnum lýsti vel því sem var að gerast á skjánum :D ha ha ha!!! þau eru á skemmtilegum aldri og farin að vera meiri félagar fyrir mömmu sína, gaman að geta horft saman á skemmtilega þætti og spila og svona, og þegar við flytjum í sveitina er planið að fara reglulega í hjólreiðatúra.

En núna verð ég að standa upp og veiða þau uppúr baðinu.

3 comments:

Anonymous said...

það eru fleiri að bíða eftir því að fasteignasalinn hríngi :-) þá veit ég að þú kemur norður :-))) ooooogggg þú sleppur EKKI við að koma með mér á konukvöldið á laugardaginn sko(hehe) þú hefur svoooo gott af því að koma aðeins útá lífið á Skagaströnd :-)

ingamaja said...

já, ég viðurkenni það að ég þyrfti alveg á því að halda :)

Anonymous said...

jæja ég aftur :) ég ætlaði bara að minna þig á sparifötin og málningardótið þitt,bara svona svo þú hafir ekki afsökun fyrir að hafa GLEYMT því alveg óvart (hehehe) sjáumst á morgun og já það er til nógu mikið af Bjór hérna hjá Bjössa :-)