Monday, March 20, 2006

ææ og óó

Hef einhvern veginn puðast áfram síðustu daga, gigtin að pirra mig mikið og það gengur hratt á verkjatöflu lagerinn... fer í sprautuna mína á fimmtudaginn og vona að það létti á mér aðeins :)
orðið frekar glatað þegar ég þarf að nota BÁÐAR hendur til að opna eldhússkápana mína :/

Fór í dag með Sigurbjörgu í hjólabúð í dag og við keyptum nýtt hjól :) hún er svo glöð litla skottið, og svo montin með að vera komin á stærra hjól! held þetta sé 20" rautt og með körfu framaná, voða sætt.

farin að hlakka svo til að komast í rólegheitin í sveitina hjá fjölskyldunni !
wellwell, ekki svo mikið að gerast hér þessa dagana, ætla að kúra í sófanum í kvöld og horfa á survivor og csi.

jæja ég ætla að knúsa krílin mín aðeins á meðan þau horfa á BÚ :) þau tvö eru á við margar verkjatöflur og eru alveg yndislega góð við mig þegar þau sjá að ég er lasin.

babæ

4 comments:

Anonymous said...

æji ennnnn gaman fyrir Sigurbjörgu að vera að fá nýtt hjól,,mikið á nú eftir að vera gaman hjá okkur í sumar að fara út með börnin okkar að hjóla :-) þetta verður BARA geggjað að hafa ykkur á staðnum hjá okkur öllum :-))))))) GET BARA EKKI BEÐIIIIIIÐÐÐÐ :-)

Bjarney Halldórsdóttir said...

Greiið mitt, þetta er nottla ekki nógu gott með gigtina þína. Vonandi nær sveitaloftið að blása henni úr kroppnum þegar þú ferð norður.

Anonymous said...

Æji dúllan mín, vonandi á þetta eftir að lagast.
Það verður æðislegt fyrir ykkur að vera í sveitinni.
Ég kem sko og heimsæki ykkur í sumar með ormana mína hahahahaha

Refsarinn said...

Svona svona Inga mín. Þetta kemur allt með hækkandi sól og sveitasælunni.