Monday, March 06, 2006

þrata og þræsa!!

ha ha ha :D !!! Fannst það BARA fyndið í morgun þegar Helga vinkona missti tunguna á sér í hnút og ruglaði þessum orðum svona skemmtilega saman. Hún var semsagt að þrasa og þræta við manninn sinn um uppröðun á húsgögnum í nýja húsinu þeirra :)

Ég var með opið hús um helgina til að sýna íbúðina mína og það kom alveg einn heill kall að skoða!!!! mér leiddist svo biðin eftir fólkinu að ég prjónaði eina húfu og vettlinga í stíl :/

Svo fann ég nokkuð vel fyrir jarðskjálftanum í dag, brá pínulítið þar sem ég lá upp í sófa í rólegheitum. þegar ég reyndi svo að útskýra fyrir Jóa hvað jarðskjálfti er fór hann bara að hlæja og sagði að ég væri bara að grínast!! Honum fannst það alger fásinna að húsið okkar gæti tekið upp á því að hristast :D hehe!

Svona í lokin þá verð ég bara að biðja ykkur að fara inn á kvikmynd.is og horfa á atriði sem heitir "allt getur gerst í sjónvarpi" Ég hló svo mikið að það runnu tár!

smá fróðleiksmoli: daginn sem ég kom í heiminn, var bítlalagið "let it be" á toppnum!

4 comments:

Bjarney Halldórsdóttir said...

Ég fann líka fyrir skjálftanum. Fyrst hélt ég að það væri stór trukkur fyrir utan, en svo kom gat það ekki staðist lengur. Þá áttaði ég mig á því að þetta væri jarðskjálfti.

Mæli með þessu atriði sem þú bentir á það er bókstaflega hillaríus.

Hvernig fannstu út að Let it be hebbði verið á toppnum á fæðingardegi þínum?

ingamaja said...

www.geimur.is/link.php?id=31056

vona að þetta virki :D

Bjarney Halldórsdóttir said...

Sniðugt. Mitt lag er "I'll be there" með Jackson 5

BbulgroZ said...

Þetta er lagið mitt..."Papa Was a Rollin' Stone" by The Temptations

Fann ágætleg fyrir skjálftanum, hélt einmitt að eitthvað þungt hefði dottið á leiksviðið, ég sat á skrifstofunni ekki langt frá sviðinu : ) Fyndið hvað maður hugsar alltaf "rökrétt" þegar svona gerist, en er náttla algjört bull, því hvernig gat stóllinn inn hreyfst fram og til baka ef að eitthvað þungt hefði dottið á leiksviðið í 50-70 metra fjarlægð frá mér : )???